Vonbrigði fyrir Ballarin að „drífa ekki alla leið“ Sylvía Hall skrifar 19. september 2020 22:30 Michelle Ballarin var með fjólubláan varalit þegar hún kom til landsins á sínum tíma í þeim tilgangi að endurvekja WOW air. Vísir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað bandaríska fjárfestinn Michelle Ballarin hér á landi, segir hana hafa áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ballarin hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Þá var greint frá því í gær að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði sem nam sömu upphæð. Hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. „Michelle hefur af ýmsum ástæðum og í langan tíma haft áhuga á Íslandi. Hún kynntist Íslandi vel í aðdraganda þess að hún keypti vörumerki WOW. Hana langar að vera hérna einhvers staðar í viðskiptum á komandi árum,“ segir Gunnar Steinn í samtali við Vísi. Hann geti þó ekki tjáð sig um hvort hún hafi áhuga á einhverju öðru en flugrekstri. Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að tilboðið sem stjórn Icelandair hafnaði sé komið frá Ballarin hefur það ekki verið tilkynnt formlega að sögn Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Ballarin. „Við höfum ekkert heyrt, hvorki frá félaginu né bönkunum.“ Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Forgangsmál að koma WOW air aftur í loftið Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi. Hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Páll Ágúst segir allt kapp lagt á það að koma WOW air aftur í loftið, en ár er liðið frá því að Michelle hélt blaðamannafund á Hótel Sögu þar sem hún kynnti áform sín um endurreisn félagsins. Að sögn Páls er markmiðið enn að bjóða upp á farþega- og fraktflug en hann útilokar ekki að Ballarin ráðist í frekari fjárfestingar hér á landi. „Við erum að sjálfsögðu opin fyrir því ef það koma upp spennandi tækifæri, þá að sjálfsögðu skoðum við það. Fyrst og fremst erum við að vinna að því statt og stöðugt að koma WOW aftur í loftið, þó að tímar séu krefjandi,“ segir Páll. Faraldur kórónuveirunnar hefur sett strik í reikninginn hjá flugfélögum víða um heim, enda fáir á faraldsfæti þegar faraldurinn er í vexti nær allsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir það megi landsmenn búast við því að sjá fjólubláa vörumerkið á ný í framtíðinni. „Það eru ekki kjöraðstæður, en það breytir því ekki að við ætlum með WOW aftur í loftið.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað bandaríska fjárfestinn Michelle Ballarin hér á landi, segir hana hafa áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ballarin hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Þá var greint frá því í gær að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði sem nam sömu upphæð. Hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. „Michelle hefur af ýmsum ástæðum og í langan tíma haft áhuga á Íslandi. Hún kynntist Íslandi vel í aðdraganda þess að hún keypti vörumerki WOW. Hana langar að vera hérna einhvers staðar í viðskiptum á komandi árum,“ segir Gunnar Steinn í samtali við Vísi. Hann geti þó ekki tjáð sig um hvort hún hafi áhuga á einhverju öðru en flugrekstri. Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að tilboðið sem stjórn Icelandair hafnaði sé komið frá Ballarin hefur það ekki verið tilkynnt formlega að sögn Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Ballarin. „Við höfum ekkert heyrt, hvorki frá félaginu né bönkunum.“ Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Forgangsmál að koma WOW air aftur í loftið Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi. Hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Páll Ágúst segir allt kapp lagt á það að koma WOW air aftur í loftið, en ár er liðið frá því að Michelle hélt blaðamannafund á Hótel Sögu þar sem hún kynnti áform sín um endurreisn félagsins. Að sögn Páls er markmiðið enn að bjóða upp á farþega- og fraktflug en hann útilokar ekki að Ballarin ráðist í frekari fjárfestingar hér á landi. „Við erum að sjálfsögðu opin fyrir því ef það koma upp spennandi tækifæri, þá að sjálfsögðu skoðum við það. Fyrst og fremst erum við að vinna að því statt og stöðugt að koma WOW aftur í loftið, þó að tímar séu krefjandi,“ segir Páll. Faraldur kórónuveirunnar hefur sett strik í reikninginn hjá flugfélögum víða um heim, enda fáir á faraldsfæti þegar faraldurinn er í vexti nær allsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir það megi landsmenn búast við því að sjá fjólubláa vörumerkið á ný í framtíðinni. „Það eru ekki kjöraðstæður, en það breytir því ekki að við ætlum með WOW aftur í loftið.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21
Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51