Sexsomnia: Svefnröskunin sem fæstir vilja tala um Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. september 2020 21:00 Erla Björnsdóttir svefnráðgjafi skilgreinir svefnröskunina Sexomnia og talar um þær flóknu aðstæður og tilfinningar sem fylgja röskuninni. Vilhelm/Visir „Fólk vill ekki segja frá þessu og því er mjög mikilvægt að opna umræðuna að mínu mati. Einstaklingar líða oft miklar sálarkvalir og halda jafnvel að það sé eitthvað mikið að þar sem maki eða bólfélagi upplifir eins og manneskjan sé vakandi þegar hún er í þessu ástandi.“ Þetta segir Erla Björnsdóttir um svefnröskunina Sexsomnia í viðtali við Makamál. Erla Björnsdóttir er stofnandi og stjórnarformaður Betri svefns en hún lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn en hún lauk doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Hver er skilgreiningin á röskuninni Sexsomnia? „Kynlíf eða kynferðisleg hegðun í svefni (Sleepsex) heitir á fræðimálinu Sexsomnia. Þetta lýsir sér þannig að manneskja sýnir kynferðislega tilburði eða kynferðislega hegðun í svefni sem hún man ekki eftir þegar hún vaknar.“ Þessi hegðun gerist í djúpsvefni og því yfirleitt fyrripart nætur eða einum til tveimur tímum eftir að manneskjan sofnar. Þessi svefnröskun er að sögn Erlu hluti af Parasomnia sem er hattur yfir svefnraskanir sem gerast í djúpsvefni, eins og að tala í svefni og ganga í svefni. Jafnframt segir hún ekki óalgengt að þeir sem eru haldnir Sexsomnia hafi einnig aðrar tegundir af svefnröskunum undir þessum sama hatti. „Sexsomnia getur líka tengst öðrum svefnröskunum eins og kæfisvefni eða fótaóeirð og eru fleiri með þær raskanir sem eru haldnir Sexomnia.“ Árið 2013 var Sexsomnia fyrst viðurkennd sem svefnröskun og bætt við sem hluta af DSM greiningakerfinu og segir Erla því rannsóknir á þessari röskun ekki vera jafn langt á veg komnar eins og á öðrum svefnröskunum sem hafa verið þekktar í lengri tíma. „Á þeim svefnráðstefnum sem ég hef sótt er þó alltaf verið að fjalla meira og meira um Sexsomnia og greinilegt að það er byrjað að veita henni meiri athygli og rannsaka meira.“ Er vitað hvað það er sem líffræðilega veldur þessari röskun? „Líkt og með aðrar parasomniur þá virðast vera einhverjar truflanir á starfsemi miðtaugakerfis í djúpsvefni sem meðal annars leiða til uppvaknana sem viðkomandi man ekki eftir (confusion arousal). Það þarf þó að rannsaka þessa röskun mun betur til að álykta hvað veldur þessu líffræðilega.“ Rannsóknir hafa sýnt um 8% tíðni af þessum svefnsjúkdómi inná svefnklíníkum en það má gera ráð fyrir því að tíðnin þar sé hærri en tíðnin úti í samfélaginu. Að sama skapi segir Erla að erfitt sé að segja til um algengni röskunarinnar úti í samfélaginu vegna þeirrar miklu skömm sem henni getur fylgt. Mikil skömm virðist fylgja þeim einstaklingum sem hafa þessa röskun að sögn Erlu og getur því verið erfitt að sjá hver raunveruleg tíðni röskunarinnar sé í samfélaginu. Vilhelm/Visir „Fólk vill ekki segja frá þessu og því er mjög mikilvægt að opna þessa umræðu að mínu mati. Einstaklingar líða oft miklar sálarkvalir og halda jafnvel að það sé eitthvað mikið að þar sem maki eða bólfélagi upplifir eins og manneskjan sé vakandi þegar hún er í þessu ástandi. Það er því erfitt að átta sig á því hver raunverulega tíðnin er úti í samfélaginu, bæði vegna skammarinnar og hversu nýlega byrjað er að rannsaka hana af einhverri alvöru.“ Hvað er það sem fólk gæti haldið að amaði að þegar það verður vart við þessa hegðun hjá sér? „Það er erfitt að segja til um það en fólk gæti tengt þetta við einhverja geðsjúkdóma þó að það sé í raun ekkert sem bendi til þess.“ Þetta eru flóknar tilfinningar að takast á við og erfitt fyrir fólk að átta sig á því hvað er að gerast, svo að það er því ekki skrítið að það tengi þetta jafnvel við einhverja geðsjúkdóma eða geðraskanir. Þú nefnir það að fólk sé sofandi þegar það er í þessum kynferðislegu athöfnum en maki eða bólfélagi upplifi eins og manneskjan sé vakandi, getur þú útskýrt þetta aðeins nánar? „Líkt og þegar fólk gengur í svefni eða talar í svefni er það oft með augun opin og virkar eins og það sé hálf vakandi, það er eins með þessa röskun. Fólk er í kynferðislegum athöfnum með opin augun en er í svefnástandi og því eðlilegt að maki eða bólfélagi haldi að viðkomandi sé vakandi. En oft er það þetta fjarræna augnaráð eins og þegar þú sérð einhvern ganga í svefni.“ Er hægt að vekja fólk í þessu ástandi? „Já, það er hægt að vekja fólk en það verður yfirleitt mjög ringlað og illa áttað og veit ekki hvað er í gangi. Það er ekkert endilega kynferðislega æst og vill þá ekki halda áfram leiknum svo að eðlilega geta þetta verið mjög ruglandi aðstæður fyrir báða aðila. Þegar maki eða bólfélagi veit af þessu er mjög mikilvægt að vekja manneskjuna.“ Hvað myndir þú ráðleggja fólki sem grunar að það sé haldið þessari röskun eða hefur upplifað þessa hegðun hjá sjálfum sér og þorir ekki að tala um hana? „Ég myndi alltaf ráðleggja viðkomandi að leita sér hjálpar hjá svefnsérfræðingum. Skoða vel söguna sína og fá ráðleggingar og hjálp við að segja frá þessu því það er mjög mikilvægt að einstaklingar þori að ræða þetta. Ef þú ert haldin/-n þessari röskun og lendir í þeim aðstæðum að sofa við hliðina á manneskju sem er ekki maki eða bólfélagi þá þarftu að geta rætt þetta og gera viðeigandi ráðstafanir.“ Erla ráðleggur öllum þeim sem hafa reynslu af þessari hegðun að leita sér ráðgjafar hjá fagaðilum. Getty Þegar fólk leitar sér aðstoðar vegna þessarar hegðunar, segir Erla mikilvægt að skoðað sé ítarlega hvort og hvaða undirliggjandi þættir gætu kallað fram þessa hegðun. Streita, kvíði og andlegt álag, svefnskortur, neysla áfengis og vímuefna eru þættir sem auka líkurnar á því að þessi hegðun komi fram hjá þessum einstaklingum og því er nauðsynlegt að hugsa vel um sig og huga vel að svefnrútínunni. „Það er hægt að skoða vel þá hluti til að halda þessu niðri. Hlutir eins og reglubundinn svefn og heilbrigður lífsstíll skiptir þar líka miklu máli.“ Sexsomnia getur verið á mörgum stigum að sögn Erlu og mjög misjafnt hvað þessi hegðun getur komið oft fram hjá fólki. „Sem dæmi virðist þessi svefnröskun vera algengari hjá karlmönnum og birtingarmyndin hjá kynjunum virðist líka vera aðeins ólík. Það er algengara að karlmenn fari í það að stunda samfarir í þessu svefnástandi á meðan konur eru líklegri til að stunda sjálfsfróun og gefa frá sér kynferðisleg hljóð. Þó er ekkert hægt að alhæfa um það og auðvitað geta bæði kynin upplifað allan skalann.“ Nýjar svefnaðstæður og ferðalög, segir Erla að geti einnig verið þættir sem ýti undir þessa hegðun hjá fólki sem er haldið Sexsomnia og því mikilvægt að gera sér grein fyrir því þegar farið er í nýjar aðstæður. Eitt af því sem er mjög erfitt fyrir fólk sem er með þessa röskun er að sofa í nýjum aðstæðum sem það þekkir ekki. Ég hef til dæmis verið með fólk hjá mér sem að getur ekki farið í göngur upp á hálendi því það þarf að sofa í fjallaskála með öðru fólki og það treystir sér hreinlega ekki til þess að sofa í þeim aðstæðum. Ástæðan er sú að í nýjum aðstæðum fylgir oft stress og þá er líklegra að öll svona hegðun komi fram. Að lokum ítrekar Erla mikilvægi þess að opna umræðuna um Sexsomnia og átta sig á þessum flóknu aðstæðum og tilfinningum sem geta fylgt henni fyrir alla aðila. „Þetta getur verið mjög viðkvæm umræða og því mikilvægt að fólk sé vel upplýst. Allir þeir sem hafa reynslu af þessu ættu því að leita sér ráðgjafar hjá fagaðila.“ Svefn Kynlíf Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Fólk vill ekki segja frá þessu og því er mjög mikilvægt að opna umræðuna að mínu mati. Einstaklingar líða oft miklar sálarkvalir og halda jafnvel að það sé eitthvað mikið að þar sem maki eða bólfélagi upplifir eins og manneskjan sé vakandi þegar hún er í þessu ástandi.“ Þetta segir Erla Björnsdóttir um svefnröskunina Sexsomnia í viðtali við Makamál. Erla Björnsdóttir er stofnandi og stjórnarformaður Betri svefns en hún lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn en hún lauk doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Hver er skilgreiningin á röskuninni Sexsomnia? „Kynlíf eða kynferðisleg hegðun í svefni (Sleepsex) heitir á fræðimálinu Sexsomnia. Þetta lýsir sér þannig að manneskja sýnir kynferðislega tilburði eða kynferðislega hegðun í svefni sem hún man ekki eftir þegar hún vaknar.“ Þessi hegðun gerist í djúpsvefni og því yfirleitt fyrripart nætur eða einum til tveimur tímum eftir að manneskjan sofnar. Þessi svefnröskun er að sögn Erlu hluti af Parasomnia sem er hattur yfir svefnraskanir sem gerast í djúpsvefni, eins og að tala í svefni og ganga í svefni. Jafnframt segir hún ekki óalgengt að þeir sem eru haldnir Sexsomnia hafi einnig aðrar tegundir af svefnröskunum undir þessum sama hatti. „Sexsomnia getur líka tengst öðrum svefnröskunum eins og kæfisvefni eða fótaóeirð og eru fleiri með þær raskanir sem eru haldnir Sexomnia.“ Árið 2013 var Sexsomnia fyrst viðurkennd sem svefnröskun og bætt við sem hluta af DSM greiningakerfinu og segir Erla því rannsóknir á þessari röskun ekki vera jafn langt á veg komnar eins og á öðrum svefnröskunum sem hafa verið þekktar í lengri tíma. „Á þeim svefnráðstefnum sem ég hef sótt er þó alltaf verið að fjalla meira og meira um Sexsomnia og greinilegt að það er byrjað að veita henni meiri athygli og rannsaka meira.“ Er vitað hvað það er sem líffræðilega veldur þessari röskun? „Líkt og með aðrar parasomniur þá virðast vera einhverjar truflanir á starfsemi miðtaugakerfis í djúpsvefni sem meðal annars leiða til uppvaknana sem viðkomandi man ekki eftir (confusion arousal). Það þarf þó að rannsaka þessa röskun mun betur til að álykta hvað veldur þessu líffræðilega.“ Rannsóknir hafa sýnt um 8% tíðni af þessum svefnsjúkdómi inná svefnklíníkum en það má gera ráð fyrir því að tíðnin þar sé hærri en tíðnin úti í samfélaginu. Að sama skapi segir Erla að erfitt sé að segja til um algengni röskunarinnar úti í samfélaginu vegna þeirrar miklu skömm sem henni getur fylgt. Mikil skömm virðist fylgja þeim einstaklingum sem hafa þessa röskun að sögn Erlu og getur því verið erfitt að sjá hver raunveruleg tíðni röskunarinnar sé í samfélaginu. Vilhelm/Visir „Fólk vill ekki segja frá þessu og því er mjög mikilvægt að opna þessa umræðu að mínu mati. Einstaklingar líða oft miklar sálarkvalir og halda jafnvel að það sé eitthvað mikið að þar sem maki eða bólfélagi upplifir eins og manneskjan sé vakandi þegar hún er í þessu ástandi. Það er því erfitt að átta sig á því hver raunverulega tíðnin er úti í samfélaginu, bæði vegna skammarinnar og hversu nýlega byrjað er að rannsaka hana af einhverri alvöru.“ Hvað er það sem fólk gæti haldið að amaði að þegar það verður vart við þessa hegðun hjá sér? „Það er erfitt að segja til um það en fólk gæti tengt þetta við einhverja geðsjúkdóma þó að það sé í raun ekkert sem bendi til þess.“ Þetta eru flóknar tilfinningar að takast á við og erfitt fyrir fólk að átta sig á því hvað er að gerast, svo að það er því ekki skrítið að það tengi þetta jafnvel við einhverja geðsjúkdóma eða geðraskanir. Þú nefnir það að fólk sé sofandi þegar það er í þessum kynferðislegu athöfnum en maki eða bólfélagi upplifi eins og manneskjan sé vakandi, getur þú útskýrt þetta aðeins nánar? „Líkt og þegar fólk gengur í svefni eða talar í svefni er það oft með augun opin og virkar eins og það sé hálf vakandi, það er eins með þessa röskun. Fólk er í kynferðislegum athöfnum með opin augun en er í svefnástandi og því eðlilegt að maki eða bólfélagi haldi að viðkomandi sé vakandi. En oft er það þetta fjarræna augnaráð eins og þegar þú sérð einhvern ganga í svefni.“ Er hægt að vekja fólk í þessu ástandi? „Já, það er hægt að vekja fólk en það verður yfirleitt mjög ringlað og illa áttað og veit ekki hvað er í gangi. Það er ekkert endilega kynferðislega æst og vill þá ekki halda áfram leiknum svo að eðlilega geta þetta verið mjög ruglandi aðstæður fyrir báða aðila. Þegar maki eða bólfélagi veit af þessu er mjög mikilvægt að vekja manneskjuna.“ Hvað myndir þú ráðleggja fólki sem grunar að það sé haldið þessari röskun eða hefur upplifað þessa hegðun hjá sjálfum sér og þorir ekki að tala um hana? „Ég myndi alltaf ráðleggja viðkomandi að leita sér hjálpar hjá svefnsérfræðingum. Skoða vel söguna sína og fá ráðleggingar og hjálp við að segja frá þessu því það er mjög mikilvægt að einstaklingar þori að ræða þetta. Ef þú ert haldin/-n þessari röskun og lendir í þeim aðstæðum að sofa við hliðina á manneskju sem er ekki maki eða bólfélagi þá þarftu að geta rætt þetta og gera viðeigandi ráðstafanir.“ Erla ráðleggur öllum þeim sem hafa reynslu af þessari hegðun að leita sér ráðgjafar hjá fagaðilum. Getty Þegar fólk leitar sér aðstoðar vegna þessarar hegðunar, segir Erla mikilvægt að skoðað sé ítarlega hvort og hvaða undirliggjandi þættir gætu kallað fram þessa hegðun. Streita, kvíði og andlegt álag, svefnskortur, neysla áfengis og vímuefna eru þættir sem auka líkurnar á því að þessi hegðun komi fram hjá þessum einstaklingum og því er nauðsynlegt að hugsa vel um sig og huga vel að svefnrútínunni. „Það er hægt að skoða vel þá hluti til að halda þessu niðri. Hlutir eins og reglubundinn svefn og heilbrigður lífsstíll skiptir þar líka miklu máli.“ Sexsomnia getur verið á mörgum stigum að sögn Erlu og mjög misjafnt hvað þessi hegðun getur komið oft fram hjá fólki. „Sem dæmi virðist þessi svefnröskun vera algengari hjá karlmönnum og birtingarmyndin hjá kynjunum virðist líka vera aðeins ólík. Það er algengara að karlmenn fari í það að stunda samfarir í þessu svefnástandi á meðan konur eru líklegri til að stunda sjálfsfróun og gefa frá sér kynferðisleg hljóð. Þó er ekkert hægt að alhæfa um það og auðvitað geta bæði kynin upplifað allan skalann.“ Nýjar svefnaðstæður og ferðalög, segir Erla að geti einnig verið þættir sem ýti undir þessa hegðun hjá fólki sem er haldið Sexsomnia og því mikilvægt að gera sér grein fyrir því þegar farið er í nýjar aðstæður. Eitt af því sem er mjög erfitt fyrir fólk sem er með þessa röskun er að sofa í nýjum aðstæðum sem það þekkir ekki. Ég hef til dæmis verið með fólk hjá mér sem að getur ekki farið í göngur upp á hálendi því það þarf að sofa í fjallaskála með öðru fólki og það treystir sér hreinlega ekki til þess að sofa í þeim aðstæðum. Ástæðan er sú að í nýjum aðstæðum fylgir oft stress og þá er líklegra að öll svona hegðun komi fram. Að lokum ítrekar Erla mikilvægi þess að opna umræðuna um Sexsomnia og átta sig á þessum flóknu aðstæðum og tilfinningum sem geta fylgt henni fyrir alla aðila. „Þetta getur verið mjög viðkvæm umræða og því mikilvægt að fólk sé vel upplýst. Allir þeir sem hafa reynslu af þessu ættu því að leita sér ráðgjafar hjá fagaðila.“
Svefn Kynlíf Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira