Vanmáttartilfinningin sigruð Brynhildur Bolladóttir skrifar 15. september 2020 14:30 Mörg okkar hafa fylgst með fréttum sl. daga og fundið fyrir kunnuglegri vanmáttartilfinningu sem gerir alltof oft vart við sig. Fregnir af brottvísun fjölskyldu frá landinu nísta inn að hjartarótum, myndir af eldum sem geisa í Moria búðunum í Grikklandi eru óhugsandi. Börn flýja eina heimilið sem þau þekkja, tjaldbúðir með þúsundum annarra þar sem 167 einstaklingar deila klósetti og 242 sturtu. Stundum hugsa ég um hvernig mér hefur liðið að lokinni útilegu eða ferð á tónlistarhátíð, þar sem ég fór í þeim eina tilgangi að hafa gaman en hef alltaf þakkað fyrir rúmið mitt og sturtuna að skemmtun lokinni. Fólk sem býr í flóttamannabúðum er svo sannarlega ekki í skemmtiferð og það veit ekkert hvar heima verður í framtíðinni. Það eygir von um að eignast betra líf á friðsælum stað, en allra helst myndi það vilja búa þar sem það átti heima. Þar sem það átti vini og fjölskyldu, menninguna sína og lífsviðurværi. En öryggi heimilisins eða jafnvel landsins alls var ógnað svo það lagði á flótta og býr nú í ómannsæmandi aðstæðum. Fréttamyndir frá Sýrlandi, Jemen, Palestínu, Grikklandi og Miðjarðarhafinu og fleiri og fleiri löndum sitja í mér. Hvað get ég gert héðan af heimili mínu í Laugardalnum? Úr vinnunni minni í Efstaleiti í litlu Reykjavík? Mörg grípa til aðgerða, fara erlendis sem sendifulltrúar á vegum félaga líkt og Rauða krossins eða annarra. Ekki öll hafa tækifæri, vilja eða getu til þess að aðstoða á vettvangi enda reynir það virkilega á líkama og sál en það eru hins vegar ótal tækifæri til þess að styðja við fólk og rétta út hjálparhönd. Láta gott af sér leiða en læra líka óskaplega margt í leiðinni. Eitt það gagnlegasta sem þú getur gert er að gerast sjálfboðaliði og styðja fólk sem komið er hingað til lands í leit að vernd. Rauði krossinn er með fjölmörg verkefni um allt land sem snúa m.a. að því að veita aðstoð en ekki síst vináttu til fólks sem flúið hefur heimkynni sín. Þá eru einnig ýmis verkefni sem snúa að því að koma í veg fyrir einmanaleika og fleira. Tími er gjarnan af skornum skammti en sjálfboðaliðastarf gefur fólki oftast mun meira en það tekur og lærdómurinn, gleðin og ánægjan skila sér. Kannski er líka bara hægt að horfa saman á Netflix í staðinn fyrir að gera það ein? Látum þetta verða haustið þar sem við sigrum vanmáttartilfinninguna og gerum eitthvað í því að gera heiminn að betri stað. Skráðu þig sem sjálfboðaliða strax í dag á raudikrossinn.is Sjálfboðastarf þitt getur breytt lífum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Hælisleitendur Félagasamtök Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Mörg okkar hafa fylgst með fréttum sl. daga og fundið fyrir kunnuglegri vanmáttartilfinningu sem gerir alltof oft vart við sig. Fregnir af brottvísun fjölskyldu frá landinu nísta inn að hjartarótum, myndir af eldum sem geisa í Moria búðunum í Grikklandi eru óhugsandi. Börn flýja eina heimilið sem þau þekkja, tjaldbúðir með þúsundum annarra þar sem 167 einstaklingar deila klósetti og 242 sturtu. Stundum hugsa ég um hvernig mér hefur liðið að lokinni útilegu eða ferð á tónlistarhátíð, þar sem ég fór í þeim eina tilgangi að hafa gaman en hef alltaf þakkað fyrir rúmið mitt og sturtuna að skemmtun lokinni. Fólk sem býr í flóttamannabúðum er svo sannarlega ekki í skemmtiferð og það veit ekkert hvar heima verður í framtíðinni. Það eygir von um að eignast betra líf á friðsælum stað, en allra helst myndi það vilja búa þar sem það átti heima. Þar sem það átti vini og fjölskyldu, menninguna sína og lífsviðurværi. En öryggi heimilisins eða jafnvel landsins alls var ógnað svo það lagði á flótta og býr nú í ómannsæmandi aðstæðum. Fréttamyndir frá Sýrlandi, Jemen, Palestínu, Grikklandi og Miðjarðarhafinu og fleiri og fleiri löndum sitja í mér. Hvað get ég gert héðan af heimili mínu í Laugardalnum? Úr vinnunni minni í Efstaleiti í litlu Reykjavík? Mörg grípa til aðgerða, fara erlendis sem sendifulltrúar á vegum félaga líkt og Rauða krossins eða annarra. Ekki öll hafa tækifæri, vilja eða getu til þess að aðstoða á vettvangi enda reynir það virkilega á líkama og sál en það eru hins vegar ótal tækifæri til þess að styðja við fólk og rétta út hjálparhönd. Láta gott af sér leiða en læra líka óskaplega margt í leiðinni. Eitt það gagnlegasta sem þú getur gert er að gerast sjálfboðaliði og styðja fólk sem komið er hingað til lands í leit að vernd. Rauði krossinn er með fjölmörg verkefni um allt land sem snúa m.a. að því að veita aðstoð en ekki síst vináttu til fólks sem flúið hefur heimkynni sín. Þá eru einnig ýmis verkefni sem snúa að því að koma í veg fyrir einmanaleika og fleira. Tími er gjarnan af skornum skammti en sjálfboðaliðastarf gefur fólki oftast mun meira en það tekur og lærdómurinn, gleðin og ánægjan skila sér. Kannski er líka bara hægt að horfa saman á Netflix í staðinn fyrir að gera það ein? Látum þetta verða haustið þar sem við sigrum vanmáttartilfinninguna og gerum eitthvað í því að gera heiminn að betri stað. Skráðu þig sem sjálfboðaliða strax í dag á raudikrossinn.is Sjálfboðastarf þitt getur breytt lífum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun