Southgate: Heppnir að fara ekki héðan aðeins með eitt stig Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2020 19:07 Grímubúinn Southgate á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/getty „Mér fannst leikurinn þróast eins og við áttum von á. Íslenska liðið er sterkt varnarlega og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Það er alltaf hætta á skyndisóknum og í föstum leikatriðum,“ sagði Gareth Southgate þjálfari Englendinga í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn gegn Íslandi í dag. „Ég var ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Eftir 20 mínútur skoruðum við mark sem líklega hefði átt að standa og það hefði auðvitað breytt flæði leiksins. Síðan sá maður að okkur skorti leikæfingu á síðasta þriðjungi vallarins, það vantaði upp á gæði síðustu sendingarinnar,“ bætti Southgate við en Englendingar voru mikið með boltann en vörn Íslands stóð vaktina vel. Kyle Walker fékk rautt spjald á 71.mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir klaufalega tæklingu úti á velli. „Í seinni hálfleik byrjuðum við vel og vorum með yfirhöndina. Rauða spjaldið breytti öllu og breytir taktinum. Við vorum ennþá sterkari aðilinn eftir breytingarnar sem við gerðum og héldum áfram að sækja. Það leit út fyrir að við myndum sækja sigur eftir vítið en við vorum auðvitað heppnir að þeir nýttu ekki sína vítaspyrnu.“ „Íslendingar fara sjálfsagt af velli með þá tilfinningu að þeir hefðu átt að ná jafntefli. Þegar á heildina er litið vorum við betra liðið en þegar upp er staðið erum við heppnir að fara ekki héðan með aðeins eitt stig.“ Southgate hafði lítið út á serbneska dómarann en nefndi þó að mark sem Harry Kane skoraði í fyrri hálfleik hefði átt að standa en það var dæmt af vegna rangstöðu. „Mér fannst báðar vítaspyrnurnar rétt dæmdar og rauða spjaldið sömuleiðis. Það eina sem ég ákvörðunin sem ég er ósáttur með var markið sem var dæmt af en það er erfitt að sjá það án VAR.“ Southgate sagði að erfitt væri að ræða um hvort frammistaða liðsins hefði verið góð í ljósi þess að leikmenn enska liðsins eru flestir nýbyrjaðir að æfa á ný með félagsliðum sínum eftir stutt sumarfrí. „Mér finnst erfitt að meta frammistöðuna því leikmenn hafa ekki leikið marga leiki og ekki æft mikið. Það er óraunhæft að ætlast til þess að leikmenn nái að leika af fullri getu. Það mikilvæga var að vinna og við rétt náðum því,“ sagði Gareth Southgate að lokum. Klippa: Viðtal við Gareth Southgate Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00 Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56 Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55 Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43 Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
„Mér fannst leikurinn þróast eins og við áttum von á. Íslenska liðið er sterkt varnarlega og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Það er alltaf hætta á skyndisóknum og í föstum leikatriðum,“ sagði Gareth Southgate þjálfari Englendinga í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn gegn Íslandi í dag. „Ég var ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Eftir 20 mínútur skoruðum við mark sem líklega hefði átt að standa og það hefði auðvitað breytt flæði leiksins. Síðan sá maður að okkur skorti leikæfingu á síðasta þriðjungi vallarins, það vantaði upp á gæði síðustu sendingarinnar,“ bætti Southgate við en Englendingar voru mikið með boltann en vörn Íslands stóð vaktina vel. Kyle Walker fékk rautt spjald á 71.mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir klaufalega tæklingu úti á velli. „Í seinni hálfleik byrjuðum við vel og vorum með yfirhöndina. Rauða spjaldið breytti öllu og breytir taktinum. Við vorum ennþá sterkari aðilinn eftir breytingarnar sem við gerðum og héldum áfram að sækja. Það leit út fyrir að við myndum sækja sigur eftir vítið en við vorum auðvitað heppnir að þeir nýttu ekki sína vítaspyrnu.“ „Íslendingar fara sjálfsagt af velli með þá tilfinningu að þeir hefðu átt að ná jafntefli. Þegar á heildina er litið vorum við betra liðið en þegar upp er staðið erum við heppnir að fara ekki héðan með aðeins eitt stig.“ Southgate hafði lítið út á serbneska dómarann en nefndi þó að mark sem Harry Kane skoraði í fyrri hálfleik hefði átt að standa en það var dæmt af vegna rangstöðu. „Mér fannst báðar vítaspyrnurnar rétt dæmdar og rauða spjaldið sömuleiðis. Það eina sem ég ákvörðunin sem ég er ósáttur með var markið sem var dæmt af en það er erfitt að sjá það án VAR.“ Southgate sagði að erfitt væri að ræða um hvort frammistaða liðsins hefði verið góð í ljósi þess að leikmenn enska liðsins eru flestir nýbyrjaðir að æfa á ný með félagsliðum sínum eftir stutt sumarfrí. „Mér finnst erfitt að meta frammistöðuna því leikmenn hafa ekki leikið marga leiki og ekki æft mikið. Það er óraunhæft að ætlast til þess að leikmenn nái að leika af fullri getu. Það mikilvæga var að vinna og við rétt náðum því,“ sagði Gareth Southgate að lokum. Klippa: Viðtal við Gareth Southgate
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00 Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56 Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55 Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43 Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00
Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56
Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55
Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43
Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49