Gareth Bale á leiðinni inn hjá Tottenham en Dele Alli líklega á leiðinni út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 09:00 Gareth Bale varð að stórstjörnu hjá Tottenham en hér fagnar hann marki á gamla White Hart Lane. EPA/ANDY RAIN Tottenham stendur í stórræðum þessa dagana með því að reyna að endurheimta fyrrum dýrasta leikmann heims. Guardian, BBC og fleiri enskir miðlar segja frá því að Gareth Bale sé mjög nálægt því að snúa aftur til Tottenham. Það eru margir spenntir að sjá Gareth Bale aftur í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst að sjá þennan öfluga leikmenn spila fótbolta eftir alla bekkjarsetuna hjá Real Madrid að undanförnu. Gareth Bale is on the verge of agreeing a deal with Tottenham!Full story: https://t.co/mu94vHVzgR pic.twitter.com/kDKTVQzbik— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, talaði um það við fjölmiðla í gærkvöldi að þeir væru nálægt því að ganga frá samningi og hlutirnir gætu gengið hratt fyrir sig á næstunni. Tottenham fær Gareth Bale þá á láni frá spænska stórliðinu en knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid telur sig ekki geta notað einn besta knattspyrnumann heims. Gareth Bale hefur ekki viljað fara frá Real Madrid undanfarin ár þrátt fyrir að félagið vilji augljóslega losna við hann. Það spilar mest inn í launin sem Gareth Bale er að fá hjá Real Madrid. Hann vill ekki missa þau enda með einn besta samnniginn í knattspyrnuheiminum. Tottenham close to re-signing Gareth Bale on loan from Real Madrid. By @DaveHytner https://t.co/QSGpb6yNwe pic.twitter.com/eLf3vE5QOw— Guardian sport (@guardian_sport) September 17, 2020 Gareth Bale er að fá um 600 þúsund pund í laun á viku eða meira en 106 milljónir íslenskra króna. Það er ljóst að Tottenham mun taka á sig hluta af þessum launum og samningaviðræðurnar snúast væntanlega um það hversu mikinn hluta Tottenham menn borga. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2013 þegar Real keypti hann fyrir metfé frá Tottenham. Bale lék með Tottenham frá 2007 til 2013 og varð að heimsklassa leikmanni hjá félaginu. Gareth Bale er enn bara 31 árs gamall og ætti því að vera enn á toppnum sem knattspyrnumaður. With Gareth Bale an option for Spurs this transfer window, Dele Alli may find himself leaving the club, being left out of the Europa league squad. Exclusive by @Matt_Law_DT and @SamWallaceTel https://t.co/Bvz674yZds— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2020 Á sama tíma og Gareth Bale er út í kuldanum hjá Zidane þá virðist Jose Mourinho, knattspynustjóri Tottenham, ekki hafa not fyrir enska landsliðsmanninn Dele Alli. Ensku miðlarnir telja að Dele Alli sé á leiðinni frá Tottenham en hann er ekki í leikmannahópi liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Dele Alli er ekki meiddur en Jose Mouringo hefur gagnrýnt hann fyrir leti á æfingum og það lítur út fyrir að Alli sé enn ein stórstjarnan sem kemst upp á kant við Mourinho. Jose tók hann af velli í hálfleik á fyrsta leik Tottenham á tímaiblinu. Tottenham mætir í kvöld Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu í forkeppni Evrópudeildarinnar og kannski skýrast þessi mál ekki endanlega fyrr en eftir þann leik. Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Sjá meira
Tottenham stendur í stórræðum þessa dagana með því að reyna að endurheimta fyrrum dýrasta leikmann heims. Guardian, BBC og fleiri enskir miðlar segja frá því að Gareth Bale sé mjög nálægt því að snúa aftur til Tottenham. Það eru margir spenntir að sjá Gareth Bale aftur í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst að sjá þennan öfluga leikmenn spila fótbolta eftir alla bekkjarsetuna hjá Real Madrid að undanförnu. Gareth Bale is on the verge of agreeing a deal with Tottenham!Full story: https://t.co/mu94vHVzgR pic.twitter.com/kDKTVQzbik— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, talaði um það við fjölmiðla í gærkvöldi að þeir væru nálægt því að ganga frá samningi og hlutirnir gætu gengið hratt fyrir sig á næstunni. Tottenham fær Gareth Bale þá á láni frá spænska stórliðinu en knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid telur sig ekki geta notað einn besta knattspyrnumann heims. Gareth Bale hefur ekki viljað fara frá Real Madrid undanfarin ár þrátt fyrir að félagið vilji augljóslega losna við hann. Það spilar mest inn í launin sem Gareth Bale er að fá hjá Real Madrid. Hann vill ekki missa þau enda með einn besta samnniginn í knattspyrnuheiminum. Tottenham close to re-signing Gareth Bale on loan from Real Madrid. By @DaveHytner https://t.co/QSGpb6yNwe pic.twitter.com/eLf3vE5QOw— Guardian sport (@guardian_sport) September 17, 2020 Gareth Bale er að fá um 600 þúsund pund í laun á viku eða meira en 106 milljónir íslenskra króna. Það er ljóst að Tottenham mun taka á sig hluta af þessum launum og samningaviðræðurnar snúast væntanlega um það hversu mikinn hluta Tottenham menn borga. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2013 þegar Real keypti hann fyrir metfé frá Tottenham. Bale lék með Tottenham frá 2007 til 2013 og varð að heimsklassa leikmanni hjá félaginu. Gareth Bale er enn bara 31 árs gamall og ætti því að vera enn á toppnum sem knattspyrnumaður. With Gareth Bale an option for Spurs this transfer window, Dele Alli may find himself leaving the club, being left out of the Europa league squad. Exclusive by @Matt_Law_DT and @SamWallaceTel https://t.co/Bvz674yZds— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2020 Á sama tíma og Gareth Bale er út í kuldanum hjá Zidane þá virðist Jose Mourinho, knattspynustjóri Tottenham, ekki hafa not fyrir enska landsliðsmanninn Dele Alli. Ensku miðlarnir telja að Dele Alli sé á leiðinni frá Tottenham en hann er ekki í leikmannahópi liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Dele Alli er ekki meiddur en Jose Mouringo hefur gagnrýnt hann fyrir leti á æfingum og það lítur út fyrir að Alli sé enn ein stórstjarnan sem kemst upp á kant við Mourinho. Jose tók hann af velli í hálfleik á fyrsta leik Tottenham á tímaiblinu. Tottenham mætir í kvöld Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu í forkeppni Evrópudeildarinnar og kannski skýrast þessi mál ekki endanlega fyrr en eftir þann leik.
Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Sjá meira