Aron Einar lék með handboltaliði Þórs síðast þegar það var í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2020 12:30 Aron Einar Gunnarsson þótti mjög efnilegur handboltamaður. vísir/bára Þór sækir Aftureldingu heim í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Þetta er fyrsti leikur Þórs undir „eigin merkjum“ í efstu deild í fjórtán ár, eða frá tímabilinu 2005-06. Þórsarar enduðu þá í 12. sæti af fjórtán liðum í efstu deild. Næstu ár léku þeir undir merkjum Akureyrar. Nokkrar kunnar kempur léku með Þór tímabilið 2005-06. Rúnar Sigtryggsson var spilandi þjálfari liðsins og markahæsti leikmaður þess var landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Og þetta tímabil lék bróðir hans, Aron Einar, tvo leiki með Þór. Þá var fyrirliði fótboltalandsliðsins enn með annan fótinn í handboltanum og þótti mjög góður á því sviði. Fótboltinn varð þó fyrir valinu á endanum og Aron Einar fór til AZ Alkmaar í Hollandi 2006. Fyrir fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti, gegn Argentínu 16. júní 2018, birti Rúnar skemmtilega mynd af þeim Aroni Einari í leik með Þór. Þá var landsliðsfyrirliðinn ekki alveg jafn vígalegur og í dag og líkaminn ekki þakinn húðflúrum. #tbt það var ekki töluð vitleysan þarna Viss um að Captain 6 3 muni á morgun sparka í allt sem hreyfist #NGAISL og leiða liðið áfram á #WorldCup til sigurs https://t.co/SBICFhvAFq pic.twitter.com/L8pmz4mHTc— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) June 21, 2018 Aron Einar lék alls fjóra leiki í efstu deild í handbolta og skoraði níu mörk. Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með handboltaliði Þórs. Aron Einar lék einnig fimmtán deildar- og bikarleiki með Þór í fótbolta áður en hann fór til Hollands. Þór var spáð 10. sæti í Olís-deild karla í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Við hér á Vísi spáðum Þórsurum hins vegar 11. sæti deildarinnar en þeir gera væntanlega allt til að afsanna hana. Fyrsti heimaleikur Þórs í Olís-deildinni er gegn FH í Höllinni á Akureyri næsta fimmtudag, 17. september. Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Þór sækir Aftureldingu heim í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Þetta er fyrsti leikur Þórs undir „eigin merkjum“ í efstu deild í fjórtán ár, eða frá tímabilinu 2005-06. Þórsarar enduðu þá í 12. sæti af fjórtán liðum í efstu deild. Næstu ár léku þeir undir merkjum Akureyrar. Nokkrar kunnar kempur léku með Þór tímabilið 2005-06. Rúnar Sigtryggsson var spilandi þjálfari liðsins og markahæsti leikmaður þess var landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Og þetta tímabil lék bróðir hans, Aron Einar, tvo leiki með Þór. Þá var fyrirliði fótboltalandsliðsins enn með annan fótinn í handboltanum og þótti mjög góður á því sviði. Fótboltinn varð þó fyrir valinu á endanum og Aron Einar fór til AZ Alkmaar í Hollandi 2006. Fyrir fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti, gegn Argentínu 16. júní 2018, birti Rúnar skemmtilega mynd af þeim Aroni Einari í leik með Þór. Þá var landsliðsfyrirliðinn ekki alveg jafn vígalegur og í dag og líkaminn ekki þakinn húðflúrum. #tbt það var ekki töluð vitleysan þarna Viss um að Captain 6 3 muni á morgun sparka í allt sem hreyfist #NGAISL og leiða liðið áfram á #WorldCup til sigurs https://t.co/SBICFhvAFq pic.twitter.com/L8pmz4mHTc— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) June 21, 2018 Aron Einar lék alls fjóra leiki í efstu deild í handbolta og skoraði níu mörk. Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með handboltaliði Þórs. Aron Einar lék einnig fimmtán deildar- og bikarleiki með Þór í fótbolta áður en hann fór til Hollands. Þór var spáð 10. sæti í Olís-deild karla í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Við hér á Vísi spáðum Þórsurum hins vegar 11. sæti deildarinnar en þeir gera væntanlega allt til að afsanna hana. Fyrsti heimaleikur Þórs í Olís-deildinni er gegn FH í Höllinni á Akureyri næsta fimmtudag, 17. september.
Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00
Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39