WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 15:04 Sjálfboðalioði tekur þátt í prófunum fyrir bóluefni í Bandaríkjunum. AP/Hans Pennink Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast ekki búast við umfangsmiklum bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. Þeir ítreka nauðsyn þess að kanna skilvirkni og öryggi bóluefna ítarlega. Talskona stofnunarinnar segir að ekkert þeirra bóluefna sem eru langt komin í þróunarferli hafi sýnt fram á minnst 50 prósenta skilvirkni, eins og WHO sækist eftir. Vísindamenn víða um heim virðast stytta sér leið í þróun bóluefna. Rússar tilkynntu til að mynda nýverið að þeir væru byrjaðir að taka nýtt bóluefni í notkun eftir að hafa prófað það á tiltölulega fáum mönnum í aðeins tvo mánuði. Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Vanalega tekur það tíu til 15 ár að þróa bóluefni. Metið á bóluefnið við hettusótt. Það var þróað á um það bil fjórum árum. Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca segist langt komið með bóluefni sem unnið er af vísindamönnum við Oxford-háskóla.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum einnig lýst því að þar gæti bóluefni verið komið í almenna notkun í október. Þær yfirlýsingar þykja þó anga af pólitík en faraldur nýju kórónuveirunnar mun spila stóra rullu í forstakosningunum sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember. Margaret Harris, talskona WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að stofnunin byggist ekki við almennri bólusetningu fyrr en um mitt næsta ár. Án þess að nefna sérstakt bóluefni sagði hún nauðsynlegt að prófa bóluefni vel áður en þau væru tekin í notkun. Bæði til að tryggja að þau veiti þá vörn gegn Covid-19 sem þau eiga að veita og að þau valdi ekki aukaverkunum eins og mögulega langvarandi heilsukvillum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk dragi aðeins andann varðandi bið eftir bóluefni.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á dögunum að fólk ætti „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast ekki búast við umfangsmiklum bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. Þeir ítreka nauðsyn þess að kanna skilvirkni og öryggi bóluefna ítarlega. Talskona stofnunarinnar segir að ekkert þeirra bóluefna sem eru langt komin í þróunarferli hafi sýnt fram á minnst 50 prósenta skilvirkni, eins og WHO sækist eftir. Vísindamenn víða um heim virðast stytta sér leið í þróun bóluefna. Rússar tilkynntu til að mynda nýverið að þeir væru byrjaðir að taka nýtt bóluefni í notkun eftir að hafa prófað það á tiltölulega fáum mönnum í aðeins tvo mánuði. Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Vanalega tekur það tíu til 15 ár að þróa bóluefni. Metið á bóluefnið við hettusótt. Það var þróað á um það bil fjórum árum. Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca segist langt komið með bóluefni sem unnið er af vísindamönnum við Oxford-háskóla.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum einnig lýst því að þar gæti bóluefni verið komið í almenna notkun í október. Þær yfirlýsingar þykja þó anga af pólitík en faraldur nýju kórónuveirunnar mun spila stóra rullu í forstakosningunum sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember. Margaret Harris, talskona WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að stofnunin byggist ekki við almennri bólusetningu fyrr en um mitt næsta ár. Án þess að nefna sérstakt bóluefni sagði hún nauðsynlegt að prófa bóluefni vel áður en þau væru tekin í notkun. Bæði til að tryggja að þau veiti þá vörn gegn Covid-19 sem þau eiga að veita og að þau valdi ekki aukaverkunum eins og mögulega langvarandi heilsukvillum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk dragi aðeins andann varðandi bið eftir bóluefni.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á dögunum að fólk ætti „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00
Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48