Alls óvíst hvort stúlkurnar hafi brotið lög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 17:07 Þær Nadía og Lára hafa verið í kastljósi fjölmiðla eftir að fréttir bárust af heimsókn þeirra á Hótel Sögu. Þó liggur ekki fyrir hvort þær hafi brotið af sér. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu. Í gær var greint frá því að lögreglan ynni að því að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að verið sé að kanna hvort athæfi kvennanna tveggja, þeirra Nadíu Sifjar Líndal og Láru Clausen, geti yfir höfuð talist til brots á reglugerð heilbrigðisráðherra sem sett er á grundvelli sóttvarnalaga. „Það er verið að undirbúa jarðveginn. Það verður rætt við þær en síðan á alveg eftir að koma í ljós hvort þær hafi brotið eitthvað af sér.“ Því virðist ekki liggja fyrir hvort heimsókn kvennanna til ensku knattspyrnumannanna Phils Foden og Mason Greenwod á Hótel Sögu, þar sem þeir dvöldu ásamt samherjum sínum í enska landsliðinu, teljist brjóta í bága við reglurnar, óháð því hvort þær hafi vitað af því að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Eftir að málið komst í hámæli, bæði hér heima og í ensku pressunni, hafa þær Nadía og Lára báðar tjáð sig um það á samfélagsmiðlum og segjast þær hvorug hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví þegar þær heimsóttu þá. „Þetta er ekki í miklum forgangi hjá okkur, að klára þennan hluta. Þeir þurftu bara að fara af landi brott, strákarnir,“ segir Guðmundur. Þeir Foden og Greenwood áttu að ferðast með enska landsliðinu til Danmerkur og vera í leikmannahópi enska liðsins í leik gegn því danska. Eftir að upp komst um brot þeirra á sóttkví var þeim hins vegar vísað úr landsliðshópnum og þeir sendir heim til Englands. Þá fengu þeir 250.000 króna sekt hvor frá íslenskum yfirvöldum. Leik Englands og Danmerkur, sem fram fór í gærkvöldi, lauk með markalausu jafntefli. Á sama tíma sótti íslenska landsliðið það belgíska heim. Þeim leik lauk með 5-1 sigri Belga. Lögreglumál Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu. Í gær var greint frá því að lögreglan ynni að því að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að verið sé að kanna hvort athæfi kvennanna tveggja, þeirra Nadíu Sifjar Líndal og Láru Clausen, geti yfir höfuð talist til brots á reglugerð heilbrigðisráðherra sem sett er á grundvelli sóttvarnalaga. „Það er verið að undirbúa jarðveginn. Það verður rætt við þær en síðan á alveg eftir að koma í ljós hvort þær hafi brotið eitthvað af sér.“ Því virðist ekki liggja fyrir hvort heimsókn kvennanna til ensku knattspyrnumannanna Phils Foden og Mason Greenwod á Hótel Sögu, þar sem þeir dvöldu ásamt samherjum sínum í enska landsliðinu, teljist brjóta í bága við reglurnar, óháð því hvort þær hafi vitað af því að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Eftir að málið komst í hámæli, bæði hér heima og í ensku pressunni, hafa þær Nadía og Lára báðar tjáð sig um það á samfélagsmiðlum og segjast þær hvorug hafa vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví þegar þær heimsóttu þá. „Þetta er ekki í miklum forgangi hjá okkur, að klára þennan hluta. Þeir þurftu bara að fara af landi brott, strákarnir,“ segir Guðmundur. Þeir Foden og Greenwood áttu að ferðast með enska landsliðinu til Danmerkur og vera í leikmannahópi enska liðsins í leik gegn því danska. Eftir að upp komst um brot þeirra á sóttkví var þeim hins vegar vísað úr landsliðshópnum og þeir sendir heim til Englands. Þá fengu þeir 250.000 króna sekt hvor frá íslenskum yfirvöldum. Leik Englands og Danmerkur, sem fram fór í gærkvöldi, lauk með markalausu jafntefli. Á sama tíma sótti íslenska landsliðið það belgíska heim. Þeim leik lauk með 5-1 sigri Belga.
Lögreglumál Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“ Ungstirnið Mason Greenwood hefur sent frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. 8. september 2020 10:46
Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34
Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11
Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06