Hélt lífi í vonum meistaranna með ótrúlegri flautukörfu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2020 08:00 Leikmenn Toronto Raptors fagna OG Anunoby eftir að hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Boston Celtics. getty/Douglas P. DeFelice OG Anunoby tryggði Toronto Raptors sigur á Boston Celtics, 104-103, með ótrúlegri flautukörfu í leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Boston vann fyrstu tvo leikina í einvígi liðanna og flest benti til þess að liðið kæmist í 3-0. Þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum í nótt var Boston nefnilega með tveggja stiga forskot, 101-103. Toronto átti þá innkast hægra megin á vellinum. Kyle Lowry kastaði boltanum yfir á vinstri helminginn á Anunoby sem greip boltann fyrir utan þriggja stiga línuna, skaut, skoraði og tryggði Toronto sigurinn. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1. Ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir svo sigurinn í nótt var lífsnauðsynlegur fyrir Toronto. OG Anunoby wins Game 3 for the @Raptors with the #TissotBuzzerBeater! #WeTheNorth #NBAPlayoffs #ThisIsYourTime pic.twitter.com/3ubNiMR7Xc— NBA (@NBA) September 4, 2020 WHAT A PASS. WHAT A SHOT.OG Anunoby's #TissotBuzzerBeater through the lens of our slo-mo #PhantomCam! #ThisIsYourTime#NBAPlayoffs #WeTheNorth pic.twitter.com/jhwCqNmzLe— NBA (@NBA) September 4, 2020 Lowry skoraði 31 stig fyrir Toronto og gaf átta stoðsendingar. Fred VanVleet skoraði 25 stig og Anunoby var með tólf stig og tíu fráköst. Kemba Walker var stigahæstur Boston-manna með 29 stig. Öllu minni spenna var í hinum leik næturinnar þar sem Los Angeles Clippers sigraði Denver Nuggets, 120-97, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kawhi Leonard skoraði 29 stig fyrir Clippers. Paul George skoraði nítján stig og Marcus Morris átján. Kawhi had the handles working all 3rd quarter! #NBAPlayoffs : @NBAonTNT pic.twitter.com/GOEMxNbwTS— NBA (@NBA) September 4, 2020 Nikola Jokic var stigahæstur í liði Denver með fimmtán stig. Jamal Murray, sem fór hamförum gegn Utah Jazz í síðustu umferð, skoraði aðeins tólf stig og hitti bara úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira
OG Anunoby tryggði Toronto Raptors sigur á Boston Celtics, 104-103, með ótrúlegri flautukörfu í leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Boston vann fyrstu tvo leikina í einvígi liðanna og flest benti til þess að liðið kæmist í 3-0. Þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum í nótt var Boston nefnilega með tveggja stiga forskot, 101-103. Toronto átti þá innkast hægra megin á vellinum. Kyle Lowry kastaði boltanum yfir á vinstri helminginn á Anunoby sem greip boltann fyrir utan þriggja stiga línuna, skaut, skoraði og tryggði Toronto sigurinn. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1. Ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir svo sigurinn í nótt var lífsnauðsynlegur fyrir Toronto. OG Anunoby wins Game 3 for the @Raptors with the #TissotBuzzerBeater! #WeTheNorth #NBAPlayoffs #ThisIsYourTime pic.twitter.com/3ubNiMR7Xc— NBA (@NBA) September 4, 2020 WHAT A PASS. WHAT A SHOT.OG Anunoby's #TissotBuzzerBeater through the lens of our slo-mo #PhantomCam! #ThisIsYourTime#NBAPlayoffs #WeTheNorth pic.twitter.com/jhwCqNmzLe— NBA (@NBA) September 4, 2020 Lowry skoraði 31 stig fyrir Toronto og gaf átta stoðsendingar. Fred VanVleet skoraði 25 stig og Anunoby var með tólf stig og tíu fráköst. Kemba Walker var stigahæstur Boston-manna með 29 stig. Öllu minni spenna var í hinum leik næturinnar þar sem Los Angeles Clippers sigraði Denver Nuggets, 120-97, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kawhi Leonard skoraði 29 stig fyrir Clippers. Paul George skoraði nítján stig og Marcus Morris átján. Kawhi had the handles working all 3rd quarter! #NBAPlayoffs : @NBAonTNT pic.twitter.com/GOEMxNbwTS— NBA (@NBA) September 4, 2020 Nikola Jokic var stigahæstur í liði Denver með fimmtán stig. Jamal Murray, sem fór hamförum gegn Utah Jazz í síðustu umferð, skoraði aðeins tólf stig og hitti bara úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli.
NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira