Lýsa yfir óvissustigi eftir fágaða netárás á íslenskt fyrirtæki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2020 13:42 CERT-IS hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. Vísir/Getty CERT-IS netöryggisveitin hefur lýst yfir óvissustigi fjarskiptageirans vegna yfirstandandi Rdos netárása á íslensk fyrirtæki. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er yfir slíku óvissustigi hér á landi. Í tilkynningu á vef CERT-IS segir að íslenskt fyrirtæki hafi nýlega orðið fyrir árás af þessu tagi, þ.e. álagsárás sem var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti. Í þeim pósti hafi komið fram að mun stærri árás yrði gerð ef greiðsla bærist ekki fyrir tiltekinn tíma. „DDoS árásin sem íslenska fyrirtækið lenti í var stór, fáguð og stóð yfir í nokkuð langan tíma en þökk sé góðum vörnum og góðum verkferlum varð ekki sjáanlegt útfall á þjónustu fyrirtækisins,“ segir á vef CERT-IS. Þar segir enn fremur að DDoS (Distributed Denial-of-Service) sé tegund af netárás þar sem einstaklingur eða hópur beinir mikilli netumferð inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Umferðin er það mikil að netbúnaður hefur ekki undan að svara henni eða koma áfram þannig að notendur upplifa þjónusturof. RDoS, eða DDoS for Ransom, er tegund slíkra álagsárása þar sem gerð er DDoS árás sem fylgt er eftir með fjárkúgunarpósti. Oftast er hótað stærri árás ef ekki er greidd tiltekin upphæð. Segir enn fremur að uppi séu vísbendingar um að hópurinn sem hótað hafi umræddri árás sé fær um að gera stóra netáras. Því sé ástæða til að taka hótunina alvarlega. „CERT-IS hefur virkjað óvissustig fjarskiptageirans samkvæmt viðbragðsáætlun og mun vera í reglulegu sambandi við helstu fjarskipta- og hýsingarfyrirtæki landsins til að miðla upplýsingum sem tengjast þessum árásum. Þegar óvissustigi er lýst yfir eru haldnir reglulegir fundir milli lykilaðila og staðan metin á hverjum degi hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. Óvissustig verður fellt niður þegar talið er að ekki verði frekari árásir gerðar á íslensk fyrirtæki og stofnanir.“ Nánari upplýsingar má nálgast hér. Tölvuárásir Netglæpir Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
CERT-IS netöryggisveitin hefur lýst yfir óvissustigi fjarskiptageirans vegna yfirstandandi Rdos netárása á íslensk fyrirtæki. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er yfir slíku óvissustigi hér á landi. Í tilkynningu á vef CERT-IS segir að íslenskt fyrirtæki hafi nýlega orðið fyrir árás af þessu tagi, þ.e. álagsárás sem var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti. Í þeim pósti hafi komið fram að mun stærri árás yrði gerð ef greiðsla bærist ekki fyrir tiltekinn tíma. „DDoS árásin sem íslenska fyrirtækið lenti í var stór, fáguð og stóð yfir í nokkuð langan tíma en þökk sé góðum vörnum og góðum verkferlum varð ekki sjáanlegt útfall á þjónustu fyrirtækisins,“ segir á vef CERT-IS. Þar segir enn fremur að DDoS (Distributed Denial-of-Service) sé tegund af netárás þar sem einstaklingur eða hópur beinir mikilli netumferð inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Umferðin er það mikil að netbúnaður hefur ekki undan að svara henni eða koma áfram þannig að notendur upplifa þjónusturof. RDoS, eða DDoS for Ransom, er tegund slíkra álagsárása þar sem gerð er DDoS árás sem fylgt er eftir með fjárkúgunarpósti. Oftast er hótað stærri árás ef ekki er greidd tiltekin upphæð. Segir enn fremur að uppi séu vísbendingar um að hópurinn sem hótað hafi umræddri árás sé fær um að gera stóra netáras. Því sé ástæða til að taka hótunina alvarlega. „CERT-IS hefur virkjað óvissustig fjarskiptageirans samkvæmt viðbragðsáætlun og mun vera í reglulegu sambandi við helstu fjarskipta- og hýsingarfyrirtæki landsins til að miðla upplýsingum sem tengjast þessum árásum. Þegar óvissustigi er lýst yfir eru haldnir reglulegir fundir milli lykilaðila og staðan metin á hverjum degi hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. Óvissustig verður fellt niður þegar talið er að ekki verði frekari árásir gerðar á íslensk fyrirtæki og stofnanir.“ Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Tölvuárásir Netglæpir Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira