Konur miklu áhugasamari um fjarvinnu en karlar Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. september 2020 09:00 Tómas Bjarnason Gallup Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Langflestir þeirra sem hafa mikinn áhuga á að vinna fjarvinnu, sjá fyrir sér að vinna 1-3 daga í fjarvinnu á viku“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup en í dag birtir Atvinnulífið á Vísi tölur úr mælingum Gallup um fjarvinnu. Nýjar tölur verða birtar á Vísi mánaðarlega næstu mánuði þar sem ætlunin er að fylgjast með því hvernig fólki líður í fjarvinnu, hvort almennur áhugi sé til staðar á fjarvinnu og hvernig vinnustöðum gengur með fyrirkomulag og stjórnun fjarvinnu. Í þessum fyrstu tölum sem birtar eru má sjá hvernig fjarvinna var að mælast í samkomubanni síðasta vor og eftir að því lauk í sumar. Þróun þessara þátta verður svo áfram skoðuð í október. Konur og karlar: Konur áhugasamari „Af þeim sem unnu fjarvinnu á síðustu tíu dögum, eru konur áhugasamari en karlar um að halda áfram að vinna fjarvinnu. Ríflega sjö af hverjum tíu konum hafa mikinn áhuga á að halda áfram að vinna fjarvinnu en ríflega fjórir af hverjum tíu körlum“ segir Tómas. Að hans sögn er þó ekki munur á óskum karla og kvenna um það hversu mikla fjarvinnu fólk er að sjá fyrir sér í hverri vikutil frambúðar. „Langflestir þeirra sem hafa mikinn áhuga á að vinna fjarvinnu, sjá fyrir sér að vinna 1-3 daga í fjarvinnu á viku. Mjög fáir hafa áhuga á að vera einvörðungu í fjarvinnu, eins og margir þurftu að gera í kórónufaraldrinum“ segir Tómas. Fjöldi fjarvinnudaga: Úr 7,3 dögum í 3,5 daga Að sögn Tómasar sýndu tölur úr mælingum sem gerðar voru fyrir Mannauð síðastliðið vor að flestir vinnustaðir gerðu ráð fyrir að draga verulega úr fjarvinnu eftir samkomubann. Þó var munur á svörum vinnustaðanna eftir því hversu vel eða illa fjarvinna hentaði starfseminni og verkefnunum. „Niðurstöður úr könnunum okkar meðal starfsfólks almennt úr Viðhorfahópi Gallup sýnir að mikið dróg úr fjarvinnu milli apríl og júní. Í apríl sögðust 46% svarenda hafa unnið einn dag eða meira í fjarvinnu á síðustu tíu virkum dögum en aðeins 21% í júní“ segir Tómas. Þá kemur í ljós að þeir sem unnu fjarvinnu, unnu færri daga í fjarvinnu í júní en í apríl: Tómas segir að þótt fjarvinna hafi verið örlítið algengari meðal kvenna en karla í júní hafi fjöldi fjarvinnudaga á viku verið svipaður á milli kynja. „Niðurstaðan er því í stuttu máli að mikið hafi dregið úr fjarvinnu frá því í apríl og að starfsfólk sé að miklu leyti aftur snúið á vinnustaðinn“ segir Tómas. Áhugi fólks á fjarvinnu: Mikill en í bland Að sögn Tómasar mátti strax í vor sjá vísbendingar um að fólk hefði áhuga á að nýta fjarvinnu meira, en þó kysi fólk almennt fjarvinnu í bland við viðveru á vinnustað. „Lærdómurinn sem fólk hefur trúlega dregið af kórónufaraldrinum er að fjarvinna sé góður valkostur sem gott sé að nýta 1-3 daga í viku, en að einnig sé mikilvægt að halda góðu sambandi við vinnustaðinn af mörgum ástæðum,“ segir Tómas. Samanburður: Ísland og umheimurinn Tómas segir að þessar fyrstu tölur séu í samræmi við það sem mælingar eru að sýna erlendis. Til dæmis í samanburði við mælingar Gallup í Bandaríkjunum frá í vor. „Niðurstöður Gallup í Bandaríkjunum sýna að meirihluti þeirra sem eru spurðir myndu vilja halda áfram að vinna fjarvinnu, eða 59%. Tveir af fimm myndu á hinn bóginn vilja snúa til baka á vinnustaðinn“ segir Tómas. Þá segir hann að áhugavert verði að fylgjast með því í haust og vetur hvernig fjarvinna muni mælast því fyrir tíma kórónufaraldurs var fjarvinna algengari víða erlendis en hér. „Í alþjóðlegu samhengi erum við nálægt meðaltali Evrópulanda ef skoðuð eru gögn Eurostat. Efst tróna Holland og Finnland þar sem um 14% unnu vinnu sína venjulega frá heimilinu á árinu 2019. Á Íslandi var talan þá 6%“ segir Tómas. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að fjarvinna hentar vinnustöðum misvel og sumum alls ekki. „Fjarvinna er meiri á vinnustöðum þar sem starfsemin felst í þjónustu við atvinnuvegi, en nýtt í mun minna mæli í framleiðslustarfsemi ýmiskonar og eins meðal vinnustaða í heilbrigðis- og félagsþjónustu og löggæslu, eins og gefur að skilja“ segir Tómas. Að hans sögn þýðir þetta að almennt hafi aðeins um 5% fólks unnið í fjarvinnu samkvæmt mælingum Eurostat fyrir Evrópu. Þetta séu þá tölur sem hafa mælst að jafnaði síðustu árin, fyrir tíma kórónufaraldurs. „Kórónufaraldurinn breytti þessu öllu og ýtti stjórnendum og vinnustöðum í að nýta mun betur þá tæknilegu möguleika sem höfðu lengi verið fyrir hendi til að vinna fjarvinnu“ segir Tómas sem um miðjan október mun rýna í nýjar tölur um fjarvinnu. Fjarvinna Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Langflestir þeirra sem hafa mikinn áhuga á að vinna fjarvinnu, sjá fyrir sér að vinna 1-3 daga í fjarvinnu á viku“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup en í dag birtir Atvinnulífið á Vísi tölur úr mælingum Gallup um fjarvinnu. Nýjar tölur verða birtar á Vísi mánaðarlega næstu mánuði þar sem ætlunin er að fylgjast með því hvernig fólki líður í fjarvinnu, hvort almennur áhugi sé til staðar á fjarvinnu og hvernig vinnustöðum gengur með fyrirkomulag og stjórnun fjarvinnu. Í þessum fyrstu tölum sem birtar eru má sjá hvernig fjarvinna var að mælast í samkomubanni síðasta vor og eftir að því lauk í sumar. Þróun þessara þátta verður svo áfram skoðuð í október. Konur og karlar: Konur áhugasamari „Af þeim sem unnu fjarvinnu á síðustu tíu dögum, eru konur áhugasamari en karlar um að halda áfram að vinna fjarvinnu. Ríflega sjö af hverjum tíu konum hafa mikinn áhuga á að halda áfram að vinna fjarvinnu en ríflega fjórir af hverjum tíu körlum“ segir Tómas. Að hans sögn er þó ekki munur á óskum karla og kvenna um það hversu mikla fjarvinnu fólk er að sjá fyrir sér í hverri vikutil frambúðar. „Langflestir þeirra sem hafa mikinn áhuga á að vinna fjarvinnu, sjá fyrir sér að vinna 1-3 daga í fjarvinnu á viku. Mjög fáir hafa áhuga á að vera einvörðungu í fjarvinnu, eins og margir þurftu að gera í kórónufaraldrinum“ segir Tómas. Fjöldi fjarvinnudaga: Úr 7,3 dögum í 3,5 daga Að sögn Tómasar sýndu tölur úr mælingum sem gerðar voru fyrir Mannauð síðastliðið vor að flestir vinnustaðir gerðu ráð fyrir að draga verulega úr fjarvinnu eftir samkomubann. Þó var munur á svörum vinnustaðanna eftir því hversu vel eða illa fjarvinna hentaði starfseminni og verkefnunum. „Niðurstöður úr könnunum okkar meðal starfsfólks almennt úr Viðhorfahópi Gallup sýnir að mikið dróg úr fjarvinnu milli apríl og júní. Í apríl sögðust 46% svarenda hafa unnið einn dag eða meira í fjarvinnu á síðustu tíu virkum dögum en aðeins 21% í júní“ segir Tómas. Þá kemur í ljós að þeir sem unnu fjarvinnu, unnu færri daga í fjarvinnu í júní en í apríl: Tómas segir að þótt fjarvinna hafi verið örlítið algengari meðal kvenna en karla í júní hafi fjöldi fjarvinnudaga á viku verið svipaður á milli kynja. „Niðurstaðan er því í stuttu máli að mikið hafi dregið úr fjarvinnu frá því í apríl og að starfsfólk sé að miklu leyti aftur snúið á vinnustaðinn“ segir Tómas. Áhugi fólks á fjarvinnu: Mikill en í bland Að sögn Tómasar mátti strax í vor sjá vísbendingar um að fólk hefði áhuga á að nýta fjarvinnu meira, en þó kysi fólk almennt fjarvinnu í bland við viðveru á vinnustað. „Lærdómurinn sem fólk hefur trúlega dregið af kórónufaraldrinum er að fjarvinna sé góður valkostur sem gott sé að nýta 1-3 daga í viku, en að einnig sé mikilvægt að halda góðu sambandi við vinnustaðinn af mörgum ástæðum,“ segir Tómas. Samanburður: Ísland og umheimurinn Tómas segir að þessar fyrstu tölur séu í samræmi við það sem mælingar eru að sýna erlendis. Til dæmis í samanburði við mælingar Gallup í Bandaríkjunum frá í vor. „Niðurstöður Gallup í Bandaríkjunum sýna að meirihluti þeirra sem eru spurðir myndu vilja halda áfram að vinna fjarvinnu, eða 59%. Tveir af fimm myndu á hinn bóginn vilja snúa til baka á vinnustaðinn“ segir Tómas. Þá segir hann að áhugavert verði að fylgjast með því í haust og vetur hvernig fjarvinna muni mælast því fyrir tíma kórónufaraldurs var fjarvinna algengari víða erlendis en hér. „Í alþjóðlegu samhengi erum við nálægt meðaltali Evrópulanda ef skoðuð eru gögn Eurostat. Efst tróna Holland og Finnland þar sem um 14% unnu vinnu sína venjulega frá heimilinu á árinu 2019. Á Íslandi var talan þá 6%“ segir Tómas. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að fjarvinna hentar vinnustöðum misvel og sumum alls ekki. „Fjarvinna er meiri á vinnustöðum þar sem starfsemin felst í þjónustu við atvinnuvegi, en nýtt í mun minna mæli í framleiðslustarfsemi ýmiskonar og eins meðal vinnustaða í heilbrigðis- og félagsþjónustu og löggæslu, eins og gefur að skilja“ segir Tómas. Að hans sögn þýðir þetta að almennt hafi aðeins um 5% fólks unnið í fjarvinnu samkvæmt mælingum Eurostat fyrir Evrópu. Þetta séu þá tölur sem hafa mælst að jafnaði síðustu árin, fyrir tíma kórónufaraldurs. „Kórónufaraldurinn breytti þessu öllu og ýtti stjórnendum og vinnustöðum í að nýta mun betur þá tæknilegu möguleika sem höfðu lengi verið fyrir hendi til að vinna fjarvinnu“ segir Tómas sem um miðjan október mun rýna í nýjar tölur um fjarvinnu.
Fjarvinna Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira