Von á stuðningsaðgerðum fyrir menningu og listir á næstu dögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2020 12:36 Von er að stuðningsaðgerðum fyrir menningu og listir á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Ríkistjórnin kynnir stuðningsaðgerðir fyrir menningu og listir á landinu á allra næstu dögum. Samstarf hefur verið við forsvarsfólk úr geiranum um aðgerðirnar. Samtök iðnaðarins og ferðaþjónustunnar kalla einnig eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Tónlistarfólk og samtök þeirra kölluðu eftir ríkisstuðningi fyrir geirann í byrjun september. Menntamálaráðherra sagði í síðustu viku að verið væri að vinna að stuðningsaðgerðum fyrir listir og menningu í landinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verða þær kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á morgun eða miðvikudag. Samtök ferðaþjónustunnar hafa einnig kallað eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir að nú sé horft til rekstrarstyrkja svo ferðaþjónustufyrirtæki missi ekki lykilstarfsfólk á atvinnuleysisbætur. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm „Þarna er um að ræða fólk sem myndi að öðrum kosti enda á atvinnuleysisbótum þannig að kostnaðurinn endar hvort sem er hjá ríkinu að stórum hluta. Þannig að þarf ekki að bæta miklum fjármunum við til þess að tryggja þessi störf. Ef þetta verður gert verður ferðaþjónustan mun fljótari að ná sér en ef allir fara á atvinnuleysisbætur og einhver hluti í önnur störf,“ segir Jóhannes. Í dag rennur út frestur hjá fyrirtækjum sem ætla að sækja um ríkisstuðning vegna hluta launa á uppsagnafresti í ágúst. Jóhannes segir að búist sé við að um 3000 manns fari á atvinnuleysisbætur næstu mánaðarmót og stór hluti þeirra úr ferðaþjónustu og því þurfi að vinna hratt næstu daga og vikur. Samtök iðnaðarins hafa einnig kallað eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda vegna áhrifa af faraldrinum. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir gríðarlega mikilvægt að almenn skilyrði rekstrar verði bætt. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Vísir/Vilhelm Í því skyni þá höfum við lagt áherslu á að stjórnvöld móti atvinnustefnu sem miði að aukinni samkeppnishæfni landsins,“ segir Sigurður. Hann segir mikilvægt að leggja áherslu á iðn-og tækninám, byggja upp innviði, bæta umhverfi nýsköpunar, einfalda regluverk og gera umbætur á byggingamarkaði. Það þarf að gera breytingar á mannvirkjalögum. Það hefur verið fjárfest of lítil fjárfesting í innviðum á síðustu 10 árum þó það hafi batnað aðeins síðustu ár. „Við höfum líka lagt áherslu á eftirspurnarhvetjandi átak eins og „Allir vinna“ þar sem er 100% endurgreiðsla á virðisaukaskatti verði framlengt að minnsta kosti út næsta ár en að óbreyttu rennur það út næstu áramót“, segir Sigurður. Menning Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir tíma til kominn að fjárfesta í framtíðinni Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að innleiða fjórðu stoð hagkerfisins. Þrjár helstu stoðir hagkerfisins, ferðaþjónustan, orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur séu að þolmörkum komnar og nú þurfi að beina sjónum að framtíðinni. 20. september 2020 15:17 Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Botnfrosinn tónlistargeiri og hætta á kali verði ekkert gert Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. 2. september 2020 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ríkistjórnin kynnir stuðningsaðgerðir fyrir menningu og listir á landinu á allra næstu dögum. Samstarf hefur verið við forsvarsfólk úr geiranum um aðgerðirnar. Samtök iðnaðarins og ferðaþjónustunnar kalla einnig eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Tónlistarfólk og samtök þeirra kölluðu eftir ríkisstuðningi fyrir geirann í byrjun september. Menntamálaráðherra sagði í síðustu viku að verið væri að vinna að stuðningsaðgerðum fyrir listir og menningu í landinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verða þær kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á morgun eða miðvikudag. Samtök ferðaþjónustunnar hafa einnig kallað eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir að nú sé horft til rekstrarstyrkja svo ferðaþjónustufyrirtæki missi ekki lykilstarfsfólk á atvinnuleysisbætur. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm „Þarna er um að ræða fólk sem myndi að öðrum kosti enda á atvinnuleysisbótum þannig að kostnaðurinn endar hvort sem er hjá ríkinu að stórum hluta. Þannig að þarf ekki að bæta miklum fjármunum við til þess að tryggja þessi störf. Ef þetta verður gert verður ferðaþjónustan mun fljótari að ná sér en ef allir fara á atvinnuleysisbætur og einhver hluti í önnur störf,“ segir Jóhannes. Í dag rennur út frestur hjá fyrirtækjum sem ætla að sækja um ríkisstuðning vegna hluta launa á uppsagnafresti í ágúst. Jóhannes segir að búist sé við að um 3000 manns fari á atvinnuleysisbætur næstu mánaðarmót og stór hluti þeirra úr ferðaþjónustu og því þurfi að vinna hratt næstu daga og vikur. Samtök iðnaðarins hafa einnig kallað eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda vegna áhrifa af faraldrinum. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir gríðarlega mikilvægt að almenn skilyrði rekstrar verði bætt. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Vísir/Vilhelm Í því skyni þá höfum við lagt áherslu á að stjórnvöld móti atvinnustefnu sem miði að aukinni samkeppnishæfni landsins,“ segir Sigurður. Hann segir mikilvægt að leggja áherslu á iðn-og tækninám, byggja upp innviði, bæta umhverfi nýsköpunar, einfalda regluverk og gera umbætur á byggingamarkaði. Það þarf að gera breytingar á mannvirkjalögum. Það hefur verið fjárfest of lítil fjárfesting í innviðum á síðustu 10 árum þó það hafi batnað aðeins síðustu ár. „Við höfum líka lagt áherslu á eftirspurnarhvetjandi átak eins og „Allir vinna“ þar sem er 100% endurgreiðsla á virðisaukaskatti verði framlengt að minnsta kosti út næsta ár en að óbreyttu rennur það út næstu áramót“, segir Sigurður.
Menning Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir tíma til kominn að fjárfesta í framtíðinni Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að innleiða fjórðu stoð hagkerfisins. Þrjár helstu stoðir hagkerfisins, ferðaþjónustan, orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur séu að þolmörkum komnar og nú þurfi að beina sjónum að framtíðinni. 20. september 2020 15:17 Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Botnfrosinn tónlistargeiri og hætta á kali verði ekkert gert Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. 2. september 2020 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Segir tíma til kominn að fjárfesta í framtíðinni Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að innleiða fjórðu stoð hagkerfisins. Þrjár helstu stoðir hagkerfisins, ferðaþjónustan, orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur séu að þolmörkum komnar og nú þurfi að beina sjónum að framtíðinni. 20. september 2020 15:17
Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30
Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35
Botnfrosinn tónlistargeiri og hætta á kali verði ekkert gert Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi. 2. september 2020 20:00