Þjálfari Viggós og Elvars með kórónuveiruna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 16:45 Jürgen Schweikardt hefur þjálfað lið TVB Stuttgart frá árinu 2018 og hefur þegar sótt tvo íslenska leikmenn. Getty/Marijan Murat Jürgen Schweikardt, þjálfari TVB Stuttgart í þýsku bundesligunni í handbolta, fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann er með veiruna. Þýska félagið sagði frá þessu á sínum miðlum í dag. Jürgen Schweikardt sýnir engin einkenni en þarf að vera í sóttkví fram í miðja næstu viku. Hann þarf þá að fara í annað próf og má aðeins hitta leikmenn sína aftur ef það er neikvætt. TVB Stuttgart: Coronavirus bremst Jürgen Schweikardt aus https://t.co/ok6mIOJvlJ pic.twitter.com/uoCsSHZGdh— Stuttgarter Zeitung (@StZ_NEWS) September 9, 2020 Elvar Ásgeirsson er að hefja sitt annað tímabil með félaginu en landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson er einn af nýju mönnunum í hópnum. TVB Stuttgart ætlaði að spila æfingaleik á móti HC Erlangen á mánudaginn en þurfti að fresta leiknum eftir að smitið kom upp. Jürgen Schweikardt er fertugur og hefur þjálfað liðið frá árinu 2018. Hann var einnig þjálfari þess frá 2013 til 2015 eða strax eftir að hann lagði skóna á hilluna. Am Montagnachmittag erhielt der TVB Stuttgart vom Labor die Info, dass bei der Pooltestung der aktiv Spielbeteiligten vom Samstag ein Abstrich #positiv auf das #Corona-Virus ausgewertet wurde.Alles Informationen erhalten Sie in der #Pressemitteilung.https://t.co/HesMNv62zC— TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) September 9, 2020 TVB Stuttgart verður því án þjálfar síns í BVG Handball Cup 2020 sem er æfingamót liða af Baden-Württemberg svæðinu og klárast um næstu helgi. Liðin sem eru komin í undanúrslitin auk TVB Stuttgart eru Rhein-Neckar Löwen, Frisch Auf Göppingen og HBW Balingen-Weilstetten. Allir leikmenn og starfsmenn TVB Stuttgart þurfa að fara í kórónuveirupróf í dag til þess að vera viss um að enginn þeirra sé smitaður. Séu allir neikvæðir þá má liðið spila undanúrslitaleik sinn á móti HBW Balingen-Weilstetten á föstudaginn. Rhein-Neckar Löwen og Frisch Auf Göppingen mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Þýski handboltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira
Jürgen Schweikardt, þjálfari TVB Stuttgart í þýsku bundesligunni í handbolta, fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann er með veiruna. Þýska félagið sagði frá þessu á sínum miðlum í dag. Jürgen Schweikardt sýnir engin einkenni en þarf að vera í sóttkví fram í miðja næstu viku. Hann þarf þá að fara í annað próf og má aðeins hitta leikmenn sína aftur ef það er neikvætt. TVB Stuttgart: Coronavirus bremst Jürgen Schweikardt aus https://t.co/ok6mIOJvlJ pic.twitter.com/uoCsSHZGdh— Stuttgarter Zeitung (@StZ_NEWS) September 9, 2020 Elvar Ásgeirsson er að hefja sitt annað tímabil með félaginu en landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson er einn af nýju mönnunum í hópnum. TVB Stuttgart ætlaði að spila æfingaleik á móti HC Erlangen á mánudaginn en þurfti að fresta leiknum eftir að smitið kom upp. Jürgen Schweikardt er fertugur og hefur þjálfað liðið frá árinu 2018. Hann var einnig þjálfari þess frá 2013 til 2015 eða strax eftir að hann lagði skóna á hilluna. Am Montagnachmittag erhielt der TVB Stuttgart vom Labor die Info, dass bei der Pooltestung der aktiv Spielbeteiligten vom Samstag ein Abstrich #positiv auf das #Corona-Virus ausgewertet wurde.Alles Informationen erhalten Sie in der #Pressemitteilung.https://t.co/HesMNv62zC— TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) September 9, 2020 TVB Stuttgart verður því án þjálfar síns í BVG Handball Cup 2020 sem er æfingamót liða af Baden-Württemberg svæðinu og klárast um næstu helgi. Liðin sem eru komin í undanúrslitin auk TVB Stuttgart eru Rhein-Neckar Löwen, Frisch Auf Göppingen og HBW Balingen-Weilstetten. Allir leikmenn og starfsmenn TVB Stuttgart þurfa að fara í kórónuveirupróf í dag til þess að vera viss um að enginn þeirra sé smitaður. Séu allir neikvæðir þá má liðið spila undanúrslitaleik sinn á móti HBW Balingen-Weilstetten á föstudaginn. Rhein-Neckar Löwen og Frisch Auf Göppingen mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
Þýski handboltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira