Hagræðingarkrafa á óvissutímum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. september 2020 15:00 Hlutverk Reykjavíkurborgar er að standa ávallt vörð um og gæta að velferð borgarbúa og ekki síst við þær aðstæður sem nú eru uppi. Engu að síður á nú að klípa af velferðinni þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem uppi eru vegna COVID-19. Velferðar, skóla og frístundasviði er ætlað að skera niður og hagræða um 0.5%. Í greinargerð með tillögu að rammaúthlutun segir borgarstjóri að ekki skuli, við þessar aðstæður, fara í niðurskurðtil þess að koma rekstri borgarinnar í jafnvægi. Borgarstjóri er sem sagt í mótsögn við sjálfan sig. Í velferðarráði þar sem ég sit sem aðalfulltrúi hef ég mótmælt þessu harðlega og kvatt velferðarráð og velferðarsvið að sætta sig ekki við hagræðingarkröfuna né nokkurn annan niðurskurð hvaða nöfnum sem hann kann að nefnast. Velferðarráð ber að standa vörð um velferð og vellíðan borgarbúa fyrst og síðast. Grunnþarfir borgaranna og vellíðan þeirra ekki hvað síst í þessum sérstökum aðstæðum se nú ríkja á að vera yfir alla pólitík hafin. Hagræðing núna er líkleg til að koma beint niður á þjónustunni. Ef eitthvað er þá ætti að bæta í til að tryggja að grunnþjónustan gangi hnökralaust. Sannarlega er heldur ekki tíminn til að hækka gjaldskrár aðrar en þær sem lúta að bættum launum þeirra lægst launuðu. Engu að síður stendur til að gera það þrátt fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi mælst til, í ályktun sinni dags. 27. mars 2020, að haldið yrði aftur af öllum gjaldskrárhækkunum. Rekstur borgarinnar lengi verið undir væntingum Rekstur ýmissa málaflokka í Reykjavík hefur ekki gengið nógu vel. Það á helst við um þá málaflokka sem snúa að fagþjónustu við börn, eldri borgara, öryrkja og fátækt fólk. Ég vil minna „meirihlutann“ á loforðin sem standa í Meirihlutasáttmála þeirra. Þar segir m.a. eftirfarandi: Við ætlum að fara í markvissar aðgerðir til að draga úr kvíða barna á grunnskólaaldri, með heilsueflingu og með því að tryggja nauðsynlega sálfræðiþjónustu, til dæmis með endurskipulagningu þjónustunnar og í samstarfi við heilsugæslu (Úr Meirihlutasáttmála) Þetta hefur ekki gengið eftir. Biðlistar barna í flesta þjónustu hafa haldið áfram að lengjast síðustu misserin. Ekki er búið að formfesta samstarf við Þroska- og hegðunarstöð og heilsugæslu eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til í borgarstjórn 21. apríl sl. Milli 600 og 700 börn bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu fagaðila skóla, einna helst sálfræðiþjónustu. Tilvísanir til skólasálfræðinga munu aukast enn frekar nú á haustmisseri enda varð snörp fækkun í vor vegna röskunar á skólastarfi. Nýlega var afgreiddur sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar. Hann sýnir eins og búast mátti við að afkoma borgarinnar hefur stórversnað. Borgin var engan veginn nógu vel undirbúin til að mæta áfalli sem COVID-19 er, alla vega ekki þegar horft er til skuldastöðunnar. Auknar lántökur eru um 11 ma.kr. og hafa skuldir aukist um 33 ma.kr. á sl. 6 mánuðum. Í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jók borgin skuldir. Afkoma dótturfyrirtækja versnaði einnig. Í fjárhagsáætlun segir að mæta eigi tímabundnu tekjufalli með enn meiri lántöku. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvar varasjóður borgarinnar sé? Til hvers að eiga varasjóð ef ekki á að nota hann við svo fordæmalausar aðstæður sem nú ríkja? Fram kemur í greinargerð með fjárhagsáætlun að rýna á spár um fjárhagsaðstoð og gera áætlanir um að vinna komi í stað bóta. Flokkur fólksins minnir á að nú er atvinnuleysi í sögulegu hámarki vegna fjöldauppsagna fyrirtækja sem eru afleiðing COVID. Fólk er ekki á bótum af því það nennir ekki að vinna! Málið er að það er litla sem enga nýja vinnu að hafa. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hlutverk Reykjavíkurborgar er að standa ávallt vörð um og gæta að velferð borgarbúa og ekki síst við þær aðstæður sem nú eru uppi. Engu að síður á nú að klípa af velferðinni þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem uppi eru vegna COVID-19. Velferðar, skóla og frístundasviði er ætlað að skera niður og hagræða um 0.5%. Í greinargerð með tillögu að rammaúthlutun segir borgarstjóri að ekki skuli, við þessar aðstæður, fara í niðurskurðtil þess að koma rekstri borgarinnar í jafnvægi. Borgarstjóri er sem sagt í mótsögn við sjálfan sig. Í velferðarráði þar sem ég sit sem aðalfulltrúi hef ég mótmælt þessu harðlega og kvatt velferðarráð og velferðarsvið að sætta sig ekki við hagræðingarkröfuna né nokkurn annan niðurskurð hvaða nöfnum sem hann kann að nefnast. Velferðarráð ber að standa vörð um velferð og vellíðan borgarbúa fyrst og síðast. Grunnþarfir borgaranna og vellíðan þeirra ekki hvað síst í þessum sérstökum aðstæðum se nú ríkja á að vera yfir alla pólitík hafin. Hagræðing núna er líkleg til að koma beint niður á þjónustunni. Ef eitthvað er þá ætti að bæta í til að tryggja að grunnþjónustan gangi hnökralaust. Sannarlega er heldur ekki tíminn til að hækka gjaldskrár aðrar en þær sem lúta að bættum launum þeirra lægst launuðu. Engu að síður stendur til að gera það þrátt fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi mælst til, í ályktun sinni dags. 27. mars 2020, að haldið yrði aftur af öllum gjaldskrárhækkunum. Rekstur borgarinnar lengi verið undir væntingum Rekstur ýmissa málaflokka í Reykjavík hefur ekki gengið nógu vel. Það á helst við um þá málaflokka sem snúa að fagþjónustu við börn, eldri borgara, öryrkja og fátækt fólk. Ég vil minna „meirihlutann“ á loforðin sem standa í Meirihlutasáttmála þeirra. Þar segir m.a. eftirfarandi: Við ætlum að fara í markvissar aðgerðir til að draga úr kvíða barna á grunnskólaaldri, með heilsueflingu og með því að tryggja nauðsynlega sálfræðiþjónustu, til dæmis með endurskipulagningu þjónustunnar og í samstarfi við heilsugæslu (Úr Meirihlutasáttmála) Þetta hefur ekki gengið eftir. Biðlistar barna í flesta þjónustu hafa haldið áfram að lengjast síðustu misserin. Ekki er búið að formfesta samstarf við Þroska- og hegðunarstöð og heilsugæslu eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til í borgarstjórn 21. apríl sl. Milli 600 og 700 börn bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu fagaðila skóla, einna helst sálfræðiþjónustu. Tilvísanir til skólasálfræðinga munu aukast enn frekar nú á haustmisseri enda varð snörp fækkun í vor vegna röskunar á skólastarfi. Nýlega var afgreiddur sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar. Hann sýnir eins og búast mátti við að afkoma borgarinnar hefur stórversnað. Borgin var engan veginn nógu vel undirbúin til að mæta áfalli sem COVID-19 er, alla vega ekki þegar horft er til skuldastöðunnar. Auknar lántökur eru um 11 ma.kr. og hafa skuldir aukist um 33 ma.kr. á sl. 6 mánuðum. Í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jók borgin skuldir. Afkoma dótturfyrirtækja versnaði einnig. Í fjárhagsáætlun segir að mæta eigi tímabundnu tekjufalli með enn meiri lántöku. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvar varasjóður borgarinnar sé? Til hvers að eiga varasjóð ef ekki á að nota hann við svo fordæmalausar aðstæður sem nú ríkja? Fram kemur í greinargerð með fjárhagsáætlun að rýna á spár um fjárhagsaðstoð og gera áætlanir um að vinna komi í stað bóta. Flokkur fólksins minnir á að nú er atvinnuleysi í sögulegu hámarki vegna fjöldauppsagna fyrirtækja sem eru afleiðing COVID. Fólk er ekki á bótum af því það nennir ekki að vinna! Málið er að það er litla sem enga nýja vinnu að hafa. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun