Hamrén: Hefðum þurft að vera þéttari og samheldnari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2020 21:03 Erik Hamrén var nokkuð súr eftir leik. MYND/STÖÐ 2 SPORT Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. „Við byrjuðum mjög vel. Hólmbert fékk gott færi þegar hann skallar yfir en þeir eru mjög góðir og við áttum í vandræðum með þá. Sérstaklega þegar við lentum í einn á einn stöðu út á velli, þeir eru mjög góðir í þeim stöðum. Þegar við höfum ekki orku í að komast í tveir á einn stöðu varnarlega þá erum við í vandræðum,“ sagði Hamrén um leik kvöldsins í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hamrén vildi ekki gagnrýna leikmenn sína um og of eftir 5-1 Íslands gegn Belgíu ytra. Án margra lykilmanna var róðurinn alltaf þungur en íslenska liðið byrjaði af krafti. Hamrén var sáttur með það en svo missti íslenska liðið orku og kraft þegar leið á leikinn. Fyrstu tvö mörk Belga voru nokkuð svekkjandi en í bæði skiptin kom aðstoðardómarinn mikið við sögu. Hann dæmdi fyrsta markið þar sem sást illa hvort boltinn væri inni eður ei í sjónvarpsútsendingu. Í öðru markinu var eins og Michy Batshuayi væri mögulega rangstæður. „Ég hef ekki séð það aftur. Ég treysti aðstoðardómaranum fullkomlega til að taka rétta ákvörðun,“ sagði Hamrén. „Ég fékk mikið af svörum í kvöld. Sum þeirra jákvæð og önnur neikvæð. Það er líka ástæðan fyrir að við gerðum breytingar, við vildum sjá ákveðna leikmenn spila og eins og ég sagði þá fengum við svör,“ sagði Hamrén einnig um leik kvöldsins og breytingarnar á íslenska liðinu. „Leikurinn er alltaf 90 mínútur og við æfum til að spila í 90 mínútur. Við verðum samt að horfast í augu við það að þeir eru betri en við. Þeir eru efstir á heimslistanum, við þurftum því að hlaupa mikið og höfðum ekki orku eða kraft til að verjast fyrir hvorn annan allan leikinn.“ „Við hefðum þurftum að vera þéttari og samheldnari líkt og gegn Englandi. Munurinn er að Belgar hreyfa boltann mun hraðar og það verður miklu erfiðara að verja svæðið fyrir framan markið,“ sagði Hamrén um síðari hálfleikinn í dag. Að lokum var Hamrén spurður út í stöðu liðsins fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu: „Við höfum átt góð augnablik og önnur ekki jafn góð. Við erum að spila við tvö af toppliðunum í heiminum. Það er samt aldrei gott að tapa stórt, það er ljóst. Það er ekki gott fyrir hjartað né sjálfstraustið en Belgar voru einfaldlega betri en við, það verður að viðurkennast. Við tökum samt þessa hluti með okkur inn í október en það er mikilvægasti leikurinn, umspilið.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira
Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. „Við byrjuðum mjög vel. Hólmbert fékk gott færi þegar hann skallar yfir en þeir eru mjög góðir og við áttum í vandræðum með þá. Sérstaklega þegar við lentum í einn á einn stöðu út á velli, þeir eru mjög góðir í þeim stöðum. Þegar við höfum ekki orku í að komast í tveir á einn stöðu varnarlega þá erum við í vandræðum,“ sagði Hamrén um leik kvöldsins í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hamrén vildi ekki gagnrýna leikmenn sína um og of eftir 5-1 Íslands gegn Belgíu ytra. Án margra lykilmanna var róðurinn alltaf þungur en íslenska liðið byrjaði af krafti. Hamrén var sáttur með það en svo missti íslenska liðið orku og kraft þegar leið á leikinn. Fyrstu tvö mörk Belga voru nokkuð svekkjandi en í bæði skiptin kom aðstoðardómarinn mikið við sögu. Hann dæmdi fyrsta markið þar sem sást illa hvort boltinn væri inni eður ei í sjónvarpsútsendingu. Í öðru markinu var eins og Michy Batshuayi væri mögulega rangstæður. „Ég hef ekki séð það aftur. Ég treysti aðstoðardómaranum fullkomlega til að taka rétta ákvörðun,“ sagði Hamrén. „Ég fékk mikið af svörum í kvöld. Sum þeirra jákvæð og önnur neikvæð. Það er líka ástæðan fyrir að við gerðum breytingar, við vildum sjá ákveðna leikmenn spila og eins og ég sagði þá fengum við svör,“ sagði Hamrén einnig um leik kvöldsins og breytingarnar á íslenska liðinu. „Leikurinn er alltaf 90 mínútur og við æfum til að spila í 90 mínútur. Við verðum samt að horfast í augu við það að þeir eru betri en við. Þeir eru efstir á heimslistanum, við þurftum því að hlaupa mikið og höfðum ekki orku eða kraft til að verjast fyrir hvorn annan allan leikinn.“ „Við hefðum þurftum að vera þéttari og samheldnari líkt og gegn Englandi. Munurinn er að Belgar hreyfa boltann mun hraðar og það verður miklu erfiðara að verja svæðið fyrir framan markið,“ sagði Hamrén um síðari hálfleikinn í dag. Að lokum var Hamrén spurður út í stöðu liðsins fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu: „Við höfum átt góð augnablik og önnur ekki jafn góð. Við erum að spila við tvö af toppliðunum í heiminum. Það er samt aldrei gott að tapa stórt, það er ljóst. Það er ekki gott fyrir hjartað né sjálfstraustið en Belgar voru einfaldlega betri en við, það verður að viðurkennast. Við tökum samt þessa hluti með okkur inn í október en það er mikilvægasti leikurinn, umspilið.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira
Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45
Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57
Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53