Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 21:14 Sveindís Jane Jónsdóttir skorar annað tveggja marka sinna gegn Lettlandi í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Ég fékk að vita það fyrir æfinguna í gær að ég yrði í byrjunarliðinu. Mér leið bara mjög vel inni á vellinum. Stelpurnar hafa tekið vel á móti manni og þær stýra liðinu vel, og þess vegna leið mér svona vel,“ sagði hin 19 ára Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Sveindís átti draumaleik því hún skoraði tvö marka Íslands í 9-0 sigri á Lettlandi, í undankeppni EM. „Ég átti bara að spila minn leik þó að við höfum lagt leikinn aðeins öðruvísi upp en við gerum í Breiðabliki. Ég spilaði bara minn leik með þeim áherslum sem þjálfararnir hafa sett. Það var mjög gaman að spila og ég fékk góða þjónustu – góða krossa. Það var gott að geta klárað þetta svona,“ sagði Sveindís. Hefði viljað hafa fjölskylduna í stúkunni Ísland var 6-0 yfir í hálfleik og fylgdi því eftir með þremur mörkum í seinni hálfleiknum: „Það gekk svo vel í fyrri hálfleik að við ákváðum að halda bara áfram því sama í seinni hálfleik. Tempóið datt þó aðeins niður en það er allt í góðu, við vorum með þetta í höndunum.“ Næst á dagskrá er leikur við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, á Laugardalsvelli næsta þriðjudag: „Þetta verða tveir mjög ólíkir leikir. Við erum ekki byrjuð að undirbúa okkur fyrir þann leik og byrjum á því á morgun,“ sagði Sveindís sem gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliðinu gegn Svíum með framimstöðu sinni í kvöld og í allt sumar: „Ég tek því alveg [sæti í byrjunarliðinu] en ég verð nú ekkert súr ef að hann [Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari] leyfir mér ekki að byrja þann leik líka. Ég vona bara það besta,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld en það gerði hún án þess að áhorfendur væru í stúkunni, vegna Covid-reglna UEFA. Hún viðurkennir að það hafi verið sérstakt: „Já, svolítið. Maður hefði viljað hafa áhorfendur og fjölskylduna sína í stúkunni. En þetta var allt í lagi og örugglega margir sem horfðu á leikinn í sjónvarpinu.“ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
„Ég fékk að vita það fyrir æfinguna í gær að ég yrði í byrjunarliðinu. Mér leið bara mjög vel inni á vellinum. Stelpurnar hafa tekið vel á móti manni og þær stýra liðinu vel, og þess vegna leið mér svona vel,“ sagði hin 19 ára Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Sveindís átti draumaleik því hún skoraði tvö marka Íslands í 9-0 sigri á Lettlandi, í undankeppni EM. „Ég átti bara að spila minn leik þó að við höfum lagt leikinn aðeins öðruvísi upp en við gerum í Breiðabliki. Ég spilaði bara minn leik með þeim áherslum sem þjálfararnir hafa sett. Það var mjög gaman að spila og ég fékk góða þjónustu – góða krossa. Það var gott að geta klárað þetta svona,“ sagði Sveindís. Hefði viljað hafa fjölskylduna í stúkunni Ísland var 6-0 yfir í hálfleik og fylgdi því eftir með þremur mörkum í seinni hálfleiknum: „Það gekk svo vel í fyrri hálfleik að við ákváðum að halda bara áfram því sama í seinni hálfleik. Tempóið datt þó aðeins niður en það er allt í góðu, við vorum með þetta í höndunum.“ Næst á dagskrá er leikur við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, á Laugardalsvelli næsta þriðjudag: „Þetta verða tveir mjög ólíkir leikir. Við erum ekki byrjuð að undirbúa okkur fyrir þann leik og byrjum á því á morgun,“ sagði Sveindís sem gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliðinu gegn Svíum með framimstöðu sinni í kvöld og í allt sumar: „Ég tek því alveg [sæti í byrjunarliðinu] en ég verð nú ekkert súr ef að hann [Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari] leyfir mér ekki að byrja þann leik líka. Ég vona bara það besta,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld en það gerði hún án þess að áhorfendur væru í stúkunni, vegna Covid-reglna UEFA. Hún viðurkennir að það hafi verið sérstakt: „Já, svolítið. Maður hefði viljað hafa áhorfendur og fjölskylduna sína í stúkunni. En þetta var allt í lagi og örugglega margir sem horfðu á leikinn í sjónvarpinu.“
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48