Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2020 12:30 Steindi fór um víðan völl í samtali við Sölva. Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Steindi, sem er löngu orðinn landsþekktur fyrir grín, söng og margt fleira, segir meðal annars í viðtalinu frá tímabilinu þegar hann lék í Undir Trénu. „Þetta var drulluerfitt, en ógeðslega gaman og ég væri mjög mikið til í að fá að gera þetta aftur. En þetta var líka bara erfiður tími hjá mér. Ég var nýbúinn að eignast barn og var aldrei heima. Það er ógeðslega erfitt af því að manni líður eins og maður sé svo lélegur pabbi. Og ég var akkúrat líka að leika mann í myndinni sem fékk ekki að hitta dóttur sína, á sama tíma og ég sá eiginlega aldrei dóttur mína af því að hún var sofandi þegar ég fór út á morgnana og sofnuð þegar ég kom heim á kvöldin,“ segir Steindi og heldur áfram. Klippa: Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun „Þetta var bara svolítið þungt allt, af því að ég var líka svo efins um hvort ég væri að gera þetta nógu vel. Ég hef tilhneigingu til að efast um mig og það hrjáir mig stundum. Þetta var líka bara reynsluleysi. Ég kunni ekki að sleppa dögunum þegar þeir voru búnir. Ef Siggi Sigurjóns til dæmis er að leika eitthvað hlutverk, einn af okkar bestu leikurum, þá mætir hann bara á sett, leikur það, fer svo út í bíl og hreinsar það. En ég kunni það ekkert og fékk þetta svolítið á heilann. En mig langar samt mikið að gera þetta aftur af því að þetta var rosalega gaman líka.“ Steindi segir í viðtalinu við Sölva líka frá því hve sólginn hann hefur verið í nikótín á löngum köflum, sem einu sinni endaði með ósköpum. Gerist ekki á hverjum degi „Áður en Vape-ið kom hingað til lands, þá kom félagi minn frá Danmörku með Vape penna til Íslands og sagði við mig að ég mætti reykja þetta alls staðar. Ég var ógeðslega peppaður og fékk að eiga pennann og var með vökva sem voru ógeðslega sterkir, þetta var alveg grjóthart. Ég reykti alls staðar, ég reykti í bíó, heima, í bílnum, ég var alltaf með pennann og að reykja sígarettur líka ofan á þetta. Síðan eftir einhverja þrjá daga, þá fékk ég ógeðslega háan hita og varð grár í framan. Ég var eins og nafnspjald í framan. Ég er ekki að djóka Sölvi, það lak úr mér og það kom í ljós að ég var kominn með nikótín-eitrun. Ég reykti mig í nikótíneitrun. Liðið þarna upp frá [á spítalanum] heyrir ekkert um svona lagað á hverjum degi. Þetta var agalegt.” Í viðtalinu fara Sölvi og Steindi yfir feril þess síðarnefnda, sem hefur oft verið mjög skrautlegur. „Ég gaf út blað sem hét Lókal. Ég og félagi minn Hilmar Gunnarsson, við ákváðum að gera dagblað fyrir unga fólkið í Mosfellsbæ og gáfum allt í allt út tólf tölublöð. En það var nánast ekki stafur í blaðinu sem meikaði sens. Það var fullt af viðtölum í blaðinu, en viðtölin voru aldrei tekin. Það var bara tekin mynd af fólki, bara mynd af einhverjum Mosfellingi, jafnvel bara opnuviðtal, sem viðkomandi tók aldrei þátt í. Það voru bara spurningar og svör og allur pakkinn án þess að umfjöllunarefnið hefði tekið neinn þátt. Mannskapurinn tók misvel í þetta. Þetta var stundum vesen og það var ekki heil brú í þessu blaði. En við gerðum þetta í eitt ár og þetta var rosalega gaman.” Í viðtalinu ræða Steindi og Sölvi um stórmerkilegan feril Steinda, mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, leikstjóradraumana og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Steindi, sem er löngu orðinn landsþekktur fyrir grín, söng og margt fleira, segir meðal annars í viðtalinu frá tímabilinu þegar hann lék í Undir Trénu. „Þetta var drulluerfitt, en ógeðslega gaman og ég væri mjög mikið til í að fá að gera þetta aftur. En þetta var líka bara erfiður tími hjá mér. Ég var nýbúinn að eignast barn og var aldrei heima. Það er ógeðslega erfitt af því að manni líður eins og maður sé svo lélegur pabbi. Og ég var akkúrat líka að leika mann í myndinni sem fékk ekki að hitta dóttur sína, á sama tíma og ég sá eiginlega aldrei dóttur mína af því að hún var sofandi þegar ég fór út á morgnana og sofnuð þegar ég kom heim á kvöldin,“ segir Steindi og heldur áfram. Klippa: Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun „Þetta var bara svolítið þungt allt, af því að ég var líka svo efins um hvort ég væri að gera þetta nógu vel. Ég hef tilhneigingu til að efast um mig og það hrjáir mig stundum. Þetta var líka bara reynsluleysi. Ég kunni ekki að sleppa dögunum þegar þeir voru búnir. Ef Siggi Sigurjóns til dæmis er að leika eitthvað hlutverk, einn af okkar bestu leikurum, þá mætir hann bara á sett, leikur það, fer svo út í bíl og hreinsar það. En ég kunni það ekkert og fékk þetta svolítið á heilann. En mig langar samt mikið að gera þetta aftur af því að þetta var rosalega gaman líka.“ Steindi segir í viðtalinu við Sölva líka frá því hve sólginn hann hefur verið í nikótín á löngum köflum, sem einu sinni endaði með ósköpum. Gerist ekki á hverjum degi „Áður en Vape-ið kom hingað til lands, þá kom félagi minn frá Danmörku með Vape penna til Íslands og sagði við mig að ég mætti reykja þetta alls staðar. Ég var ógeðslega peppaður og fékk að eiga pennann og var með vökva sem voru ógeðslega sterkir, þetta var alveg grjóthart. Ég reykti alls staðar, ég reykti í bíó, heima, í bílnum, ég var alltaf með pennann og að reykja sígarettur líka ofan á þetta. Síðan eftir einhverja þrjá daga, þá fékk ég ógeðslega háan hita og varð grár í framan. Ég var eins og nafnspjald í framan. Ég er ekki að djóka Sölvi, það lak úr mér og það kom í ljós að ég var kominn með nikótín-eitrun. Ég reykti mig í nikótíneitrun. Liðið þarna upp frá [á spítalanum] heyrir ekkert um svona lagað á hverjum degi. Þetta var agalegt.” Í viðtalinu fara Sölvi og Steindi yfir feril þess síðarnefnda, sem hefur oft verið mjög skrautlegur. „Ég gaf út blað sem hét Lókal. Ég og félagi minn Hilmar Gunnarsson, við ákváðum að gera dagblað fyrir unga fólkið í Mosfellsbæ og gáfum allt í allt út tólf tölublöð. En það var nánast ekki stafur í blaðinu sem meikaði sens. Það var fullt af viðtölum í blaðinu, en viðtölin voru aldrei tekin. Það var bara tekin mynd af fólki, bara mynd af einhverjum Mosfellingi, jafnvel bara opnuviðtal, sem viðkomandi tók aldrei þátt í. Það voru bara spurningar og svör og allur pakkinn án þess að umfjöllunarefnið hefði tekið neinn þátt. Mannskapurinn tók misvel í þetta. Þetta var stundum vesen og það var ekki heil brú í þessu blaði. En við gerðum þetta í eitt ár og þetta var rosalega gaman.” Í viðtalinu ræða Steindi og Sölvi um stórmerkilegan feril Steinda, mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, leikstjóradraumana og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning