Viktor Bjarki: Er búinn að missa röddina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2020 22:07 Viktor Bjarki Arnarsson ásamt Brynjari Birni Gunnarssyni. vísir/bára Viktor Bjarki Arnarsson stýrði HK gegn ÍA í fjarveru Brynjars Björns Gunnarssonar sem tók út leikbann. Hann var kátur, en rámur, eftir leikinn sem HK-ingar unnu, 3-2. „Ég er mjög sáttur að hafa tekið þrjú stig. Ég er virkilega ánægður með þetta. Mér fannst óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn í fyrri hálfleik. Mér fannst við mun hættulegri og fannst við geta skorað fleiri mörk,“ sagði Viktor í samtali við Vísi í leikslok. HK átti í miklum vandræðum með að verjast föstum leikatriðum ÍA í fyrri hálfleik og komu mörk Skagamanna bæði úr slíkum stöðum. En HK-ingar vörðust betur í seinni hálfleik og kláruðu leikinn. „Við fórum aðeins yfir það í hálfleik, hvað við ætluðum að gera og strákarnir gerðu það vel. Þeir voru ekkert hættulegir í þessum föstu leikatriðum í seinni hálfleik,“ sagði Viktor. Öll mörk HK voru í laglegri kantinum og komu eftir gott spil og góða takta. „Það var frábært. Við höfum lagt upp með að halda boltanum betur. Mér fannst það ganga vel og við geta skorað fleiri mörk en þessi þrjú.“ HK hefur nú unnið fjóra deildarleiki í röð á heimavelli. Kópavogsbúar eru hvergi nærri hættir og stefna ofar. „Það er þessi þreytta gamla klisja, við tökum einn leik í einu,“ sagði Viktor. „Við viljum auðvitað komast hærra í töflunni en það er bara einn leikur í einu í fótbolta.“ Viktor fagnar því að fá Brynjar aftur á hliðarlínuna í næsta leik HK sem er gegn Víkingi eftir viku. „Það er alltaf þörf fyrir hann. Ég er búinn að missa röddina þannig að það hefði verið fínt að hafa hann til að öskra líka,“ sagði Viktor að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllunn: HK - ÍA 3-2 | Fjórði heimasigur HK í röð HK-ingar unnu góðan sigur á Skagamönnum, 3-2, í Kórnum í kvöld. HK hefur nú unnið fjóra leiki á heimavelli í Pepsi Max-deildinni í röð. 13. september 2020 21:42 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Viktor Bjarki Arnarsson stýrði HK gegn ÍA í fjarveru Brynjars Björns Gunnarssonar sem tók út leikbann. Hann var kátur, en rámur, eftir leikinn sem HK-ingar unnu, 3-2. „Ég er mjög sáttur að hafa tekið þrjú stig. Ég er virkilega ánægður með þetta. Mér fannst óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn í fyrri hálfleik. Mér fannst við mun hættulegri og fannst við geta skorað fleiri mörk,“ sagði Viktor í samtali við Vísi í leikslok. HK átti í miklum vandræðum með að verjast föstum leikatriðum ÍA í fyrri hálfleik og komu mörk Skagamanna bæði úr slíkum stöðum. En HK-ingar vörðust betur í seinni hálfleik og kláruðu leikinn. „Við fórum aðeins yfir það í hálfleik, hvað við ætluðum að gera og strákarnir gerðu það vel. Þeir voru ekkert hættulegir í þessum föstu leikatriðum í seinni hálfleik,“ sagði Viktor. Öll mörk HK voru í laglegri kantinum og komu eftir gott spil og góða takta. „Það var frábært. Við höfum lagt upp með að halda boltanum betur. Mér fannst það ganga vel og við geta skorað fleiri mörk en þessi þrjú.“ HK hefur nú unnið fjóra deildarleiki í röð á heimavelli. Kópavogsbúar eru hvergi nærri hættir og stefna ofar. „Það er þessi þreytta gamla klisja, við tökum einn leik í einu,“ sagði Viktor. „Við viljum auðvitað komast hærra í töflunni en það er bara einn leikur í einu í fótbolta.“ Viktor fagnar því að fá Brynjar aftur á hliðarlínuna í næsta leik HK sem er gegn Víkingi eftir viku. „Það er alltaf þörf fyrir hann. Ég er búinn að missa röddina þannig að það hefði verið fínt að hafa hann til að öskra líka,“ sagði Viktor að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllunn: HK - ÍA 3-2 | Fjórði heimasigur HK í röð HK-ingar unnu góðan sigur á Skagamönnum, 3-2, í Kórnum í kvöld. HK hefur nú unnið fjóra leiki á heimavelli í Pepsi Max-deildinni í röð. 13. september 2020 21:42 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Umfjöllunn: HK - ÍA 3-2 | Fjórði heimasigur HK í röð HK-ingar unnu góðan sigur á Skagamönnum, 3-2, í Kórnum í kvöld. HK hefur nú unnið fjóra leiki á heimavelli í Pepsi Max-deildinni í röð. 13. september 2020 21:42