Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2020 06:31 Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Silfrið vegna ásakana kvenna um að hann hafi beitt þær kynnferðisofbeldi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Frá þessu greinir Jón Baldvin í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og segi að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni og segir málið hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins,“ eins Jón Baldvin segir í grein sinni. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í viðtali við Stundina í janúar í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig öllu en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. Í grein sinni segir Jón Baldvin vitnisburð móður Carmenar um það sem eigi að hafa gerst á heimili hans umræddan dag „ótrúverðugri en ella vegna þess að hún hefur áður reynst verða tvísaga í sambærilegu máli, en hún var æskuvinkona Aldísar á Ísafjarðarárum. Hún bar á sínum tíma til baka fullyrðingar Aldísar um, að hún hefði orðið fyrir áreitni af minni hálfu. Við það slitnaði upp úr vinskapnum þar til nú, að þær hafa sæst á ný.“ Jón Baldvin var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970 til 1979 og Aldís er dóttir hans og Bryndísar Schram. Aldís hefur lengi fullyrt að faðir hennar hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Fjölskylda hennar hefur aftur á móti haldið því fram að hún sé veik á geði og því skuli ekki taka frásagnir hennar trúanlegar. Í grein sinni í Morgunblaðinu segir Jón Baldvin að ákæran sé síðasta útspilið í skipulagðri aðför að mannorði sínu og Bryndísar sem hafi bráðum staðið yfir í tuttugu ár. Greinir Jón Baldvin svo frá því í lok greinar sinnar að Bryndís hafi skrifað bók um fjölskylduharmleik þeirra sem settur sé í samhengi við þjóðfélagslegan veruleika. Bókin komi út á næstu dögum. MeToo Lögreglumál Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. 28. júní 2019 11:12 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Frá þessu greinir Jón Baldvin í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og segi að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni og segir málið hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins,“ eins Jón Baldvin segir í grein sinni. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í viðtali við Stundina í janúar í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig öllu en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. Í grein sinni segir Jón Baldvin vitnisburð móður Carmenar um það sem eigi að hafa gerst á heimili hans umræddan dag „ótrúverðugri en ella vegna þess að hún hefur áður reynst verða tvísaga í sambærilegu máli, en hún var æskuvinkona Aldísar á Ísafjarðarárum. Hún bar á sínum tíma til baka fullyrðingar Aldísar um, að hún hefði orðið fyrir áreitni af minni hálfu. Við það slitnaði upp úr vinskapnum þar til nú, að þær hafa sæst á ný.“ Jón Baldvin var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970 til 1979 og Aldís er dóttir hans og Bryndísar Schram. Aldís hefur lengi fullyrt að faðir hennar hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Fjölskylda hennar hefur aftur á móti haldið því fram að hún sé veik á geði og því skuli ekki taka frásagnir hennar trúanlegar. Í grein sinni í Morgunblaðinu segir Jón Baldvin að ákæran sé síðasta útspilið í skipulagðri aðför að mannorði sínu og Bryndísar sem hafi bráðum staðið yfir í tuttugu ár. Greinir Jón Baldvin svo frá því í lok greinar sinnar að Bryndís hafi skrifað bók um fjölskylduharmleik þeirra sem settur sé í samhengi við þjóðfélagslegan veruleika. Bókin komi út á næstu dögum.
MeToo Lögreglumál Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. 28. júní 2019 11:12 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
„Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00
Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. 28. júní 2019 11:12