Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 26-25 | Haukar unnu Hafnarfjarðarslaginn Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 19. september 2020 17:45 Hekla Rún Ámundadóttir og stöllur í Haukum eiga erfitt tímabil framundan ef marka má spár. VÍSIR/BÁRA Montrétturinn er Hauka eftir að hafa sigrað FH í Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum í dag, 26-25. Leikurinn byrjaði fremur hægt og voru það tæknifeilar hjá báðum liðum sem réði för fyrstu fimm mínútur leiksins. Þá kom fyrsta mark leiksins og var það Sara Odden sem skoraði fyrir heimastúlkur. Jafnræði var með liðunum fyrstu 10. mínútur leiksins en þá skiptu FH stúlkur um gír og komu sér yfir. Þegar rúmlega ein mínúta var eftir af fyrri hálfleik voru FH tveimur mörkum yfir en fengu þá tvær tveggja mínútna brottvísanir og Haukastúlkur gengu á lagið og náðu að jafna leikinn. Staðan í hálfleik því 13-13. Haukastúlkur mættu mun ákveðnari í seinni hálfleik og komu sér yfir á fyrstu 5. mínútunum. Þegar stundarfjórðungur var eftir af seinni hálfleik voru þær komnar fimm mörkum yfir. FH tekur leikhlé þegar 10. mínútur voru eftir og stappaði stálinu í sínar konur. FH stúlkur ná þá að jafna leikinn en dugði ekki til og skyldu liðin að 26-25 og því Haukar með montréttinn í bili. Afhverju vann Haukar leikinn? Þrátt fyrir að hafa byrjað leikinn illa og átt erfitt með að koma boltanum í netið ásamt nokkrum tæknifeilum komu þær mun sterkari og ákveðnari í seinni hálfleik. Það var allt annað að sjá liðið. Vörnin var sterkari og betur farið með færi. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Ragnheiður Ragnarsdóttir með 7 mörk. Á eftir henni var það Sara Odden með 6 mörk. Í seinni hálfleik var það varnarleikur Hauka sem var einnig gríðarlega öflugur.Hjá FH var það Britney Cots með 11 skot og bar sóknarleikinn fyrir FH. Á eftir henni var Fanney Þóra Þórsdóttir með 4 mörk. Vörn FH var einnig öflug í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik var það leikur Hauka sem gekk illa. Sem snérist svo við í seinni hálfleik og var það þá leikur FH sem gekk illa. Heilt yfir hjá báðum liðum voru það tæknifeilar og ekki verið að nýta færin nógu vel. Hvað gerist næst? FH fá KA/Þór í heimsókn til sín í Kaplakrika, laugardaginn 26. september kl 13:30. Á sama tíma sækja Haukar, Fram heim í Safamýrina. Gunnar Gunnarsson: Flott hjá stelpunum að klára þetta ,,Ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð þessum sigri, það var mikilvægt. Leikurinn var fínn á köflum. Við vorum komin í góða stöðu þarna um miðjan seinni hálfleik sem við hendum okkur í smá vesen. En flott hjá stelpunum að klára þetta,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir 26-25 sigur í Hafnarslag við FH á Ásvöllum í dag. Haukar voru undir bróðurpart fyrri hálfleiks, en náðu að jafna leikinn rétt áður en dómarar flautuðu til hálfeiks 13-13. ,,Við erum undir og að elta allan fyrri hálfleikinn. Við erum að fara með mjög mikið af fínum færum og koma okkur í góð færi, svo byrjum við að skora úr þeim í lok fyrri hálfleiksins og náum að jafna. Og síðan að ná strax yfirhöndinni í seinni hálfleik.“ ,,Stelpurnar koma mjög sterkar til baka og þetta hefði geta dottið hvoru megin sem var þarna í lokin.“ En lið Hauka hafði komið sér í ágætis stöðu í seinni hálfleik sem að FH náði svo að jafna þegar um 10. mínútur voru til leiks loka. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af seinni hálfleik fór sjúkraþjálfari Hauka inn á til að hlúa að leikmanni og setti Gunnar út á það. ,,Ég hélt að hann þurfti að spurja leikmanninn hvort hann vildi aðstoð, ég átti von á því að hann væri að fara reka út af eða gefa spjald. Það er væntanlega rétt hjá þeim eins og allt annað í leiknum.“ Haukar mæta Fram í Safamýrinni eftir slétta viku, 26. september kl 13:30. ,,Við nýtum vikuna vel og förum yfir þetta. Við förum í alla leiki til að vinna þá og vitum að Fram er með ógnarsterkt lið þannig verður erfitt en við ætlum að gefa allt í það.“ Jakob: Við erum að finna fleiri möguleika sóknarlega finnst mér og reyna eins vel og við getum ,,Ég er svekktur, ég hefði vilja fá stig út úr þessum leik. Ég held að það hafi verið sanngjarnasta niðurstaðan,“ sagði Jakob Lárusson, þjálfari FH, svekktur eftir að hafa tapað fyrir Haukum á Ásvöllum í dag, 26-25. Á loka mínútu leiksins var tækifæri fyrir FH að jafna. ,,Það eru 30 sekúndur eftir og við með boltann og við ætlum að reyna taka sókn þarna undir lokinn og ég er með 17 ára gamla stelpu á miðjunni, hana Emelíu sem er frábær og með kaldann haus og mikil ábyrð á svona ungri stelpu sem er að stýra sóknarleiknum hjá FH liðinu í vetur. Hún lærir af þessu annars fannst mér hún eiga flottan leik.“ En Haukavörnin tók skot frá henni sem hefði getað jafnað leikinn. Í fréttum í gær kom fram að Zandra Jarvin, leikstjórnandi, sem kom til FH fyrir tímabilið hefði komist ásamt stjórn FH að samkomulagi um að rifta samning sínum við félagið. ,,Zandra var fengið hingað sem leikstjórnandi og Emelía spilaði þessa stöðu líka aðeins í fyrra, hún þekkir þetta og þekkir taktína og stýrir þessu þokkalega og er að stíga upp núna og taka þetta hlutverk.“ ,,Hún dregur vagninn, mér fannst mæða mikið á henni á móti Stjörnunni þar sem hún skoraði 11 mörk og aðrir færri. Fanney er með 4 mörk og Emelía lét meira til sín taka, Emma kom flott inn í horninu þannig við erum að finna fleiri möguleika sóknarlega finnst mér og reyna eins vel og við getum.“ En Britney var einnig með 11 mörk í þessum leik og bar sóknarleik FH á bakinu. FH mun fá KA/Þór í heimsókn til sín í næstu umferð Olís-deildarinnar eftir viku. ,,Ég held að fyrst og fremst við þurfum að setjast núna niður, bara liðið og fara yfir þennan leik vel og sjá hvað við getum gert betur, líkt og við gerðum eftir Stjörnuleikinn og reyna að undirbúa okkur fyrir sterkt KA lið. Við erum spennt fyrir þessu og ætlum að gera okkar besta.“ Olís-deild kvenna Haukar FH
Montrétturinn er Hauka eftir að hafa sigrað FH í Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum í dag, 26-25. Leikurinn byrjaði fremur hægt og voru það tæknifeilar hjá báðum liðum sem réði för fyrstu fimm mínútur leiksins. Þá kom fyrsta mark leiksins og var það Sara Odden sem skoraði fyrir heimastúlkur. Jafnræði var með liðunum fyrstu 10. mínútur leiksins en þá skiptu FH stúlkur um gír og komu sér yfir. Þegar rúmlega ein mínúta var eftir af fyrri hálfleik voru FH tveimur mörkum yfir en fengu þá tvær tveggja mínútna brottvísanir og Haukastúlkur gengu á lagið og náðu að jafna leikinn. Staðan í hálfleik því 13-13. Haukastúlkur mættu mun ákveðnari í seinni hálfleik og komu sér yfir á fyrstu 5. mínútunum. Þegar stundarfjórðungur var eftir af seinni hálfleik voru þær komnar fimm mörkum yfir. FH tekur leikhlé þegar 10. mínútur voru eftir og stappaði stálinu í sínar konur. FH stúlkur ná þá að jafna leikinn en dugði ekki til og skyldu liðin að 26-25 og því Haukar með montréttinn í bili. Afhverju vann Haukar leikinn? Þrátt fyrir að hafa byrjað leikinn illa og átt erfitt með að koma boltanum í netið ásamt nokkrum tæknifeilum komu þær mun sterkari og ákveðnari í seinni hálfleik. Það var allt annað að sjá liðið. Vörnin var sterkari og betur farið með færi. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Ragnheiður Ragnarsdóttir með 7 mörk. Á eftir henni var það Sara Odden með 6 mörk. Í seinni hálfleik var það varnarleikur Hauka sem var einnig gríðarlega öflugur.Hjá FH var það Britney Cots með 11 skot og bar sóknarleikinn fyrir FH. Á eftir henni var Fanney Þóra Þórsdóttir með 4 mörk. Vörn FH var einnig öflug í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik var það leikur Hauka sem gekk illa. Sem snérist svo við í seinni hálfleik og var það þá leikur FH sem gekk illa. Heilt yfir hjá báðum liðum voru það tæknifeilar og ekki verið að nýta færin nógu vel. Hvað gerist næst? FH fá KA/Þór í heimsókn til sín í Kaplakrika, laugardaginn 26. september kl 13:30. Á sama tíma sækja Haukar, Fram heim í Safamýrina. Gunnar Gunnarsson: Flott hjá stelpunum að klára þetta ,,Ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð þessum sigri, það var mikilvægt. Leikurinn var fínn á köflum. Við vorum komin í góða stöðu þarna um miðjan seinni hálfleik sem við hendum okkur í smá vesen. En flott hjá stelpunum að klára þetta,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir 26-25 sigur í Hafnarslag við FH á Ásvöllum í dag. Haukar voru undir bróðurpart fyrri hálfleiks, en náðu að jafna leikinn rétt áður en dómarar flautuðu til hálfeiks 13-13. ,,Við erum undir og að elta allan fyrri hálfleikinn. Við erum að fara með mjög mikið af fínum færum og koma okkur í góð færi, svo byrjum við að skora úr þeim í lok fyrri hálfleiksins og náum að jafna. Og síðan að ná strax yfirhöndinni í seinni hálfleik.“ ,,Stelpurnar koma mjög sterkar til baka og þetta hefði geta dottið hvoru megin sem var þarna í lokin.“ En lið Hauka hafði komið sér í ágætis stöðu í seinni hálfleik sem að FH náði svo að jafna þegar um 10. mínútur voru til leiks loka. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af seinni hálfleik fór sjúkraþjálfari Hauka inn á til að hlúa að leikmanni og setti Gunnar út á það. ,,Ég hélt að hann þurfti að spurja leikmanninn hvort hann vildi aðstoð, ég átti von á því að hann væri að fara reka út af eða gefa spjald. Það er væntanlega rétt hjá þeim eins og allt annað í leiknum.“ Haukar mæta Fram í Safamýrinni eftir slétta viku, 26. september kl 13:30. ,,Við nýtum vikuna vel og förum yfir þetta. Við förum í alla leiki til að vinna þá og vitum að Fram er með ógnarsterkt lið þannig verður erfitt en við ætlum að gefa allt í það.“ Jakob: Við erum að finna fleiri möguleika sóknarlega finnst mér og reyna eins vel og við getum ,,Ég er svekktur, ég hefði vilja fá stig út úr þessum leik. Ég held að það hafi verið sanngjarnasta niðurstaðan,“ sagði Jakob Lárusson, þjálfari FH, svekktur eftir að hafa tapað fyrir Haukum á Ásvöllum í dag, 26-25. Á loka mínútu leiksins var tækifæri fyrir FH að jafna. ,,Það eru 30 sekúndur eftir og við með boltann og við ætlum að reyna taka sókn þarna undir lokinn og ég er með 17 ára gamla stelpu á miðjunni, hana Emelíu sem er frábær og með kaldann haus og mikil ábyrð á svona ungri stelpu sem er að stýra sóknarleiknum hjá FH liðinu í vetur. Hún lærir af þessu annars fannst mér hún eiga flottan leik.“ En Haukavörnin tók skot frá henni sem hefði getað jafnað leikinn. Í fréttum í gær kom fram að Zandra Jarvin, leikstjórnandi, sem kom til FH fyrir tímabilið hefði komist ásamt stjórn FH að samkomulagi um að rifta samning sínum við félagið. ,,Zandra var fengið hingað sem leikstjórnandi og Emelía spilaði þessa stöðu líka aðeins í fyrra, hún þekkir þetta og þekkir taktína og stýrir þessu þokkalega og er að stíga upp núna og taka þetta hlutverk.“ ,,Hún dregur vagninn, mér fannst mæða mikið á henni á móti Stjörnunni þar sem hún skoraði 11 mörk og aðrir færri. Fanney er með 4 mörk og Emelía lét meira til sín taka, Emma kom flott inn í horninu þannig við erum að finna fleiri möguleika sóknarlega finnst mér og reyna eins vel og við getum.“ En Britney var einnig með 11 mörk í þessum leik og bar sóknarleik FH á bakinu. FH mun fá KA/Þór í heimsókn til sín í næstu umferð Olís-deildarinnar eftir viku. ,,Ég held að fyrst og fremst við þurfum að setjast núna niður, bara liðið og fara yfir þennan leik vel og sjá hvað við getum gert betur, líkt og við gerðum eftir Stjörnuleikinn og reyna að undirbúa okkur fyrir sterkt KA lið. Við erum spennt fyrir þessu og ætlum að gera okkar besta.“
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti