Guðmundur kom sérfræðingunum á óvart: Langbestur af þeim sem komu heim Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 15:30 Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru á kostum í Seinni bylgjunni á laugardagskvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Hann var langbesti leikmaðurinn hjá Selfossi í þessum leik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um Guðmund Hólmar Helgason sem sneri aftur í Olís-deildina í handbolta með stæl um helgina. Guðmundur Hólmar, sem er Akureyringur, lék með Val áður en hann fór í atvinnumennsku árið 2016. Hann lék með Cesson-Rennes í Frakklandi og svo West Wien í Austurríki áður en hann kom aftur til Íslands í sumar og gekk í raðir Selfoss. Guðmundur Hólmar var til umræðu í fjörugum þætti af Seinni bylgjunni á laugardag: „Hann er alveg tilbúinn. Það eru mikil viðbrigði að koma heim. Ekki bara í handboltann hérna, heldur ertu kannski að koma úr því að vera atvinnumaður í að sinna vinnu með boltanum og slíkt. Þetta er mjög krefjandi. En þvílík frammistaða í þessum leik,“ sagði Ásgeir um Guðmund sem skoraði 10 mörk og átti að minnsta kosti fjórar stoðsendingar í 27-26 sigri á Stjörnunni. „Með fullt af vopnum í vopnabúrinu“ „Það kom mér á óvart hvað hann var góður sóknarlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Við höfum eiginlega ekkert séð hann í sókn þann tíma sem hann hefur verið úti, og í landsliðinu fór hann nú ekki mikið yfir miðju. Maður heyrði svo að í Frakklandi og Austurríki hefðu þetta ekki verið neinar flugeldasýningar hjá honum, en svo kom hann bara þarna og var svo heldur betur klár. Það var svo mikill kraftur í honum og „passion“. Hann var langbestur í fyrstu umferð af þessum mönnum sem voru að koma heim núna. Djöfull var hann góður,“ sagði Jóhann. Geir Guðmundsson, Björgvin Páll Gústavsson og Þráinn Orri Jónsson sneru allir aftur úr atvinnumennsku í sumar og fóru í Hauka, Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson fóru í KA, og Sigtryggur Daði Rúnarsson ákvað að prófa Olís-deildina með ÍBV eftir að hafa spilað í Þýskalandi. Guðmundur Hólmar stóð hins vegar upp úr í 1. umferðinni: „Hann var úti um allt – skoraði með uppstökki, skoti af gólfinu og með alls konar hætti. Hann er með fullt af vopnum í vopnabúrinu hjá sér og það verður ekkert auðvelt að stoppa hann,“ sagði Ásgeir. Næsta lið sem freistar þess að stöðva Guðmund er KA, uppeldisfélag kappans, en Selfoss og KA mætast í Hleðsluhöllinni á föstudag kl. 19.30. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar fór á kostum Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir „Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00 Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
„Hann var langbesti leikmaðurinn hjá Selfossi í þessum leik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um Guðmund Hólmar Helgason sem sneri aftur í Olís-deildina í handbolta með stæl um helgina. Guðmundur Hólmar, sem er Akureyringur, lék með Val áður en hann fór í atvinnumennsku árið 2016. Hann lék með Cesson-Rennes í Frakklandi og svo West Wien í Austurríki áður en hann kom aftur til Íslands í sumar og gekk í raðir Selfoss. Guðmundur Hólmar var til umræðu í fjörugum þætti af Seinni bylgjunni á laugardag: „Hann er alveg tilbúinn. Það eru mikil viðbrigði að koma heim. Ekki bara í handboltann hérna, heldur ertu kannski að koma úr því að vera atvinnumaður í að sinna vinnu með boltanum og slíkt. Þetta er mjög krefjandi. En þvílík frammistaða í þessum leik,“ sagði Ásgeir um Guðmund sem skoraði 10 mörk og átti að minnsta kosti fjórar stoðsendingar í 27-26 sigri á Stjörnunni. „Með fullt af vopnum í vopnabúrinu“ „Það kom mér á óvart hvað hann var góður sóknarlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Við höfum eiginlega ekkert séð hann í sókn þann tíma sem hann hefur verið úti, og í landsliðinu fór hann nú ekki mikið yfir miðju. Maður heyrði svo að í Frakklandi og Austurríki hefðu þetta ekki verið neinar flugeldasýningar hjá honum, en svo kom hann bara þarna og var svo heldur betur klár. Það var svo mikill kraftur í honum og „passion“. Hann var langbestur í fyrstu umferð af þessum mönnum sem voru að koma heim núna. Djöfull var hann góður,“ sagði Jóhann. Geir Guðmundsson, Björgvin Páll Gústavsson og Þráinn Orri Jónsson sneru allir aftur úr atvinnumennsku í sumar og fóru í Hauka, Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson fóru í KA, og Sigtryggur Daði Rúnarsson ákvað að prófa Olís-deildina með ÍBV eftir að hafa spilað í Þýskalandi. Guðmundur Hólmar stóð hins vegar upp úr í 1. umferðinni: „Hann var úti um allt – skoraði með uppstökki, skoti af gólfinu og með alls konar hætti. Hann er með fullt af vopnum í vopnabúrinu hjá sér og það verður ekkert auðvelt að stoppa hann,“ sagði Ásgeir. Næsta lið sem freistar þess að stöðva Guðmund er KA, uppeldisfélag kappans, en Selfoss og KA mætast í Hleðsluhöllinni á föstudag kl. 19.30. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar fór á kostum
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir „Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00 Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
„Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00
Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00