Kári segir enska liðið ofmetið: „Belgía er annað dýr að eiga við“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2020 18:11 Kári Árnason biðlar til dómarans eftir að víti var dæmt á Ísland sem reyndist ráða úrslitum í leiknum við England. vísir/hulda margrét „Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. Þetta segir Kári í viðtali sem birtist í upphitunarþætti á Stöð 2 Sport fyrir leikinn sem hefst þar í beinni útsendingu kl. 18.45. Erik Hamrén ákvað að taka Kára ekki með til Belgíu en hann átti frábæran leik í 1-0 tapinu gegn Englandi á laugardag. Búast má við enn erfiðari leik í kvöld: „Mér hefur alltaf þótt enska landsliðið frekar ofmetið. Þeir eru með nokkra leikmenn á heimsmælikvarða, en Belgarnir eru nánast með menn á heimsmælikvarða í hverri stöðu. Englendingarnir eru góðir, þetta er frábært lið og allt það, en þeir eru svolítið talaðir upp á sama standard og Þýskaland, Frakkland, Spánn og Belgía, en eru ekki alveg þar. Þeir eru skrefi neðar. Belgía er annað dýr að eiga við,“ segir Kári. „Þeir eru með miðju sem er með svo gríðarleg gæði í að finna sendingar inn fyrir varnir,“ bætir hann við en innslagið má sjá hér að neðan. Leikirnir við Belgíu og England í Þjóðadeildinni eru jafnframt mikilvægur undirbúningur fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu 8. október. Ísland er án margra lykilmanna frá síðustu árum í kvöld en Kári vonar að staðan verði önnur eftir mánuð. Má vera leiðinlegt og ljótt ef við vinnum Rúmeníu „Rúmenía er hörkulið sem var að vinna Austurríki 3-2. Þetta verður erfitt, en vonandi sjá menn sér fært að mæta og vonandi eru sem flestir klárir. Það var líka hellingur af strákum sem stimpluðu sig inn í leiknum á móti Englandi og það er erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið. Menn áttu stórleiki þarna inni á milli, og það verður mjög áhugavert hvernig það kemur út. En við viljum hafa sem flesta tilbúna, sem flesta af okkar burðarásum klára í þetta, og þá getur allt gerst, sérstaklega á heimavelli. Ég myndi vilja sjá liðið liggja svolítið til baka á móti Rúmenum, án þess að gefa neitt út, verjast vel og beita skyndisóknum og föstum leikatriðum til að vinna þann leik. Lykilatriðið er að vinna leikinn. Oft þegar við höfum verið mikið með boltann þá hefur þetta orðið svolítið erfitt, þá opnast fyrir skyndisóknamöguleika andstæðingsins. Ég held að þetta væri góð leið til að tækla þennan leik. Við þurfum bara að klára þennan leik, hversu leiðinlegt eða ljótt sem þetta verður,“ segir Kári, og ítrekar að hann sé ánægður með margt sem sást í Englandsleiknum: „Það var kominn tími til að menn sýndu hvað í þeim býr í alvöru leik á móti alvöru liði. Það er ekki nóg að spila vel á móti liðum sem eru töluvert neðar en við á styrkleikalistanum. Að geta skilað varnarvinnu í 90 mínútur er bara lykilatriði í þessum fótbolta.“ Klippa: Kári Árna í upphitunarþætti fyrir Belgíuleik Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
„Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. Þetta segir Kári í viðtali sem birtist í upphitunarþætti á Stöð 2 Sport fyrir leikinn sem hefst þar í beinni útsendingu kl. 18.45. Erik Hamrén ákvað að taka Kára ekki með til Belgíu en hann átti frábæran leik í 1-0 tapinu gegn Englandi á laugardag. Búast má við enn erfiðari leik í kvöld: „Mér hefur alltaf þótt enska landsliðið frekar ofmetið. Þeir eru með nokkra leikmenn á heimsmælikvarða, en Belgarnir eru nánast með menn á heimsmælikvarða í hverri stöðu. Englendingarnir eru góðir, þetta er frábært lið og allt það, en þeir eru svolítið talaðir upp á sama standard og Þýskaland, Frakkland, Spánn og Belgía, en eru ekki alveg þar. Þeir eru skrefi neðar. Belgía er annað dýr að eiga við,“ segir Kári. „Þeir eru með miðju sem er með svo gríðarleg gæði í að finna sendingar inn fyrir varnir,“ bætir hann við en innslagið má sjá hér að neðan. Leikirnir við Belgíu og England í Þjóðadeildinni eru jafnframt mikilvægur undirbúningur fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu 8. október. Ísland er án margra lykilmanna frá síðustu árum í kvöld en Kári vonar að staðan verði önnur eftir mánuð. Má vera leiðinlegt og ljótt ef við vinnum Rúmeníu „Rúmenía er hörkulið sem var að vinna Austurríki 3-2. Þetta verður erfitt, en vonandi sjá menn sér fært að mæta og vonandi eru sem flestir klárir. Það var líka hellingur af strákum sem stimpluðu sig inn í leiknum á móti Englandi og það er erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið. Menn áttu stórleiki þarna inni á milli, og það verður mjög áhugavert hvernig það kemur út. En við viljum hafa sem flesta tilbúna, sem flesta af okkar burðarásum klára í þetta, og þá getur allt gerst, sérstaklega á heimavelli. Ég myndi vilja sjá liðið liggja svolítið til baka á móti Rúmenum, án þess að gefa neitt út, verjast vel og beita skyndisóknum og föstum leikatriðum til að vinna þann leik. Lykilatriðið er að vinna leikinn. Oft þegar við höfum verið mikið með boltann þá hefur þetta orðið svolítið erfitt, þá opnast fyrir skyndisóknamöguleika andstæðingsins. Ég held að þetta væri góð leið til að tækla þennan leik. Við þurfum bara að klára þennan leik, hversu leiðinlegt eða ljótt sem þetta verður,“ segir Kári, og ítrekar að hann sé ánægður með margt sem sást í Englandsleiknum: „Það var kominn tími til að menn sýndu hvað í þeim býr í alvöru leik á móti alvöru liði. Það er ekki nóg að spila vel á móti liðum sem eru töluvert neðar en við á styrkleikalistanum. Að geta skilað varnarvinnu í 90 mínútur er bara lykilatriði í þessum fótbolta.“ Klippa: Kári Árna í upphitunarþætti fyrir Belgíuleik
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00
Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30
De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28
Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19
Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00