Enski boltinn

Jóhann Berg borinn af velli | Mögu­lega fót­brotinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg var borinn af velli í dag eftir grófa tæklingu.
Jóhann Berg var borinn af velli í dag eftir grófa tæklingu. Vísir/Getty

Meiðslamartröð Jóhanns Bergs Guðmundssonar - leikmann íslenska landsliðsins og Burnley sem leikur í ensku úrvalsdeildinni - virðist engan endi ætla að taka. Hann var í byrjunarliði Burnley er liðið tók á móti Sheffield United í enska deildarbikarnum í kvöld.

Eftir aðeins tíu mínútna leik var Jóhann Berg tæklaður illa og þurfti að yfirgefa leikvanginn á sjúkrabörum. Var hann með súrefnisgrímu yfir andliti er hann var borinn af velli. 

Þetta kemur fram á Twitter-síðu Burnley. Óttast stuðningsmenn Burnley að Jóhann Berg gæti verið fótbrotinn en tæklingin var í grófari kantinum.

Hinn 29 ára gmali Jóhann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli síðan á HM í Rússlandi sumarið 2018 en hann byrjaði til að mynda aðeins sex leiki í ensku úrvalsdeildinni með Burnley á síðustu leiktíð.


Tengdar fréttir

Í beinni: Burnley - Sheff. Utd | Fáum við Íslendingaslag í deildabikarnum?

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fá Sheffield United í heimsókn í uppgjöri tveggja úrvalsdeildarliða í annarri umferð enska deildabikarsins en í boði er sæti í 32 liða úrslitum. Það er líka búið að draga í næstu umferð og vinni Burnley bíður liðsins Íslendingaslagur á móti Millwall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×