Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2020 12:27 Ríkisfréttastofa Líbanons segir að eldurinn hafi kviknað í rústum vöruhúss þar sem dekk voru geymd. AP/Hussein Malla Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. AP-fréttastofan segir að upptök eldsins nú séu ekki ljós. Svartan reyk leggi frá geymslunni og logar gangi upp úr jörðinni. Slökkviliðsstarfs stendur enn yfir og hafa herþylur meðal annars verið notaðar til þess. Óttaslegnir borgarbúar eru sagðir hafa opnað glugga og hrópað viðvörunarorð um að annar eldur væri kviknaður á höfninni. Starfsmenn fyrirtækja í grenndinni hafa verið beðnir um að yfirgefa svæðið og hermenn vísa umferð frá því. George Kettaneh, yfirmaður Rauða krossins í Líbanon, segir að ekki sé talin hætta á annarri sprengingu vegna eldsins og enginn sé slasaður. Einhverjir hafi fundið fyrir mæði vegna reyksins, segir hann við Reuters-fréttastofuna. Fleiri en 190 manns fórust og um 6.500 manns slösuðust í sprengingunni 4. ágúst. Þá skemmdust þúsundir bygginga. Sprengingin varð eftir að eldur komst í mikið magn ammóníumnítrats, sprengifims efnis, sem hafði verið geymt á höfninni við óviðunandi aðstæður um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna. Sprenging í Beirút Líbanon Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. 10. ágúst 2020 10:54 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. AP-fréttastofan segir að upptök eldsins nú séu ekki ljós. Svartan reyk leggi frá geymslunni og logar gangi upp úr jörðinni. Slökkviliðsstarfs stendur enn yfir og hafa herþylur meðal annars verið notaðar til þess. Óttaslegnir borgarbúar eru sagðir hafa opnað glugga og hrópað viðvörunarorð um að annar eldur væri kviknaður á höfninni. Starfsmenn fyrirtækja í grenndinni hafa verið beðnir um að yfirgefa svæðið og hermenn vísa umferð frá því. George Kettaneh, yfirmaður Rauða krossins í Líbanon, segir að ekki sé talin hætta á annarri sprengingu vegna eldsins og enginn sé slasaður. Einhverjir hafi fundið fyrir mæði vegna reyksins, segir hann við Reuters-fréttastofuna. Fleiri en 190 manns fórust og um 6.500 manns slösuðust í sprengingunni 4. ágúst. Þá skemmdust þúsundir bygginga. Sprengingin varð eftir að eldur komst í mikið magn ammóníumnítrats, sprengifims efnis, sem hafði verið geymt á höfninni við óviðunandi aðstæður um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna.
Sprenging í Beirút Líbanon Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. 10. ágúst 2020 10:54 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51
Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. 10. ágúst 2020 10:54