Heilbrigðisþjónusta í heimsfaraldri Unnur Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 11:30 Þann 8. september ár hvert fagna sjúkraþjálfarar um allan heim Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar og vekja athygli á mikilvægi sjúkraþjálfunar í heilbrigðisþjónustunni. Í ár er fagnað í skugga heimsfaraldurs, sem hefur sett mark sitt á heilbrigðiskerfi allra landa, en einnig orðið til þess að fjölmargir átta sig á þeirri þekkingu sem sjúkraþjálfarar búa yfir þegar kemur að meðferð á meðan alvarlegum veikindum stendur og endurhæfingu eftir slík veikindi. Sjúkraþjálfarar eru ekki einungis hluti af því teymi sem bjargar mannslífum. Sjúkraþjálfarar eru einnig hluti af því teymi sem færir fólki lífsgæði þess til baka og leitast við að tryggja fólki heilbrigt og sjálfstætt líf eftir föngum. Í því samhengi er bent á leiðbeiningar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara, www.physio.is. Við þær aðstæður sem upp koma í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri er að mörgu að huga. Fyrst og fremst þarf að leitast við að varna því að fólk veikist og sinna þeim sem veikjast. En svo er öll önnur starfsemi heilbrigðiskerfisins sem þarf að huga að og halda gangandi. Í þeirri lokun sem varð sl. vor kom berlega í ljós hversu regluleg meðferð sjúkraþjálfara er mörgum mikilvæg. Fjölmargir skjólstæðingar sjúkraþjálfara, s.s. aldraðir og fatlaðir urðu fyrir færni- og lífgæðaskerðingu á meðan á lokun stóð og margir hverjir njóta enn skertrar þjónustu. Því er afar brýnt að allir taki höndum saman um sóttvarnir í samvinnu við almannavarnir, þannig að ekki þurfi að koma aftur til lokana af því tagi sem urðu í vor og að leitað verði allra leiða til að öll venjubundin þjónusta heilbrigðiskerfis virki sem skildi. Ljósi punkturinn er að heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar opnuðu á möguleika til fjarsjúkraþjálfunar, sem rætt hefur verið um lengi. Sjúkraþjálfarar brugðust skjótt við og nýttu sér þennan nýja möguleika eins og hægt var, og er það vel. Þessa þjónustu þarf að þróa og efla til framtíðar, enda mikið framfaraspor ef vel tekst til. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Þann 8. september ár hvert fagna sjúkraþjálfarar um allan heim Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar og vekja athygli á mikilvægi sjúkraþjálfunar í heilbrigðisþjónustunni. Í ár er fagnað í skugga heimsfaraldurs, sem hefur sett mark sitt á heilbrigðiskerfi allra landa, en einnig orðið til þess að fjölmargir átta sig á þeirri þekkingu sem sjúkraþjálfarar búa yfir þegar kemur að meðferð á meðan alvarlegum veikindum stendur og endurhæfingu eftir slík veikindi. Sjúkraþjálfarar eru ekki einungis hluti af því teymi sem bjargar mannslífum. Sjúkraþjálfarar eru einnig hluti af því teymi sem færir fólki lífsgæði þess til baka og leitast við að tryggja fólki heilbrigt og sjálfstætt líf eftir föngum. Í því samhengi er bent á leiðbeiningar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara, www.physio.is. Við þær aðstæður sem upp koma í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri er að mörgu að huga. Fyrst og fremst þarf að leitast við að varna því að fólk veikist og sinna þeim sem veikjast. En svo er öll önnur starfsemi heilbrigðiskerfisins sem þarf að huga að og halda gangandi. Í þeirri lokun sem varð sl. vor kom berlega í ljós hversu regluleg meðferð sjúkraþjálfara er mörgum mikilvæg. Fjölmargir skjólstæðingar sjúkraþjálfara, s.s. aldraðir og fatlaðir urðu fyrir færni- og lífgæðaskerðingu á meðan á lokun stóð og margir hverjir njóta enn skertrar þjónustu. Því er afar brýnt að allir taki höndum saman um sóttvarnir í samvinnu við almannavarnir, þannig að ekki þurfi að koma aftur til lokana af því tagi sem urðu í vor og að leitað verði allra leiða til að öll venjubundin þjónusta heilbrigðiskerfis virki sem skildi. Ljósi punkturinn er að heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar opnuðu á möguleika til fjarsjúkraþjálfunar, sem rætt hefur verið um lengi. Sjúkraþjálfarar brugðust skjótt við og nýttu sér þennan nýja möguleika eins og hægt var, og er það vel. Þessa þjónustu þarf að þróa og efla til framtíðar, enda mikið framfaraspor ef vel tekst til. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun