Fær 1,7 milljónir á viku fyrir að vera á bakvakt hjá NFL-liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 11:30 Josh McCown verður að vera klár í að hoppa upp í flugvél til Philadelphia. Getty/Quinn Harris Reynsluboltinn Josh McCown er kominn í nýtt hlutverk í NFL-deildinni en hann er búinn að semja við eitt lið deildarinnar á óvenjulegan hátt. Philadelphia Eagles hefur nefnilega gert samning við þennan 41 árs gamla leikstjórnanda um að hann verði á bakvakt á þessu NFL-tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur. Það er mikil óvissa uppi í NFL-deildinni vegna kórónuveirunnar og leikmenn geta nú dottið út með engum fyrirvara. Philadelphia Eagles vill hafa varann á og býr að því að Josh McCown var hjá félaginu í fyrra og þekkir því vel til sóknarskipulags liðsins. More on the Eagles making 41-year-old Josh McCown - who will live in Texas, make $12,000 per week and serve as the team s emergency QB - the oldest practice squad player in NFL history:https://t.co/CgJT8MDtJ7— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 6, 2020 Það sem gerir þetta mjög sérstakt er að Josh McCown býr ekki í Philadelphia heldur í Texas sem er í meira en þriggja klukkutíma flugferð í burtu. Hann verður því ekki í kringum liðið nema að það komi útkall. Philadelphia Eagles ætlar að leyfa honum að búa áfram í Texas en það verður fylgst vel með því að hann haldi sér í góðu formi. Josh McCown verður því til taks ef leikstjórnendur Eagles detta skyndilega út vegna COVID-19 smits. Josh McCown verður samt sem áður elsti leikmaðurinn sem fær samning til að vera hluti af æfingaliði NFL-liðs. Best Job In Sports: Josh McCown Will Make $12,000 A Week To Live In Texas While On The Eagles Practice Squad https://t.co/NZJqQuJ8zn pic.twitter.com/pyBcTWvYjO— Barstool Sports (@barstoolsports) September 6, 2020 McCown spilaði þrjá leiki með Philadelphia Eagles í fyrra og var í byrjunarliði New York Jets fyrir tveimur tímabilum síðan. Hann er mjög víðförull og hefur mikla reynslu að því að koma sér inn í hlutina hjá nýjum liðum. Á ferlinum hefur McCown farið frá Arizona til Detroit til Oakland til Miami til Carolina til Hartford Colonials í United Football League til San Francisco til Chicago til Tampa Bay til Cleveland og loks til New York Jets. Philadelphia Eagles þarf líka að borga fyrir þessa þjónustu því Josh McCown mun fá 12 þúsund Bandaríkjadali á viku eða 1,7 milljónir íslenskra króna. Það er ekki slæmt kaup. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Reynsluboltinn Josh McCown er kominn í nýtt hlutverk í NFL-deildinni en hann er búinn að semja við eitt lið deildarinnar á óvenjulegan hátt. Philadelphia Eagles hefur nefnilega gert samning við þennan 41 árs gamla leikstjórnanda um að hann verði á bakvakt á þessu NFL-tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur. Það er mikil óvissa uppi í NFL-deildinni vegna kórónuveirunnar og leikmenn geta nú dottið út með engum fyrirvara. Philadelphia Eagles vill hafa varann á og býr að því að Josh McCown var hjá félaginu í fyrra og þekkir því vel til sóknarskipulags liðsins. More on the Eagles making 41-year-old Josh McCown - who will live in Texas, make $12,000 per week and serve as the team s emergency QB - the oldest practice squad player in NFL history:https://t.co/CgJT8MDtJ7— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 6, 2020 Það sem gerir þetta mjög sérstakt er að Josh McCown býr ekki í Philadelphia heldur í Texas sem er í meira en þriggja klukkutíma flugferð í burtu. Hann verður því ekki í kringum liðið nema að það komi útkall. Philadelphia Eagles ætlar að leyfa honum að búa áfram í Texas en það verður fylgst vel með því að hann haldi sér í góðu formi. Josh McCown verður því til taks ef leikstjórnendur Eagles detta skyndilega út vegna COVID-19 smits. Josh McCown verður samt sem áður elsti leikmaðurinn sem fær samning til að vera hluti af æfingaliði NFL-liðs. Best Job In Sports: Josh McCown Will Make $12,000 A Week To Live In Texas While On The Eagles Practice Squad https://t.co/NZJqQuJ8zn pic.twitter.com/pyBcTWvYjO— Barstool Sports (@barstoolsports) September 6, 2020 McCown spilaði þrjá leiki með Philadelphia Eagles í fyrra og var í byrjunarliði New York Jets fyrir tveimur tímabilum síðan. Hann er mjög víðförull og hefur mikla reynslu að því að koma sér inn í hlutina hjá nýjum liðum. Á ferlinum hefur McCown farið frá Arizona til Detroit til Oakland til Miami til Carolina til Hartford Colonials í United Football League til San Francisco til Chicago til Tampa Bay til Cleveland og loks til New York Jets. Philadelphia Eagles þarf líka að borga fyrir þessa þjónustu því Josh McCown mun fá 12 þúsund Bandaríkjadali á viku eða 1,7 milljónir íslenskra króna. Það er ekki slæmt kaup.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira