Innlent

Svika­hrapparnir hafa reynt að nýta sér kor­ta­upp­lýsingarnar

Sylvía Hall skrifar
Fólk á tafarlaust að hafa samband við bankann sinn ef það fær tilkynningu um að kortið þeirra hafi verið skráð án þeirrar vitundar.
Fólk á tafarlaust að hafa samband við bankann sinn ef það fær tilkynningu um að kortið þeirra hafi verið skráð án þeirrar vitundar. Vísir/Getty

Dæmi eru um að svikahrappar hafi reynt að skrá kortaupplýsingar sem fengust í gegnum netsvindl í gær. Korthafar þurfi því að vera á varðbergi ef þeir fá óvæntar tilkynningar um að kort þeirra hafi verið skráð án þeirrar vitundar.

Greint var frá því í gær að svikapóstar höfðu verið sendir út í nafni Póstsins þar sem fólk var beðið um að ýta á hlekk sem færði það inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Viðtakanda var tilkynnt að tollar hafi ekki verið greiddir af sendingu og því þurfti að staðfesta móttöku.

Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að svikahrapparnir hafi reynt að skrá kortaupplýsingar í Apple Pay og því sé líklegt að aðrar leiðir verði reyndar, til að mynda Garmin Pay og Fitbit Pay.

Fái fólk tilkynningar um nýjar skráningar eigi það þegar í stað að hafa samband við bankann sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×