Dyche ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns Berg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2020 07:00 Dyche er ekki bjartsýnn fyrir hönd Jóhanns Bergs sem var borinn af velli í gærkvöld. John Walton/Getty Images Burnley mætti Sheffield United á Turf Moor, heimavelli sínum, í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Eftir aðeins tíu mínútna leik var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tæklaður illa. Sean Dyche – knattspyrnustjóri Burnley – er ekki bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsmannsins og sagði eftir leik að tæklingin hefði verðskuldað rautt spjald. REACTION | Gaffer On Clarets' Cup Clash WATCH https://t.co/fV1RFxbjrB pic.twitter.com/tkINnlAx3I— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 Jack Robinson, leikmaður Sheffield, ætlaði heldur betur að láta finna fyrir sér og endaði með því að tækla Jóhann illa eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Dyche ræddi atvikið við vefsíðu Burnley að leik loknum. „Ég sagði við Chris Wilder [stjóra Sheffield United] á meðan leik stóð að þetta hafi verið eðlileg tækling. Eftir á að hyggja á þetta samt að vera rautt spjald, svo einfalt er það. Leikurinn hefur breyst og þetta er ekki eðlileg tækling lengur.“ „Leikmenn mínir voru mjög óánægðir með tæklinguna þegar við fórum inn í klefa í hálfleik. Það sem mér þykir verst er að aðstoðardómarinn var ekki meira en fimm metra frá atvikinu og gerði ekkert í því, ekkert var dæmt,“ sagði Dyche einnig. SD on the foul on JBG pic.twitter.com/Lpg8G8O3dX— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 „Það verður að vera jafnvægi í dómgæslunni. Í úrvalsdeildinni detta menn niður við hvað sem er en í kvöld höfðu þeir rangt fyrir sér og við misstum leikmann meiddan af velli. Það er ljóst að þetta verða meira en nokkrir daga hjá Jóhanni Berg. Við þurfum að bíða eftir niðurstöðunum en hann sneri upp á hnéð þegar hann varð fyrir tæklingunni og það boðar aldrei gott,“ sagði svartsýnn Dyche að lokum. Jóhann Berg hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla síðan hann meiddist illa á kálfa á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var til að mynda aðeins í byrjunarliði Burnley sex sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann sleppti landsleikjum Íslands gegn Englandi og Danmörku til að æfa betur með liði sínu og reyna vinna sæti sitt í byrjunarliði Burnley til baka. Nú er óvíst hvort hann verði leikfær er Ísland mætir Rúmeníu þann 8. október í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48 Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Burnley mætti Sheffield United á Turf Moor, heimavelli sínum, í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Eftir aðeins tíu mínútna leik var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tæklaður illa. Sean Dyche – knattspyrnustjóri Burnley – er ekki bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsmannsins og sagði eftir leik að tæklingin hefði verðskuldað rautt spjald. REACTION | Gaffer On Clarets' Cup Clash WATCH https://t.co/fV1RFxbjrB pic.twitter.com/tkINnlAx3I— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 Jack Robinson, leikmaður Sheffield, ætlaði heldur betur að láta finna fyrir sér og endaði með því að tækla Jóhann illa eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Dyche ræddi atvikið við vefsíðu Burnley að leik loknum. „Ég sagði við Chris Wilder [stjóra Sheffield United] á meðan leik stóð að þetta hafi verið eðlileg tækling. Eftir á að hyggja á þetta samt að vera rautt spjald, svo einfalt er það. Leikurinn hefur breyst og þetta er ekki eðlileg tækling lengur.“ „Leikmenn mínir voru mjög óánægðir með tæklinguna þegar við fórum inn í klefa í hálfleik. Það sem mér þykir verst er að aðstoðardómarinn var ekki meira en fimm metra frá atvikinu og gerði ekkert í því, ekkert var dæmt,“ sagði Dyche einnig. SD on the foul on JBG pic.twitter.com/Lpg8G8O3dX— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 17, 2020 „Það verður að vera jafnvægi í dómgæslunni. Í úrvalsdeildinni detta menn niður við hvað sem er en í kvöld höfðu þeir rangt fyrir sér og við misstum leikmann meiddan af velli. Það er ljóst að þetta verða meira en nokkrir daga hjá Jóhanni Berg. Við þurfum að bíða eftir niðurstöðunum en hann sneri upp á hnéð þegar hann varð fyrir tæklingunni og það boðar aldrei gott,“ sagði svartsýnn Dyche að lokum. Jóhann Berg hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla síðan hann meiddist illa á kálfa á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var til að mynda aðeins í byrjunarliði Burnley sex sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann sleppti landsleikjum Íslands gegn Englandi og Danmörku til að æfa betur með liði sínu og reyna vinna sæti sitt í byrjunarliði Burnley til baka. Nú er óvíst hvort hann verði leikfær er Ísland mætir Rúmeníu þann 8. október í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48 Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Jóhann Berg borinn af velli | Mögulega fótbrotinn Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var borinn af velli í leik Burnley og Sheffield United í enska deildarbikarnum sem er nú í gangi. 17. september 2020 17:48
Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni Burnley er komið áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir sigur á Sheffield United í vítapsyrnukeppni. Jóhann Berg var borinn af velli eftir slæma tæklingu í upphafi leiks. 17. september 2020 18:55