Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 10:04 Ráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforeta hafa gert ítrekaðar tilraunir til að breyta skýrslum um framgang kórónuveirufaraldursins þar í landi. Getty/Anna Moneymaker Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. Starfsmenn innan ráðuneytisins hafa lýst þessu sem tilraun til að skelfa höfunda skýrslnanna og draga úr samskiptum þeirra við heilbrigðisstarfsmenn. Í tölvupóstum sem Politico hefur undir höndum sem sendir voru af samskiptaráðgjöfum til Robert Redfield, yfirmanns sóttvarnastofnunarinnar, segir að skýrslurnar geri lítið úr „jákvæðum skilaboðum“ Donalds Trumps um framgang faraldursins. Starfsmenn sóttvarnastofnunarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir mestu breytingarnar en hafa á síðustu vikum samþykkt oftar að heimila samskiptaráðgjöfunum að fara yfir, og í sumum tilfellum, að breyta orðalagi að sögn þriggja aðila sem þekkja málið vel. Tilraunir samskiptaráðgjafanna til að breyta orðalagi í skýrslunum hafa verið stöðugar í sumar og síðasta tilraun til þess var gerð í gær, föstudag. Skýrslur sóttvarnastofnunarinnar um útbreiðslu og dánartíðni vegna veirunnar eru aðal miðill stofnunarinnar til að upplýsa lækna, vísindamenn og almenning um útbreiðslu veirunnar og hverjir séu í mestum áhættuhópi. Samkvæmt frétt Poitico hafa slíkar skýrslur í gegn um tíðina verið birtar án nokkurra pólitískra afskipta. En síðan Michael Caputo, fyrrverandi meðlimur kosningastjórnar Trump sem er ómenntaður í læknavísindum, tók við sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í apríl á þessu ári hafa tilraunir til að hafa áhrif á skýrslurnar svo þær stemmi við orðræðu forsetans, eða að koma í veg fyrir birtingu þeirra verið ítrekaðar. Caputo og starfsmenn hans hafa ítrekað gert tilraunir til að bæta viðvörunum við niðurstöður sóttvarnastofnunarinnar og hafa þeir einnig gert tilraunir til að breyta skýrslum stofnunarinnar afturvirkt, sem þeir segja gera of mikið mál úr áhrifum kórónuveirunnar. Þá hafi þeir viljað að gert væri ljóst í skýrslunum að Bandaríkjamenn sem smitast hafi af veirunni hafi getað smitast af henni vegna hegðunar þeirra sjálfra. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. Starfsmenn innan ráðuneytisins hafa lýst þessu sem tilraun til að skelfa höfunda skýrslnanna og draga úr samskiptum þeirra við heilbrigðisstarfsmenn. Í tölvupóstum sem Politico hefur undir höndum sem sendir voru af samskiptaráðgjöfum til Robert Redfield, yfirmanns sóttvarnastofnunarinnar, segir að skýrslurnar geri lítið úr „jákvæðum skilaboðum“ Donalds Trumps um framgang faraldursins. Starfsmenn sóttvarnastofnunarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir mestu breytingarnar en hafa á síðustu vikum samþykkt oftar að heimila samskiptaráðgjöfunum að fara yfir, og í sumum tilfellum, að breyta orðalagi að sögn þriggja aðila sem þekkja málið vel. Tilraunir samskiptaráðgjafanna til að breyta orðalagi í skýrslunum hafa verið stöðugar í sumar og síðasta tilraun til þess var gerð í gær, föstudag. Skýrslur sóttvarnastofnunarinnar um útbreiðslu og dánartíðni vegna veirunnar eru aðal miðill stofnunarinnar til að upplýsa lækna, vísindamenn og almenning um útbreiðslu veirunnar og hverjir séu í mestum áhættuhópi. Samkvæmt frétt Poitico hafa slíkar skýrslur í gegn um tíðina verið birtar án nokkurra pólitískra afskipta. En síðan Michael Caputo, fyrrverandi meðlimur kosningastjórnar Trump sem er ómenntaður í læknavísindum, tók við sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í apríl á þessu ári hafa tilraunir til að hafa áhrif á skýrslurnar svo þær stemmi við orðræðu forsetans, eða að koma í veg fyrir birtingu þeirra verið ítrekaðar. Caputo og starfsmenn hans hafa ítrekað gert tilraunir til að bæta viðvörunum við niðurstöður sóttvarnastofnunarinnar og hafa þeir einnig gert tilraunir til að breyta skýrslum stofnunarinnar afturvirkt, sem þeir segja gera of mikið mál úr áhrifum kórónuveirunnar. Þá hafi þeir viljað að gert væri ljóst í skýrslunum að Bandaríkjamenn sem smitast hafi af veirunni hafi getað smitast af henni vegna hegðunar þeirra sjálfra.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19