„Hann skaut þessu skoti með sjálfstrausti Kobe Bryant“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2020 17:45 Anthony Davis fagnar sigurkörfunni sinni í nótt. AP/Mark J. Terrill Anthony Davis setti niður skuggalegt skot í nótt um leið og leiktíminn rann út og tryggði með því Los Angeles Lakers sigur á Denver Nuggets í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Körfuboltasérfræðingar kepptust skiljanlega um að hrósa Anthony Davis eftir leikinn og einn þeirra benti á það að þetta hafi verið skotið sem gæti breytt öllu fyrir Anthony Davis. Anthony Davis var í úrvalsliði NBA deildarinnar á þessu tímabili en hefur oftar en ekki verið í skugganum á LeBron James. Þegar á reyndi í leiknum í gær var það hins vegar Anthony Davis sem setti niður öll stóru skotin fyrir Lakers-liðið. Davis endaði leikinn með 31 stig. Chris Broussard ræddi sína sýn á skotið í þættinum First Things First eins og sjá má hér fyrir neðan. watch on YouTube „Ég elskaði það að hann skaut þessu skoti með sjálfstrausti Kobe Bryant. Líkamstjáninginn hans leit mjög vel út og hann leit allan tímann út fyrir það að vera að fara að setja þetta skot niður,“ sagði Chris Broussard. „Ég elskaði það líka að hann skaut yfir Jokic sem var að spila frábæra vörn. Þetta var góður varnarleikur en bara enn betri sóknarleikur,“ sagði Chris Broussard og nefndi það líka að Davis kom þarna sterkur til baka eftir að Nikola Jokić hafði skorað auðveldlega yfir hann tuttugu sekúndum fyrr. „Ég lít svo á að ef Lakers fer alla leið og vinnur titilinn, sem ég býst við því að þeir geri, að við munum horfa til baka á þetta skot sem skotið þar sem Anthony Davis kom fram sem súperstjarna. Í mínum augum fór hann þarna úr því að vera mjög góður leikmaður í dag í að verða mjög góður leikmaður í sögu NBA-deildarinnar,“ sagði Chris Broussard. „Stóra spurningin hjá mér var um það hvort AD tæki að sér það hlutverk að vera maðurinn sem litið leitaði til í fjórða leikhluta. Ég sá það ekki í deildarkeppninni en hann hefur verið sá maður í úrslitakeppninni,“ sagði Broussard eins og sjá má hér fyrir ofan. Skotið er hér fyrir neðan. AD cuts. Rondo finds. AD pulls. @Lakers win.#TissotBuzzerBeater#ThisIsYourTime#PhantomCam Game 3 Tuesday, 9 PM ET, TNT pic.twitter.com/4GBaxeVBvP— NBA (@NBA) September 21, 2020 NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Anthony Davis setti niður skuggalegt skot í nótt um leið og leiktíminn rann út og tryggði með því Los Angeles Lakers sigur á Denver Nuggets í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Körfuboltasérfræðingar kepptust skiljanlega um að hrósa Anthony Davis eftir leikinn og einn þeirra benti á það að þetta hafi verið skotið sem gæti breytt öllu fyrir Anthony Davis. Anthony Davis var í úrvalsliði NBA deildarinnar á þessu tímabili en hefur oftar en ekki verið í skugganum á LeBron James. Þegar á reyndi í leiknum í gær var það hins vegar Anthony Davis sem setti niður öll stóru skotin fyrir Lakers-liðið. Davis endaði leikinn með 31 stig. Chris Broussard ræddi sína sýn á skotið í þættinum First Things First eins og sjá má hér fyrir neðan. watch on YouTube „Ég elskaði það að hann skaut þessu skoti með sjálfstrausti Kobe Bryant. Líkamstjáninginn hans leit mjög vel út og hann leit allan tímann út fyrir það að vera að fara að setja þetta skot niður,“ sagði Chris Broussard. „Ég elskaði það líka að hann skaut yfir Jokic sem var að spila frábæra vörn. Þetta var góður varnarleikur en bara enn betri sóknarleikur,“ sagði Chris Broussard og nefndi það líka að Davis kom þarna sterkur til baka eftir að Nikola Jokić hafði skorað auðveldlega yfir hann tuttugu sekúndum fyrr. „Ég lít svo á að ef Lakers fer alla leið og vinnur titilinn, sem ég býst við því að þeir geri, að við munum horfa til baka á þetta skot sem skotið þar sem Anthony Davis kom fram sem súperstjarna. Í mínum augum fór hann þarna úr því að vera mjög góður leikmaður í dag í að verða mjög góður leikmaður í sögu NBA-deildarinnar,“ sagði Chris Broussard. „Stóra spurningin hjá mér var um það hvort AD tæki að sér það hlutverk að vera maðurinn sem litið leitaði til í fjórða leikhluta. Ég sá það ekki í deildarkeppninni en hann hefur verið sá maður í úrslitakeppninni,“ sagði Broussard eins og sjá má hér fyrir ofan. Skotið er hér fyrir neðan. AD cuts. Rondo finds. AD pulls. @Lakers win.#TissotBuzzerBeater#ThisIsYourTime#PhantomCam Game 3 Tuesday, 9 PM ET, TNT pic.twitter.com/4GBaxeVBvP— NBA (@NBA) September 21, 2020
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira