Fyrst og fremst mjög þakklátur að fá þetta tækifæri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 19:15 Ísak Bergmann var hógvær með eindæmum er hann ræddi við Gaupa í dag. Mynd/Stöð 2 Nýjasta stjarna íslenska fótboltans - Ísak Bergmann Jóhannesson - ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Hann er þakklátur fyrir að hafa verið valinn í U21 árs landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Ísak Bergmann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Nú 17 ára gamall er hann orðinn fastamaður í liðinu sem er í efri hluta deildarinnar, þá var hann valinn í U21 árs landslið Íslands og æfði með þeim í dag. Viðtal hans við Gaupa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Mjög þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem ég hef fengið frá þjálfaranum. Það var náttúrulega gaman að geta hjálpað liðinu eins mikið og ég gat með því að leggja upp eða skora. En ég reyni bara alltaf að gera mitt besta,“ sagði Ísak Bergmann við Gaupa á Víkingsvelli í dag. Norrköping byrjaði tímabilið af krafti en situr nú í 5. sæti með 28 stig eftir 18 leiki en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Liðinu ekki gengið alveg eins og við viljum en tímabil eru upp og niður. Við þurfum bara að tækla það og koma til baka sterkari.“ „Ég fór inn í tímabilið með það að markmiði að vinna mér inn byrjunarliðssæti eins fljótt og ég gæti. Það tókst og núna er ég á þeim stað ég vill halda sætinu mínu og ég ætla mér að gera það,“ sagði Ísak um markmið sitt fyrir tímabilið. Þá spurði Gaupi hann út í alla þá athygli sem hann hefur fengið frá fjölmiðlum, bæði hér heima sem og ytra. „Ég reyni að pæla sem minnst í því. Ég hef lært að vera ekkert að spá í því þegar gengur vel og heldur ekki þegar gengur illa. Auðvitað er samt gaman að sjá í fjölmiðlum þegar gengur vel.“ „Ég er fyrst og fremst þakklátur að fá þetta tækifæri. Að fá að spila með U21 árs landsliðinu er geggjað svo nei ég spáði voða lítið í því. Var mjög þakklátur að fá að spila hér í þessu skemmtilega verkefni sem við fáum gegn Svíþjóð á morgun. Þekki nokkra í sænska liðinu svo þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak Bergmenn að lokum aðspurður hvort það hefði verið svekkjandi að fá ekki tækifæri með A-landsliðinu. Ísland mætir Svíþjóð á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri á Víkingsvelli á morgun. Ísland þarf sigur til að komast nær toppliðum riðilsins sem og að hleypa sænska liðinu ekki upp fyrir sig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending þar klukkan 16:20. Klippa: Ísak Bergman þakklátur fyrir tækifærið Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Nýjasta stjarna íslenska fótboltans - Ísak Bergmann Jóhannesson - ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Hann er þakklátur fyrir að hafa verið valinn í U21 árs landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Ísak Bergmann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Nú 17 ára gamall er hann orðinn fastamaður í liðinu sem er í efri hluta deildarinnar, þá var hann valinn í U21 árs landslið Íslands og æfði með þeim í dag. Viðtal hans við Gaupa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Mjög þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem ég hef fengið frá þjálfaranum. Það var náttúrulega gaman að geta hjálpað liðinu eins mikið og ég gat með því að leggja upp eða skora. En ég reyni bara alltaf að gera mitt besta,“ sagði Ísak Bergmann við Gaupa á Víkingsvelli í dag. Norrköping byrjaði tímabilið af krafti en situr nú í 5. sæti með 28 stig eftir 18 leiki en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Liðinu ekki gengið alveg eins og við viljum en tímabil eru upp og niður. Við þurfum bara að tækla það og koma til baka sterkari.“ „Ég fór inn í tímabilið með það að markmiði að vinna mér inn byrjunarliðssæti eins fljótt og ég gæti. Það tókst og núna er ég á þeim stað ég vill halda sætinu mínu og ég ætla mér að gera það,“ sagði Ísak um markmið sitt fyrir tímabilið. Þá spurði Gaupi hann út í alla þá athygli sem hann hefur fengið frá fjölmiðlum, bæði hér heima sem og ytra. „Ég reyni að pæla sem minnst í því. Ég hef lært að vera ekkert að spá í því þegar gengur vel og heldur ekki þegar gengur illa. Auðvitað er samt gaman að sjá í fjölmiðlum þegar gengur vel.“ „Ég er fyrst og fremst þakklátur að fá þetta tækifæri. Að fá að spila með U21 árs landsliðinu er geggjað svo nei ég spáði voða lítið í því. Var mjög þakklátur að fá að spila hér í þessu skemmtilega verkefni sem við fáum gegn Svíþjóð á morgun. Þekki nokkra í sænska liðinu svo þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak Bergmenn að lokum aðspurður hvort það hefði verið svekkjandi að fá ekki tækifæri með A-landsliðinu. Ísland mætir Svíþjóð á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri á Víkingsvelli á morgun. Ísland þarf sigur til að komast nær toppliðum riðilsins sem og að hleypa sænska liðinu ekki upp fyrir sig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending þar klukkan 16:20. Klippa: Ísak Bergman þakklátur fyrir tækifærið
Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira