Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr Grafar­vogi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atvikið þegar hinn danski var sendur í bað.
Atvikið þegar hinn danski var sendur í bað. vísir/getty

Fjölnir og KA gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í eina leik gærdagsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu.

Það dró til tíðinda á 34. mínútu er Mikkel Qvist fékk dæmda á sig vítaspyrnu eftir viðskipti við Sigurpál Melberg Pálsson.

Daninn var ekki bara dæmdur brotlegur því einnig fékk hann að líta rauða spjadlið. Jón Gísli Ström kom Fjölni yfir 1-0 úr vítaspyrnunni.

Þetta var ekki eina rauða spjaldið í leiknum því á 42. mínútu fékk markmannsþjálfari Fjölnis, Gunnar Sigurðsson, að líta rauða spjaldið.

Einum manni færri náðu KA menn að jafna metin í síðari hálfleik. Það var að verki Ásgeir Sigurgeirsson eftir fyrirgjöf frá Hallgrími Mar Steingrímssyni stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Lokatölur 1-1. Fjölnir áfram á botninum án sigurs en liðið er með sex stig, átta stigum frá ÍA, sem er í 10. sætinu.

KA er í áttunda sætinu með fimmtán stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×