Boston menn í hávaða rifrildi inn í klefa eftir að Miami komst í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 07:30 Kemba Walker reynir að skora fyrir Boston en Jimmy Butler og Kelly Olynyk virðast vera búnir að loka öllum leiðum. AP/Mark J. Terrill Miami Heat liðið er aðeins tveimur sigrum frá því að komast aftur í lokaúrslitin í NBA-deildinni og það í fyrsta sinn síðan LeBron James fór frá liðinu eftir tvo titla og fjögur lokaúrslit á fjórum árum. Miami Heat vann 106-101 sigur á Boston Celtics í nótt í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og staðan er því orðin 2-0 í einvíginu þar sem fjórir sigrar kemur liði í lokaúrslitin um NBA-titilinn. @Bam1of1 (15 PTS in 3Q) and @Goran_Dragic (9 in 4Q) combine for 33 second-half points to lead the @MiamiHEAT to a 2-0 ECF lead! #NBAPlayoffsGame 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/26tHj3SOgR— NBA (@NBA) September 18, 2020 Líkt og í leik eitt þá voru Boston Celtics menn skrefinu á undan framan af leik en alveg eins og þá tókst Miami Heat liðinu að vinna upp forskotið og tryggja sér sigurinn. Miami Heat var mest sautján stigum undir í seinni hálfleik í leiknum en hafði lenti fjórum stigum undir í fyrri leiknum. „Við viljum gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur. Við elskum að lenda mikið undir og að vera síðan endurkomu krakkarnir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn en hann stal þremur boltum af Boston mönnum á lokakafla leiksins. 3 STEALS in the final 4 MINUTES of Game 2 for @JimmyButler! ECF Game 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/PsRi1KV48g— NBA (@NBA) September 18, 2020 Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami liðið og Bam Adebayo var með 21 stig. Duncan Robinson var síðan með 18 stig og Jimmy Butler skoraði 14 stig. Miami vann þriðja leikhlutann 37-17 þar sem skoraði næstum því meira en allt Boston liðið. Adebayo skoraði 15 stig í leikhlutanum og hitti úr 7 af 8 skotum sínum. Eftir hann var Miami 84-77 yfir en 15-2 sprettur færði Boston aftur forystuna í lokaleikhlutanum. Boston liðið var 94-89 yfir þegar 4:25 voru eftir af leiknum en Miami vann lokamínúturnar 17-7 og tryggði sér annan sigurinn í röð. Miami liðið hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Það voru mikil læti í klefa Boston Celtics eftir leik og Boston menn rifust það hátt að þeir sem voru fyrir utan klefann heyrðu greinilega að mikið gekk á. Boston menn reyndu að gera lítið úr því eftir leik. „Þetta var ekkert. Þetta var ekki ekkert,“ tvítók Kemba Walker á blaðamannafundinum eftir leik. Jimmy Butler talks about the @MiamiHEAT's mentality late in games after another big comeback has them up 2-0 in the Eastern Conference Finals. pic.twitter.com/wbUktNfRoY— NBA (@NBA) September 18, 2020 Kemba Walker var stigahæstur hjá Boston með 23 stig og liðið fékk 21 stig frá bæði Jaylen Brown og Jayson Tatum. Jaylen Brown fékk tækifæri til að jafna leikinn fimmtán sekúndum fyrir leikslok en klikkaði þá á þriggja stiga skoti úr horninu. Butler kláraði leikinn endanlega með því að setja niður tvö víti 7,4 sekúndum fyrir leikslok. „Við erum pirraðir en svona eru liðsíþróttir. Þú átt aldrei að vera ánægður með að vera 2-0 undir. Þetta er ekkert óvenjulegt. Við vorum bara að fara yfir leikinn. Þetta var flott,“ sagði Boston maðurinn Jayson Tatum um rifrildið eftir leik. „Við stóðum ekki saman í þessu og spiluðum ekki vel. Þeir stóðu sig vel. Við erum ekki að fara vinna þetta lið eftir við erum ekki sem ein heild á báðum endum vallarins. Eins og er þá eru þeir betra liðið og við þurfum að berjast fyrir því að komast aftur inn í einvígið,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston liðsins. 10-1 in the postseason... the BEST PLAY from each of Miami's #NBAPlayoffs WINS! They seek 11-1 and a 3-0 ECF lead on Saturday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/fsCIb99JzL— NBA (@NBA) September 18, 2020 NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira
Miami Heat liðið er aðeins tveimur sigrum frá því að komast aftur í lokaúrslitin í NBA-deildinni og það í fyrsta sinn síðan LeBron James fór frá liðinu eftir tvo titla og fjögur lokaúrslit á fjórum árum. Miami Heat vann 106-101 sigur á Boston Celtics í nótt í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og staðan er því orðin 2-0 í einvíginu þar sem fjórir sigrar kemur liði í lokaúrslitin um NBA-titilinn. @Bam1of1 (15 PTS in 3Q) and @Goran_Dragic (9 in 4Q) combine for 33 second-half points to lead the @MiamiHEAT to a 2-0 ECF lead! #NBAPlayoffsGame 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/26tHj3SOgR— NBA (@NBA) September 18, 2020 Líkt og í leik eitt þá voru Boston Celtics menn skrefinu á undan framan af leik en alveg eins og þá tókst Miami Heat liðinu að vinna upp forskotið og tryggja sér sigurinn. Miami Heat var mest sautján stigum undir í seinni hálfleik í leiknum en hafði lenti fjórum stigum undir í fyrri leiknum. „Við viljum gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur. Við elskum að lenda mikið undir og að vera síðan endurkomu krakkarnir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn en hann stal þremur boltum af Boston mönnum á lokakafla leiksins. 3 STEALS in the final 4 MINUTES of Game 2 for @JimmyButler! ECF Game 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/PsRi1KV48g— NBA (@NBA) September 18, 2020 Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami liðið og Bam Adebayo var með 21 stig. Duncan Robinson var síðan með 18 stig og Jimmy Butler skoraði 14 stig. Miami vann þriðja leikhlutann 37-17 þar sem skoraði næstum því meira en allt Boston liðið. Adebayo skoraði 15 stig í leikhlutanum og hitti úr 7 af 8 skotum sínum. Eftir hann var Miami 84-77 yfir en 15-2 sprettur færði Boston aftur forystuna í lokaleikhlutanum. Boston liðið var 94-89 yfir þegar 4:25 voru eftir af leiknum en Miami vann lokamínúturnar 17-7 og tryggði sér annan sigurinn í röð. Miami liðið hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Það voru mikil læti í klefa Boston Celtics eftir leik og Boston menn rifust það hátt að þeir sem voru fyrir utan klefann heyrðu greinilega að mikið gekk á. Boston menn reyndu að gera lítið úr því eftir leik. „Þetta var ekkert. Þetta var ekki ekkert,“ tvítók Kemba Walker á blaðamannafundinum eftir leik. Jimmy Butler talks about the @MiamiHEAT's mentality late in games after another big comeback has them up 2-0 in the Eastern Conference Finals. pic.twitter.com/wbUktNfRoY— NBA (@NBA) September 18, 2020 Kemba Walker var stigahæstur hjá Boston með 23 stig og liðið fékk 21 stig frá bæði Jaylen Brown og Jayson Tatum. Jaylen Brown fékk tækifæri til að jafna leikinn fimmtán sekúndum fyrir leikslok en klikkaði þá á þriggja stiga skoti úr horninu. Butler kláraði leikinn endanlega með því að setja niður tvö víti 7,4 sekúndum fyrir leikslok. „Við erum pirraðir en svona eru liðsíþróttir. Þú átt aldrei að vera ánægður með að vera 2-0 undir. Þetta er ekkert óvenjulegt. Við vorum bara að fara yfir leikinn. Þetta var flott,“ sagði Boston maðurinn Jayson Tatum um rifrildið eftir leik. „Við stóðum ekki saman í þessu og spiluðum ekki vel. Þeir stóðu sig vel. Við erum ekki að fara vinna þetta lið eftir við erum ekki sem ein heild á báðum endum vallarins. Eins og er þá eru þeir betra liðið og við þurfum að berjast fyrir því að komast aftur inn í einvígið,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston liðsins. 10-1 in the postseason... the BEST PLAY from each of Miami's #NBAPlayoffs WINS! They seek 11-1 and a 3-0 ECF lead on Saturday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/fsCIb99JzL— NBA (@NBA) September 18, 2020
NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira