Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 31-23 | Öruggt hjá Val Anton Ingi Leifsson skrifar 12. september 2020 16:15 Valskonur urðu Íslandsmeistarar 2019 en ekki voru krýndir Íslandsmeistarar í vor vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/BÁRA Valur tók á móti Haukum í fyrsta deildarleik liðanna í Origohöllinni í dag þar sem Valur fór með sigur af hólmi 31-23. Lovísa Thompson átti frábæran leik í liði Vals og skoraði níu mörk. Valur byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir átta mínútur tóku gestirnir leikhlé þar sem staðan var orðin 5-1 og Lovísa strax komin með þrjú mörk. Um miðbik fyrri hálfleiksins áttu gestirnir svo góðan kafla þar sem þeir náðu að saxa forskota Vals í tvö mörk 10-8, en í stað þess að minnka muninn en frekar þá skoraði Valur átta mörk í röð og var staðan þá orðin 17-9. Staðan í hálfleik var svo 19-11 en þessi góðu kafli Vals og slæmi kafli Hauka undir lok fyrri hálfleiksins gerði grunninn að sigri Vals. Í seinni hálfleiknum áttu Haukar aftur nokkra góða kafla en alltaf náði Valur að svara og að lokum vann Valur öruggan sigur 31-23. Af hverju vann Valur? Þegar á heildina er litið þá var Valur mikið stöðugra liðið í leiknum og var á brattann að sækja fyrir gestina strax í byrjun þegar Valur komst í 5-1 og Haukar tóku leikhlé. Lovísa var feyki öflug í sóknarleiknum hjá Val og skoraði hvert markið á fætur öðru í fyrri hálfleiknum auk þess sem Saga Sif varði vel í markinu. Hverjir stóðu uppúr? Lovísa var án efa maður leiksins en hún var allt í öllu í leik liðsins og skoraði 11 mörk. Í liði gestanna átti Sara Oddsen frábæran leik en hún skoraði átta mörk. Hvað gekk illa? Stöðugleiki Hauka var ekki nægilega góður í dag. Eins og Gunnar, þjálfari liðsins, tók fram í viðtali eftir leik þá voru nokkrir kaflar í leiknum þar sem lið hans náði að saxa forskot Vals vel niður, en aldrei náðu gestirnir að fylgja því eftir og það var munurinn á liðunum í dag. Hvað gerist næst? Næst á dagsskrá hjá þessum liðum er það að á fimmtudaginn mætir Valur í Safamýrina þar sem Fram verður þeirra mótheri. Hjá Haukum er það hinsvegar Hafnarfjarðarslagur gegn FH eftir slétta viku. Gunnar: Getum ekki verið að tapa leikjum í fyrri hálfleik ,„Við auðvitað getum ekki verið að tapa leikjum í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Hauka í leikslok. „En svo er ég ánægður með stelpurnar í seinni hálfleiknum hvernig þær vinna sig vel til baka og ná forystunni niður í þrjú mörk. En því miður fjaraði aðeins undan þessu í lokin en eins og ég segi þá var ég ánægður með þessa endurkomu.“ Nokkrum stöðum í leiknum þá náðuð þið minnka forskotið, er það jákvæða sem þú tekur úr þessum leik? „Já ég geri það, og hún Annika er fín í markinu og margir leikmenn að sýna ágætis spretti, en það vantaði svona aðeins stöðugleika í þetta.“ Ágúst: Heilt yfir ánægður með stigin tvö ,,Þau eru bara mjög góð, ljúf tilfinning,“ voru fyrst viðbrögð Ágústs Jóhannssonar, þjálfara Vals, í leikslok. „Við unnum hérna sannfærandi átta marka sigur gegn Haukum þar sem varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan líka.“ „Við vorum að keyra vel á þær, sérstaklega í fyrri hálfleik og héldum uppi miklum hraða og skoruðum mikið úr annari og þriðju bylgju, þannig ég er bara mjög sáttur.” Eitthvað sem að mátti betur fara? ,,Við lentum í smá basli hérna í sóknarleiknum, mig grunaði að Gunnar myndi fara í svona 5-1 vörn og við vorum ekki búnir að eyða neinum tíma í undirbúningnum í það.“ „Þannig mig grunaði þetta og við lentum í smá basli gegn þessu en svo leystum við það bara vel og náðum að þétta varnarleikinn aðeins betur líka. Þannig heilt yfir er ég bara mjög ánægður með tvö stig.“ Frábær leikur hjá Lovísu, hvernig metur þú hennar frammistöðu? ,,Lovísa var mjög góð eins og bara allt liðið. Mér fannst þær allar góðar og vorum að fá framlag frá öllum og liðsheildin var mjög sterk og það er einmitt það sem við leggjum mikla áherslu á.“ Olís-deild kvenna Valur Haukar
Valur tók á móti Haukum í fyrsta deildarleik liðanna í Origohöllinni í dag þar sem Valur fór með sigur af hólmi 31-23. Lovísa Thompson átti frábæran leik í liði Vals og skoraði níu mörk. Valur byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir átta mínútur tóku gestirnir leikhlé þar sem staðan var orðin 5-1 og Lovísa strax komin með þrjú mörk. Um miðbik fyrri hálfleiksins áttu gestirnir svo góðan kafla þar sem þeir náðu að saxa forskota Vals í tvö mörk 10-8, en í stað þess að minnka muninn en frekar þá skoraði Valur átta mörk í röð og var staðan þá orðin 17-9. Staðan í hálfleik var svo 19-11 en þessi góðu kafli Vals og slæmi kafli Hauka undir lok fyrri hálfleiksins gerði grunninn að sigri Vals. Í seinni hálfleiknum áttu Haukar aftur nokkra góða kafla en alltaf náði Valur að svara og að lokum vann Valur öruggan sigur 31-23. Af hverju vann Valur? Þegar á heildina er litið þá var Valur mikið stöðugra liðið í leiknum og var á brattann að sækja fyrir gestina strax í byrjun þegar Valur komst í 5-1 og Haukar tóku leikhlé. Lovísa var feyki öflug í sóknarleiknum hjá Val og skoraði hvert markið á fætur öðru í fyrri hálfleiknum auk þess sem Saga Sif varði vel í markinu. Hverjir stóðu uppúr? Lovísa var án efa maður leiksins en hún var allt í öllu í leik liðsins og skoraði 11 mörk. Í liði gestanna átti Sara Oddsen frábæran leik en hún skoraði átta mörk. Hvað gekk illa? Stöðugleiki Hauka var ekki nægilega góður í dag. Eins og Gunnar, þjálfari liðsins, tók fram í viðtali eftir leik þá voru nokkrir kaflar í leiknum þar sem lið hans náði að saxa forskot Vals vel niður, en aldrei náðu gestirnir að fylgja því eftir og það var munurinn á liðunum í dag. Hvað gerist næst? Næst á dagsskrá hjá þessum liðum er það að á fimmtudaginn mætir Valur í Safamýrina þar sem Fram verður þeirra mótheri. Hjá Haukum er það hinsvegar Hafnarfjarðarslagur gegn FH eftir slétta viku. Gunnar: Getum ekki verið að tapa leikjum í fyrri hálfleik ,„Við auðvitað getum ekki verið að tapa leikjum í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Hauka í leikslok. „En svo er ég ánægður með stelpurnar í seinni hálfleiknum hvernig þær vinna sig vel til baka og ná forystunni niður í þrjú mörk. En því miður fjaraði aðeins undan þessu í lokin en eins og ég segi þá var ég ánægður með þessa endurkomu.“ Nokkrum stöðum í leiknum þá náðuð þið minnka forskotið, er það jákvæða sem þú tekur úr þessum leik? „Já ég geri það, og hún Annika er fín í markinu og margir leikmenn að sýna ágætis spretti, en það vantaði svona aðeins stöðugleika í þetta.“ Ágúst: Heilt yfir ánægður með stigin tvö ,,Þau eru bara mjög góð, ljúf tilfinning,“ voru fyrst viðbrögð Ágústs Jóhannssonar, þjálfara Vals, í leikslok. „Við unnum hérna sannfærandi átta marka sigur gegn Haukum þar sem varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan líka.“ „Við vorum að keyra vel á þær, sérstaklega í fyrri hálfleik og héldum uppi miklum hraða og skoruðum mikið úr annari og þriðju bylgju, þannig ég er bara mjög sáttur.” Eitthvað sem að mátti betur fara? ,,Við lentum í smá basli hérna í sóknarleiknum, mig grunaði að Gunnar myndi fara í svona 5-1 vörn og við vorum ekki búnir að eyða neinum tíma í undirbúningnum í það.“ „Þannig mig grunaði þetta og við lentum í smá basli gegn þessu en svo leystum við það bara vel og náðum að þétta varnarleikinn aðeins betur líka. Þannig heilt yfir er ég bara mjög ánægður með tvö stig.“ Frábær leikur hjá Lovísu, hvernig metur þú hennar frammistöðu? ,,Lovísa var mjög góð eins og bara allt liðið. Mér fannst þær allar góðar og vorum að fá framlag frá öllum og liðsheildin var mjög sterk og það er einmitt það sem við leggjum mikla áherslu á.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti