Ekki útlit fyrir að nýsmituðum fjölgi milli daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 08:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vonast til þess að ekki hafi greinst fleiri með kórónuveiruna í gær heldur en daginn áður. Í gærkvöldi hafi í það minnsta ekki stefnt í að nýsmituðum fjölgaði milli daga. Víðir er í sóttkví um þessar mundir eftir að hafa verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti í viðtali á Rás 2 í síðustu viku. Hann sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að heilsan væri mjög góð en hann hefur komið sér upp sóttkvíaraðstöðu heima hjá sér. Hann gerir ráð fyrir að geta mætt aftur til vinnu á fimmtudaginn. Inntur eftir því hvernig staðan á faraldrinum væri í dag sagði Víðir að það hefði verið jákvætt að færri greindust með veiruna í gær en daginn á undan. 38 greindust með veiruna í gær en 75 daginn áður. „Það var mikið skimað í gær og það verður áhugavert að sjá tölurnar á eftir, hvað kemur út úr því. Við vonumst allavega til þess að við séum ekki að fara að fá fleiri en við höfðum í gær, kannski svona svipaðan dag. Það var allavega tilfinningin í gærkvöldi,“ sagði Víðir. Þá hafi talsvert verið skimað í gær. „Í gær voru töluvert margir í skimun sem tengist sóttkvínni. Svo skimaði Landspítalinn mikið af sínu starfsfólki í tengslum við sóttkví og smit sem hafa komið upp þar. Þetta voru um sex, sjö hundruð sem voru teknir í svona skimanir í gær, fyrir utan alla sem fóru í sýnatöku vegna einkenna sem hafa verið ansi margir síðustu dagana,“ sagði Víðir. Búast mætti við fleiri bylgjum í faraldrinum næstu mánuði. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan þessi faraldur er í svona mikilli uppsveiflu í heiminum þá muni það gerast að hér komi upp svona bylgjur alltaf öðru hverju. Við erum að læra og það var mikið ákall á okkur yfir helgina að grípa til mjög harðra aðgerða. Ég held að margir hafi átt von á því að í dag væri búið að setja mjög stífar reglur, fara jafnvel niður í tuttugu manns eða eitthvað slíkt,“ sagði Víðir. Hann benti á að ekki væri aðeins horft á fjölda smitaðra við ákvarðanatöku um aðgerðir heldur einnig hversu margir séu alvarlega veikir. Enn eigi þó líklega eftir að koma almennilega fram hversu margir eigi eftir að veikjast alvarlega í þessari þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40 Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vonast til þess að ekki hafi greinst fleiri með kórónuveiruna í gær heldur en daginn áður. Í gærkvöldi hafi í það minnsta ekki stefnt í að nýsmituðum fjölgaði milli daga. Víðir er í sóttkví um þessar mundir eftir að hafa verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti í viðtali á Rás 2 í síðustu viku. Hann sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að heilsan væri mjög góð en hann hefur komið sér upp sóttkvíaraðstöðu heima hjá sér. Hann gerir ráð fyrir að geta mætt aftur til vinnu á fimmtudaginn. Inntur eftir því hvernig staðan á faraldrinum væri í dag sagði Víðir að það hefði verið jákvætt að færri greindust með veiruna í gær en daginn á undan. 38 greindust með veiruna í gær en 75 daginn áður. „Það var mikið skimað í gær og það verður áhugavert að sjá tölurnar á eftir, hvað kemur út úr því. Við vonumst allavega til þess að við séum ekki að fara að fá fleiri en við höfðum í gær, kannski svona svipaðan dag. Það var allavega tilfinningin í gærkvöldi,“ sagði Víðir. Þá hafi talsvert verið skimað í gær. „Í gær voru töluvert margir í skimun sem tengist sóttkvínni. Svo skimaði Landspítalinn mikið af sínu starfsfólki í tengslum við sóttkví og smit sem hafa komið upp þar. Þetta voru um sex, sjö hundruð sem voru teknir í svona skimanir í gær, fyrir utan alla sem fóru í sýnatöku vegna einkenna sem hafa verið ansi margir síðustu dagana,“ sagði Víðir. Búast mætti við fleiri bylgjum í faraldrinum næstu mánuði. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan þessi faraldur er í svona mikilli uppsveiflu í heiminum þá muni það gerast að hér komi upp svona bylgjur alltaf öðru hverju. Við erum að læra og það var mikið ákall á okkur yfir helgina að grípa til mjög harðra aðgerða. Ég held að margir hafi átt von á því að í dag væri búið að setja mjög stífar reglur, fara jafnvel niður í tuttugu manns eða eitthvað slíkt,“ sagði Víðir. Hann benti á að ekki væri aðeins horft á fjölda smitaðra við ákvarðanatöku um aðgerðir heldur einnig hversu margir séu alvarlega veikir. Enn eigi þó líklega eftir að koma almennilega fram hversu margir eigi eftir að veikjast alvarlega í þessari þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40 Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40
Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43
Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48