WHO varar við að sóttkví sé stytt Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2020 15:29 Merki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem legst gegn ákvörðunum sumra Evrópuríkja um að stytta sóttkví fyrir þá sem hafa verið útsettir fyrir kórónuveirusmiti. AP/Laurent Gillieron/Keystone Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. Fleiri en 300.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í 53 Evrópulöndum síðustu vikuna. Smituðum hefur fjölgað um meira en 10% í meira en helmingi Evrópuríkjanna undanfarnar tvær vikur. Í sjö ríkjum fjölgaði smituðum tvöfalt. Þrátt fyrir þetta hafa sum ríki, þar á meðal Ísland, ákveðið að slaka á reglum um hversu lengi fólk sem er talið hafa verið útsett fyrir nýju afbrigði kórónuveiru þarf að vera í sóttkví. Hér á landi er nú aðeins gerð krafa um sjö daga sóttkví í stað fjórtán daga áður ef fólk er einkennalaust og sýni er neikvætt. Frönsk stjórnvöld styttu sóttkví einnig um helming í síðustu viku og vísuðu til þess að margir virtu hvort eð er ekki kröfuna um tvær vikur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, varar við því að jafnvel þó að sóttkvíartíminn verði aðeins styttur lítillega gæti það haft veruleg áhrif á útbreiðslu veirunnar. Hækkandi tölur smitaðra í þessum mánuði hafi vakið fólk af værum blundi, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Tilmæli WHO um fjórtán daga sóttkví byggja á þekkingu á meðgöngutíma veirunnar og smitleiðum. Katie Smallwood, sérfræðingur hjá WHO, segir að stofnunin myndi aðeins breyta þeim tilmælum á grundvelli skilnings hennar á vísindunum að baki. „Það er enn sem komið er ekki tilfellið,“ sagði hún á blaðamannafundi með Kluge sem fór fram með fjarfundarbúnaði í dag. Kluge viðurkenndi að þreytu væri byrjað að gæta á meðal almennings og jafnvel andstöðu við sóttvarnaraðgerðir. Lýsti hann engu að síður trú sinni á að Evrópulöndum tækist að bæla veiruna niður aftur. „Í vor og snemma í sumar gátum við séð áhrif strangra takmarkana. Aðgerðir okkar, fórnir okkar, borguðu sig. Í júní voru aldrei færri smitaðir. Tölurnar um fjölda smitaðra í september ættu aftur á móti að vera okkur öllum vakning,“ sagði Kluge. Tæplega fjörutíu manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi undanfarna þrjá sólarhringa. Aðeins ellefu þeirra voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. Fleiri en 300.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í 53 Evrópulöndum síðustu vikuna. Smituðum hefur fjölgað um meira en 10% í meira en helmingi Evrópuríkjanna undanfarnar tvær vikur. Í sjö ríkjum fjölgaði smituðum tvöfalt. Þrátt fyrir þetta hafa sum ríki, þar á meðal Ísland, ákveðið að slaka á reglum um hversu lengi fólk sem er talið hafa verið útsett fyrir nýju afbrigði kórónuveiru þarf að vera í sóttkví. Hér á landi er nú aðeins gerð krafa um sjö daga sóttkví í stað fjórtán daga áður ef fólk er einkennalaust og sýni er neikvætt. Frönsk stjórnvöld styttu sóttkví einnig um helming í síðustu viku og vísuðu til þess að margir virtu hvort eð er ekki kröfuna um tvær vikur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, varar við því að jafnvel þó að sóttkvíartíminn verði aðeins styttur lítillega gæti það haft veruleg áhrif á útbreiðslu veirunnar. Hækkandi tölur smitaðra í þessum mánuði hafi vakið fólk af værum blundi, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Tilmæli WHO um fjórtán daga sóttkví byggja á þekkingu á meðgöngutíma veirunnar og smitleiðum. Katie Smallwood, sérfræðingur hjá WHO, segir að stofnunin myndi aðeins breyta þeim tilmælum á grundvelli skilnings hennar á vísindunum að baki. „Það er enn sem komið er ekki tilfellið,“ sagði hún á blaðamannafundi með Kluge sem fór fram með fjarfundarbúnaði í dag. Kluge viðurkenndi að þreytu væri byrjað að gæta á meðal almennings og jafnvel andstöðu við sóttvarnaraðgerðir. Lýsti hann engu að síður trú sinni á að Evrópulöndum tækist að bæla veiruna niður aftur. „Í vor og snemma í sumar gátum við séð áhrif strangra takmarkana. Aðgerðir okkar, fórnir okkar, borguðu sig. Í júní voru aldrei færri smitaðir. Tölurnar um fjölda smitaðra í september ættu aftur á móti að vera okkur öllum vakning,“ sagði Kluge. Tæplega fjörutíu manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi undanfarna þrjá sólarhringa. Aðeins ellefu þeirra voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20
Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07