Guðmundur kom sérfræðingunum á óvart: Langbestur af þeim sem komu heim Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 15:30 Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru á kostum í Seinni bylgjunni á laugardagskvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Hann var langbesti leikmaðurinn hjá Selfossi í þessum leik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um Guðmund Hólmar Helgason sem sneri aftur í Olís-deildina í handbolta með stæl um helgina. Guðmundur Hólmar, sem er Akureyringur, lék með Val áður en hann fór í atvinnumennsku árið 2016. Hann lék með Cesson-Rennes í Frakklandi og svo West Wien í Austurríki áður en hann kom aftur til Íslands í sumar og gekk í raðir Selfoss. Guðmundur Hólmar var til umræðu í fjörugum þætti af Seinni bylgjunni á laugardag: „Hann er alveg tilbúinn. Það eru mikil viðbrigði að koma heim. Ekki bara í handboltann hérna, heldur ertu kannski að koma úr því að vera atvinnumaður í að sinna vinnu með boltanum og slíkt. Þetta er mjög krefjandi. En þvílík frammistaða í þessum leik,“ sagði Ásgeir um Guðmund sem skoraði 10 mörk og átti að minnsta kosti fjórar stoðsendingar í 27-26 sigri á Stjörnunni. „Með fullt af vopnum í vopnabúrinu“ „Það kom mér á óvart hvað hann var góður sóknarlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Við höfum eiginlega ekkert séð hann í sókn þann tíma sem hann hefur verið úti, og í landsliðinu fór hann nú ekki mikið yfir miðju. Maður heyrði svo að í Frakklandi og Austurríki hefðu þetta ekki verið neinar flugeldasýningar hjá honum, en svo kom hann bara þarna og var svo heldur betur klár. Það var svo mikill kraftur í honum og „passion“. Hann var langbestur í fyrstu umferð af þessum mönnum sem voru að koma heim núna. Djöfull var hann góður,“ sagði Jóhann. Geir Guðmundsson, Björgvin Páll Gústavsson og Þráinn Orri Jónsson sneru allir aftur úr atvinnumennsku í sumar og fóru í Hauka, Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson fóru í KA, og Sigtryggur Daði Rúnarsson ákvað að prófa Olís-deildina með ÍBV eftir að hafa spilað í Þýskalandi. Guðmundur Hólmar stóð hins vegar upp úr í 1. umferðinni: „Hann var úti um allt – skoraði með uppstökki, skoti af gólfinu og með alls konar hætti. Hann er með fullt af vopnum í vopnabúrinu hjá sér og það verður ekkert auðvelt að stoppa hann,“ sagði Ásgeir. Næsta lið sem freistar þess að stöðva Guðmund er KA, uppeldisfélag kappans, en Selfoss og KA mætast í Hleðsluhöllinni á föstudag kl. 19.30. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar fór á kostum Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir „Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00 Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hvaða liðum mætir Ísland á HM? Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira
„Hann var langbesti leikmaðurinn hjá Selfossi í þessum leik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um Guðmund Hólmar Helgason sem sneri aftur í Olís-deildina í handbolta með stæl um helgina. Guðmundur Hólmar, sem er Akureyringur, lék með Val áður en hann fór í atvinnumennsku árið 2016. Hann lék með Cesson-Rennes í Frakklandi og svo West Wien í Austurríki áður en hann kom aftur til Íslands í sumar og gekk í raðir Selfoss. Guðmundur Hólmar var til umræðu í fjörugum þætti af Seinni bylgjunni á laugardag: „Hann er alveg tilbúinn. Það eru mikil viðbrigði að koma heim. Ekki bara í handboltann hérna, heldur ertu kannski að koma úr því að vera atvinnumaður í að sinna vinnu með boltanum og slíkt. Þetta er mjög krefjandi. En þvílík frammistaða í þessum leik,“ sagði Ásgeir um Guðmund sem skoraði 10 mörk og átti að minnsta kosti fjórar stoðsendingar í 27-26 sigri á Stjörnunni. „Með fullt af vopnum í vopnabúrinu“ „Það kom mér á óvart hvað hann var góður sóknarlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Við höfum eiginlega ekkert séð hann í sókn þann tíma sem hann hefur verið úti, og í landsliðinu fór hann nú ekki mikið yfir miðju. Maður heyrði svo að í Frakklandi og Austurríki hefðu þetta ekki verið neinar flugeldasýningar hjá honum, en svo kom hann bara þarna og var svo heldur betur klár. Það var svo mikill kraftur í honum og „passion“. Hann var langbestur í fyrstu umferð af þessum mönnum sem voru að koma heim núna. Djöfull var hann góður,“ sagði Jóhann. Geir Guðmundsson, Björgvin Páll Gústavsson og Þráinn Orri Jónsson sneru allir aftur úr atvinnumennsku í sumar og fóru í Hauka, Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson fóru í KA, og Sigtryggur Daði Rúnarsson ákvað að prófa Olís-deildina með ÍBV eftir að hafa spilað í Þýskalandi. Guðmundur Hólmar stóð hins vegar upp úr í 1. umferðinni: „Hann var úti um allt – skoraði með uppstökki, skoti af gólfinu og með alls konar hætti. Hann er með fullt af vopnum í vopnabúrinu hjá sér og það verður ekkert auðvelt að stoppa hann,“ sagði Ásgeir. Næsta lið sem freistar þess að stöðva Guðmund er KA, uppeldisfélag kappans, en Selfoss og KA mætast í Hleðsluhöllinni á föstudag kl. 19.30. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar fór á kostum
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir „Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00 Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hvaða liðum mætir Ísland á HM? Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira
„Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00
Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00