Eiður Smári: Þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín Smári Jökull Jónsson skrifar 13. september 2020 19:05 Eiður Smári Guðjohnsen vísir/skjáskot „Þeir eru allir mikilvægir en þegar líður á mótið og þegar við erum að keppa við lið sem við erum í baráttu við um efstu sætin þá er þetta gríðarlega mikilvægt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í dag. „Breiðablik er með frábærlega spilandi lið og við þurftum bara að spila okkar leik. Við vissum að við gætum lent undir pressu en við vissum líka að þeir myndu gefa okkur svæði til að vinna með og við vorum tilbúnir í það.“ Breiðablik, sem hefur skorað flest mörk í deildinni, komst aldrei almennilega í takt við leikinn sóknarlega og FH-liðið hafði greinilega skipulagt það vel hvernig þeir ætluðu að verjast í dag. „Við lögðum þetta upp eins og þetta spilaðist. Eitt er að undirbúa sig fyrir hvernig mótherjinn spilar, annað að reyna að halda í það sem við erum að gera. Við megum ekki gleyma að við erum á heimavelli og erum eitt af stærstu liðum á Íslandi.“ „Við ætlum að spila okkar leik. Það er margt krefjandi við það að undirbúa liðið fyrir leik gegn Breiðabliki því þeir spila á sérstakan hátt og það er virðingarvert. Þeir gáfu okkur frábæran leik og upplifunin á bekknum var að þetta hefði verið frábær fótboltaleikur.“ Steven Lennon skoraði tvö mörk í leiknum í dag og sýndi enn einu sinni af hverju margir telja hann besta leikmann deildarinnar. Hvað finnst Eiði Smára um það? „Þarft ekki að spyrja mig, ég er þjálfarinn hans. Mér þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín. Það á við um alla leikmenn liðsins. Auðvitað er Lennon sá sem skorar og fær hrósið og fyrirsagnirnar en fyrirsögnin í heild sinni ætti að vera FH-liðið eins og það leggur sig.“ Með sigrinum jafnaði FH-liðið Breiðablik að stigum í deildinni og eiga þar að auki leik til góða. Þeir eru enn með í toppbaráttunni og létu liðin fyrir ofan sig vita vel af sér með þessum sigri. „Það er bara leikur á fimmtudag. Við kláruðum þetta sem er gott. Við erum búnir að leggja bikarkeppnina til hliðar og á morgun er bara endurheimt. Svo förum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ „Það eru margir krefjandi leikir í þessari deild og ég hef alltaf sagt það hvort sem ég var leikmaður er þjálfari að við endum þar sem við eigum skilið. Við vitum alveg hvert við ætlum okkur og vonandi náum við okkar markmiðum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum. Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Sjá meira
„Þeir eru allir mikilvægir en þegar líður á mótið og þegar við erum að keppa við lið sem við erum í baráttu við um efstu sætin þá er þetta gríðarlega mikilvægt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í dag. „Breiðablik er með frábærlega spilandi lið og við þurftum bara að spila okkar leik. Við vissum að við gætum lent undir pressu en við vissum líka að þeir myndu gefa okkur svæði til að vinna með og við vorum tilbúnir í það.“ Breiðablik, sem hefur skorað flest mörk í deildinni, komst aldrei almennilega í takt við leikinn sóknarlega og FH-liðið hafði greinilega skipulagt það vel hvernig þeir ætluðu að verjast í dag. „Við lögðum þetta upp eins og þetta spilaðist. Eitt er að undirbúa sig fyrir hvernig mótherjinn spilar, annað að reyna að halda í það sem við erum að gera. Við megum ekki gleyma að við erum á heimavelli og erum eitt af stærstu liðum á Íslandi.“ „Við ætlum að spila okkar leik. Það er margt krefjandi við það að undirbúa liðið fyrir leik gegn Breiðabliki því þeir spila á sérstakan hátt og það er virðingarvert. Þeir gáfu okkur frábæran leik og upplifunin á bekknum var að þetta hefði verið frábær fótboltaleikur.“ Steven Lennon skoraði tvö mörk í leiknum í dag og sýndi enn einu sinni af hverju margir telja hann besta leikmann deildarinnar. Hvað finnst Eiði Smára um það? „Þarft ekki að spyrja mig, ég er þjálfarinn hans. Mér þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín. Það á við um alla leikmenn liðsins. Auðvitað er Lennon sá sem skorar og fær hrósið og fyrirsagnirnar en fyrirsögnin í heild sinni ætti að vera FH-liðið eins og það leggur sig.“ Með sigrinum jafnaði FH-liðið Breiðablik að stigum í deildinni og eiga þar að auki leik til góða. Þeir eru enn með í toppbaráttunni og létu liðin fyrir ofan sig vita vel af sér með þessum sigri. „Það er bara leikur á fimmtudag. Við kláruðum þetta sem er gott. Við erum búnir að leggja bikarkeppnina til hliðar og á morgun er bara endurheimt. Svo förum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ „Það eru margir krefjandi leikir í þessari deild og ég hef alltaf sagt það hvort sem ég var leikmaður er þjálfari að við endum þar sem við eigum skilið. Við vitum alveg hvert við ætlum okkur og vonandi náum við okkar markmiðum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum.
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Sjá meira
Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20