Milljarðamæringurinn Mahomes magnaður í sigri meistaranna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 12:30 Patrick Mahomes stendur hér með öðrum leikmönnum Kansas City Chiefs fyrir leikinn. AP/Charlie Riedel Kansas City Chiefs hélt áfram þar sem frá var horfið í úrslitakeppninni í byrjun ársins þegar liðið vann sannfærandi sigur á Houston Texans, 34-20, í opnunarleik NFL-deildarinnar í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fékk risasamning í sumar og fær ekki alla þessa milljarða af ástæðulausu. Hann virtist hafa öll svörin á hreinu gegn Houston Texans vörninni í þessum leik og er án efa besti leikmaður NFL-deildarinnar í dag. Patrick Mahomes gaf þrjár snertimarkssendingar og stýrði sóknarleik Kansas City Chiefs liðsins af öryggi þrátt fyrir að gestirnir frá Texas hafi verið að reyna að rugla hann í ríminu með breyttum varnarleik. "We wanted to show that we're unified as a league and we're not going to let playing football distract us from what we're doing and making change in this world." @PatrickMahomes explains the Moment of Unity between the Chiefs and Texans before the game. pic.twitter.com/U2fhbMBrrE— Sunday Night Football (@SNFonNBC) September 11, 2020 Travis Kelce, Sammy Watkins og Tyreek Hill skoruðu allir snertimark í leiknum og nýliðinn Clyde Edwards-Helaire stimplaði sig inn með stórleik. Edwards-Helaire hljóp alls 138 jarda og skoraði eitt snertimark í sínum fyrsta NFL-leik. Sautján þúsund áhorfendur fengu að mæta á leikinn sem setti vissulega sinn svip á hann. Þeir voru kannski á víð og dreif um stúkuna en létu heyra vel í sér. „Ég er mjög stoltur af leikmönnunum okkar en ég líka stoltur af stuðningsmönnunum okkar. Þeir mættu og þeir létu heyra í sér,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs. Deshaun Watson er líka búinn að fá nýjan milljarðasamning en féll enn á ný í skuggann af Patrick Mahomes. Watson átti eina snertimarkssendingu og skoraði líka sjálfur snertimark en fyrir utan fyrsta leikhlutann sem Houston Texans vann 7-0 þá var leikurinn í höndum Mahomes og félaga. Kansas City Chiefs vann níu síðustu leiki sína á síðasta tímabili og það var ekkert í þessum leik sem bendir til þess að sú sigurganga sér að fara að enda á næstunni. watch on YouTube NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Sjá meira
Kansas City Chiefs hélt áfram þar sem frá var horfið í úrslitakeppninni í byrjun ársins þegar liðið vann sannfærandi sigur á Houston Texans, 34-20, í opnunarleik NFL-deildarinnar í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fékk risasamning í sumar og fær ekki alla þessa milljarða af ástæðulausu. Hann virtist hafa öll svörin á hreinu gegn Houston Texans vörninni í þessum leik og er án efa besti leikmaður NFL-deildarinnar í dag. Patrick Mahomes gaf þrjár snertimarkssendingar og stýrði sóknarleik Kansas City Chiefs liðsins af öryggi þrátt fyrir að gestirnir frá Texas hafi verið að reyna að rugla hann í ríminu með breyttum varnarleik. "We wanted to show that we're unified as a league and we're not going to let playing football distract us from what we're doing and making change in this world." @PatrickMahomes explains the Moment of Unity between the Chiefs and Texans before the game. pic.twitter.com/U2fhbMBrrE— Sunday Night Football (@SNFonNBC) September 11, 2020 Travis Kelce, Sammy Watkins og Tyreek Hill skoruðu allir snertimark í leiknum og nýliðinn Clyde Edwards-Helaire stimplaði sig inn með stórleik. Edwards-Helaire hljóp alls 138 jarda og skoraði eitt snertimark í sínum fyrsta NFL-leik. Sautján þúsund áhorfendur fengu að mæta á leikinn sem setti vissulega sinn svip á hann. Þeir voru kannski á víð og dreif um stúkuna en létu heyra vel í sér. „Ég er mjög stoltur af leikmönnunum okkar en ég líka stoltur af stuðningsmönnunum okkar. Þeir mættu og þeir létu heyra í sér,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs. Deshaun Watson er líka búinn að fá nýjan milljarðasamning en féll enn á ný í skuggann af Patrick Mahomes. Watson átti eina snertimarkssendingu og skoraði líka sjálfur snertimark en fyrir utan fyrsta leikhlutann sem Houston Texans vann 7-0 þá var leikurinn í höndum Mahomes og félaga. Kansas City Chiefs vann níu síðustu leiki sína á síðasta tímabili og það var ekkert í þessum leik sem bendir til þess að sú sigurganga sér að fara að enda á næstunni. watch on YouTube
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Sjá meira