Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 14:05 Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. Annars vegar er um smit í skurðlækningaþjónustu að ræða og hins vegar í Skaftahlíð 24, þar sem skrifstofur og kennslurými eru til húsa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum þar sem segir að umfangsmiklar skimanir fyrir Covid-19 muni fara fram í dag og gert sé ráð fyrir að 200 starfsmenn verði í úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Hluti þeirra verður í hefðbundinni sóttkví. Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu og er unnið að endurskipulagningu til að tryggja hana. Í yfirlýsingunni segir að ákvörðunin feli í sér nokkrar breytingar. Í fyrsta lagi sé nú algjör grímuskylda á öllum starfsstöðvum Landspítala, nema þegar borðað er, og sömuleiðis skal halda tveggja metra fjarlægðarmörk. Innliggjandi sjúklingar eru undanskildir grímuskyldu. Allir fundir starfsfólks munu fara fram með rafrænum hætti, nema vegna brýnnar nauðsynjar og í þeim tilfellum er grímuskylda í gildi. Starfsfólk sem getur unnið að heiman mun gera það. Sjúklingar mega ekki fara í leyfi og aðeins einn gestur getur heimsótt hvern sjúkling á dag. Allir gestir þurfi þar að auki að bera grímur. Á spítalanum eru nú ríflega 200 sjúklingar í eftirliti á Covid-19 göngudeild og 2 sjúklingar liggja á spítalanum vegna Covid-19 sýkingar. LANDSPÍTALI FÆRÐUR Á HÆTTUSTIG VEGNA COVID-19-SMITA MEÐAL STARFSFÓLKS Á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttarnefndar...Posted by Landspítali on Sunday, 20 September 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. Annars vegar er um smit í skurðlækningaþjónustu að ræða og hins vegar í Skaftahlíð 24, þar sem skrifstofur og kennslurými eru til húsa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum þar sem segir að umfangsmiklar skimanir fyrir Covid-19 muni fara fram í dag og gert sé ráð fyrir að 200 starfsmenn verði í úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Hluti þeirra verður í hefðbundinni sóttkví. Ekki er búist við skerðingu á þjónustu við sjúklinga að svo stöddu og er unnið að endurskipulagningu til að tryggja hana. Í yfirlýsingunni segir að ákvörðunin feli í sér nokkrar breytingar. Í fyrsta lagi sé nú algjör grímuskylda á öllum starfsstöðvum Landspítala, nema þegar borðað er, og sömuleiðis skal halda tveggja metra fjarlægðarmörk. Innliggjandi sjúklingar eru undanskildir grímuskyldu. Allir fundir starfsfólks munu fara fram með rafrænum hætti, nema vegna brýnnar nauðsynjar og í þeim tilfellum er grímuskylda í gildi. Starfsfólk sem getur unnið að heiman mun gera það. Sjúklingar mega ekki fara í leyfi og aðeins einn gestur getur heimsótt hvern sjúkling á dag. Allir gestir þurfi þar að auki að bera grímur. Á spítalanum eru nú ríflega 200 sjúklingar í eftirliti á Covid-19 göngudeild og 2 sjúklingar liggja á spítalanum vegna Covid-19 sýkingar. LANDSPÍTALI FÆRÐUR Á HÆTTUSTIG VEGNA COVID-19-SMITA MEÐAL STARFSFÓLKS Á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttarnefndar...Posted by Landspítali on Sunday, 20 September 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira