Valitor varar við svikapóstum í nafni Póstsins Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 23:19 Valitor ítrekar að fólk eigi ekki að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. Vísir/GEtty Seinnipartinn í dag virðast nokkrir hafa fengið svikapósta í nafni Póstsins að því er fram kemur í tilkynningu Valitor. Móttakandi er beðinn um að smella á hlekk þar sem hann er færður inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Í tilkynningunni eru fyrri viðvaranir ítrekaðar og fólk beðið um að opna ekki hlekki sem fylgja umræddum skilaboðum. Þá eigi fólk ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. „Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða eru í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga sem þeir fá er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma bankans,“ segir að lokum í tilkynningunni. Valitor Í póstinum er viðtakandanum tilkynnt að tollar hafi ekki verið greiddir af sendingu. Hann er jafnframt beðinn um að smella á hlekk til þess að staðfesta sendingu á pakkanum. Tölvupósturinn er sambærilegur þeim sem hafa komið upp á undanförnum vikum þar sem Íslendingar eru beðnir um að smella á hlekk eða gefa upp kortaupplýsingar. Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessi mál í Bítinu í síðasta mánuði þar sem hann sagði svindlin oft vera vönduð og sannfærandi. „Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel,“ sagði Gísli. Þar vísaði hann til smáskilaboða sem margir Íslendingar fengu sem virtust vera frá skattinum. Þar var viðtakanda tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“ Netöryggi Pósturinn Netglæpir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Seinnipartinn í dag virðast nokkrir hafa fengið svikapósta í nafni Póstsins að því er fram kemur í tilkynningu Valitor. Móttakandi er beðinn um að smella á hlekk þar sem hann er færður inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Í tilkynningunni eru fyrri viðvaranir ítrekaðar og fólk beðið um að opna ekki hlekki sem fylgja umræddum skilaboðum. Þá eigi fólk ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. „Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða eru í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga sem þeir fá er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma bankans,“ segir að lokum í tilkynningunni. Valitor Í póstinum er viðtakandanum tilkynnt að tollar hafi ekki verið greiddir af sendingu. Hann er jafnframt beðinn um að smella á hlekk til þess að staðfesta sendingu á pakkanum. Tölvupósturinn er sambærilegur þeim sem hafa komið upp á undanförnum vikum þar sem Íslendingar eru beðnir um að smella á hlekk eða gefa upp kortaupplýsingar. Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessi mál í Bítinu í síðasta mánuði þar sem hann sagði svindlin oft vera vönduð og sannfærandi. „Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel,“ sagði Gísli. Þar vísaði hann til smáskilaboða sem margir Íslendingar fengu sem virtust vera frá skattinum. Þar var viðtakanda tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“
Netöryggi Pósturinn Netglæpir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira