Grímuskyldu komið á í Háskólanum í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 20. september 2020 18:41 Starfsmenn bóksölu stúdenta á Háskólatorgi með grímur við störf. Háskóli Íslands hefur sent orðsendingu þar sem nemendur og starfsfólk er hvatt til þess að nota grímur. Vísir/Vilhelm Grímuskylda verður innan veggja Háskólans í Reykjavík frá og með morgundeginum. Nemendur og starfsfólk þurfa því að bera grímur í skólastofum, les- og vinnurýmum og öðrum sameiginlegum rýmum. Þetta kemur fram í tölvupósti til nemenda sem sendur var út í dag. Þar kemur fram að skólinn hafi ákveðið að grípa til þessara ráðstafana í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu undanfarna daga. Greint var frá því í síðustu viku að í það minnsta sex nemendur skólans hefðu smitast af veirunni. Umfangsmikil skimun hefur farið fram undanfarna daga og hefur háskólanemum á höfuðborgarsvæðinu verið boðið í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í Háskóla Íslands greindust einnig smit á meðal starfsfólks og nemenda í síðustu viku. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi orðsendingu til nemenda og starfsfólks í dag þar sem núgildandi sóttvarnaráðstafanir eru ítrekaðar. Þá hvetur hann nemendur og starfsfólk til þess að nota hlífðargrímur í byggingum skólans. „Ég vil hvetja alla, nemendur, kennara og annað starfsfólk, til að nota hlífðargrímur í byggingum skólans, sérstaklega þegar ekki er hægt að koma við 1 metra fjarlægðarmörkum og þegar loftgæði eru lítil. Grímum verður dreift í byggingum skólans í byrjun vikunnar eða eins fljótt og unnt er,“ skrifar Jón Atli. Þá hvetur hann kennara til þess að auka rafræna kennslu ef mögulegt er. Áhersla verði þó enn lögð á það að nýnemar eigi kost á staðnámi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 18. september 2020 17:56 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Grímuskylda verður innan veggja Háskólans í Reykjavík frá og með morgundeginum. Nemendur og starfsfólk þurfa því að bera grímur í skólastofum, les- og vinnurýmum og öðrum sameiginlegum rýmum. Þetta kemur fram í tölvupósti til nemenda sem sendur var út í dag. Þar kemur fram að skólinn hafi ákveðið að grípa til þessara ráðstafana í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu undanfarna daga. Greint var frá því í síðustu viku að í það minnsta sex nemendur skólans hefðu smitast af veirunni. Umfangsmikil skimun hefur farið fram undanfarna daga og hefur háskólanemum á höfuðborgarsvæðinu verið boðið í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í Háskóla Íslands greindust einnig smit á meðal starfsfólks og nemenda í síðustu viku. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi orðsendingu til nemenda og starfsfólks í dag þar sem núgildandi sóttvarnaráðstafanir eru ítrekaðar. Þá hvetur hann nemendur og starfsfólk til þess að nota hlífðargrímur í byggingum skólans. „Ég vil hvetja alla, nemendur, kennara og annað starfsfólk, til að nota hlífðargrímur í byggingum skólans, sérstaklega þegar ekki er hægt að koma við 1 metra fjarlægðarmörkum og þegar loftgæði eru lítil. Grímum verður dreift í byggingum skólans í byrjun vikunnar eða eins fljótt og unnt er,“ skrifar Jón Atli. Þá hvetur hann kennara til þess að auka rafræna kennslu ef mögulegt er. Áhersla verði þó enn lögð á það að nýnemar eigi kost á staðnámi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 18. september 2020 17:56 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 18. september 2020 17:56
Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52
Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24