Tottenham að næla í leikmenn sem voru orðaðir við Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 07:00 Þessir tveir gætu verið á leið frá Real Madrid til Tottenham Hotspur. David S. Bustamante/Manuel Queimadelo José Mourinho virðist vera í þann mund að næla í tvo leikmenn sem voru báðir orðaðir við hans fyrrum félag Manchester United. Gareth Bale og Sergio Reguilón eru báðir leikmenn Real Madrid í dag en gætu skipt út hvítri treyju Real fyrir hvíta treyju Tottenham Hotspur. Orðrómar þess efnis að Manchester United væri að skoða Gareth Bale sem mögulega lausn ef Borussia Dortmund myndi ekki samþykkja tilboð þeirra í Jadon Sancho fóru á flug um helgina. Nú hafa bæði Sky Sports og BBC greint frá því að Bale hafi meiri áhuga á að snúa aftur á White Hart Lane og Tottenham sé að gera allt sem í valdi sínu stendur til að fá Walesverjann aftur „heim.“ Bale lék með Tottenham frá árunum 2007 til 2013 og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Þó spænsku meistararnir hafi tekið fyrir það að lána leikmanninn virðist sem það gæti verið möguleiki. Það er allavega deginum ljósara að Bale á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Could Gareth Bale be heading back to Spurs?#THFC are also in talks with Real Madrid over a deal to sign left-back Sergio Reguilon...— Sky Sports (@SkySports) September 15, 2020 Vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilón er einnig talinn vera á leið til Tottenham frá Real. Hinn 23 ára gamli Reguilón var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð. Vann félagið Evrópudeildina og góð frammistaða hans gegn Manchester United í undanúrslitum vakti athygli Ole Gunnar Solskjær, þjálfara United. Real er tilbúið að selja þennan unga bakvörð með því skilyrði að klásúla verði sett í samninginn Real geti keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð. Virðist sem forráðamenn Man Utd hafi ekki áhuga á að kaupa leikmanninn ef Real setur þetta sem skilyrði. Áhugi Tottenham er enn jafn mikill sama hvort Real fái forkaupsrétt á leikmanninum að ári eður ei. Því virðist sem Reguilón muni fylgja Bale til Lundúna. Að lokum er Tottenham einnig orðað við framherjann Bas Dost sem lék með Eintracht Frankfurt á síðustu leiktíð. Þessi 31 árs gamli hollenski frmaherji væri hugsaður sem varaskeifa fyrir Harry Kane sem er í raun eini hreinræktaði framherji liðsins að svo stöddu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
José Mourinho virðist vera í þann mund að næla í tvo leikmenn sem voru báðir orðaðir við hans fyrrum félag Manchester United. Gareth Bale og Sergio Reguilón eru báðir leikmenn Real Madrid í dag en gætu skipt út hvítri treyju Real fyrir hvíta treyju Tottenham Hotspur. Orðrómar þess efnis að Manchester United væri að skoða Gareth Bale sem mögulega lausn ef Borussia Dortmund myndi ekki samþykkja tilboð þeirra í Jadon Sancho fóru á flug um helgina. Nú hafa bæði Sky Sports og BBC greint frá því að Bale hafi meiri áhuga á að snúa aftur á White Hart Lane og Tottenham sé að gera allt sem í valdi sínu stendur til að fá Walesverjann aftur „heim.“ Bale lék með Tottenham frá árunum 2007 til 2013 og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Þó spænsku meistararnir hafi tekið fyrir það að lána leikmanninn virðist sem það gæti verið möguleiki. Það er allavega deginum ljósara að Bale á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Could Gareth Bale be heading back to Spurs?#THFC are also in talks with Real Madrid over a deal to sign left-back Sergio Reguilon...— Sky Sports (@SkySports) September 15, 2020 Vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilón er einnig talinn vera á leið til Tottenham frá Real. Hinn 23 ára gamli Reguilón var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð. Vann félagið Evrópudeildina og góð frammistaða hans gegn Manchester United í undanúrslitum vakti athygli Ole Gunnar Solskjær, þjálfara United. Real er tilbúið að selja þennan unga bakvörð með því skilyrði að klásúla verði sett í samninginn Real geti keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð. Virðist sem forráðamenn Man Utd hafi ekki áhuga á að kaupa leikmanninn ef Real setur þetta sem skilyrði. Áhugi Tottenham er enn jafn mikill sama hvort Real fái forkaupsrétt á leikmanninum að ári eður ei. Því virðist sem Reguilón muni fylgja Bale til Lundúna. Að lokum er Tottenham einnig orðað við framherjann Bas Dost sem lék með Eintracht Frankfurt á síðustu leiktíð. Þessi 31 árs gamli hollenski frmaherji væri hugsaður sem varaskeifa fyrir Harry Kane sem er í raun eini hreinræktaði framherji liðsins að svo stöddu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00