Enski boltinn

Stoke sló Wolves út | Brighton með öruggan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jacob Brown fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Jacob Brown fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Nick Potts/PA Images via Getty Images

Síðustu leikir 64-liða úrslita enska deildarbikarsins fóru fram í kvöld. Stoke City sló úrvalsdeildarlið Wolves út og Brighton & Hove Albion unnu stórsigur.

Jacob Brown skoraði eina markið er Stoke gerði sér lítið fyrir og sló Wolves út með 1-0 sigri á útivelli. Markið kom alveg undir lok leiks og Wolves náðu ekki að svara á þeim skamma tíma sem var eftir.

Stoke City á nú ágætis möguleika á að komast í 16-liða úrslit en þeir mæta Gillingham á heimavelli í næstu umferð.

Þá vann Brighton öruggan 4-0 sigur á C-deildarliði Portsmouth.

32-liða úrslit

Bristol City - Aston Villa

Chelsea - Barnsley

Fleetwood Town - Everton

Fulham - Sheffield Wednesday

Leicester City - Arsenal

Leyton Orient - Tottenham Hotspur

Luton Town - Manchester United

Manchester City - AFC Bournemouth

Millwall - Burnley

Morecambe - Newcastle United

Newport County - Watford

Preston North End - Brighton & Hove Albion

West Brom - Brentford

West Ham United - Hull City

Stoke City - Gillingham

Allir leikirnir fara fram þann 22. september.


Tengdar fréttir

Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni

Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×