Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2020 06:43 Farið var í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði Fossvogsskóla vegna myglu- og rakaskemmda. Vísir/Egill Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. Móðir stúlku í skólanum segir dóttur sína enn finna fyrir einkennum myglu, þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir við húsnæðið sem lauk í sumar. Framkvæmdirnar áttu að tryggja heilnæm loftgæði. Fjallað er um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Fyrst var farið í framkvæmdir á skólanum í fyrra og var þá meðal annars gert við þak á Vesturlandi, einni byggingu skólans, sem var illa farið vegna raka og myglu. Í vor stigu foreldrar barna fram og lýstu því að börn þeirra fyndu enn fyrir einkennum myglu. Aftur var farið í framkvæmdir í sumar og er nú beðið eftir lokaúttektarskýrslu verkfræðistofunnar Verkís vegna þeirra framkvæmda. „Í Kópavogi var Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda. Ég tel að það þurfi að gera hið sama í tilfelli Fossvogsskóla,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið og leggur áherslu á að fá að vita hvernig mygla fannst. Það sé það sem skipti máli. „Ef þau sýni sem voru tekin voru ekki send til greiningar til Náttúrufræðistofnunar Íslands, líkt og gert var fyrst þegar myglan fannst, þá finnst mér það verulega ámælisvert.“ Þá bendir Valgerður á að tveimur dögum eftir að skólastarf hófs í haust hafi fundist mygla inni á salerni þrátt fyrir allar endurbæturnar. Í Fréttablaðinu er einnig rætt við Jónínu Sigurðardóttur en dóttir hennar er nemandi við Fossvogsskóla. Að sögn Jónínu fann dóttir hennar fyrir miklum einkennum myglu nú í haust. „Ég hef miklar áhyggjur af heilsu hennar til framtíðar,“ segir Jónína. Þá hafi gengið illa að fá svör frá skólanum; enginn vilji svara því hvað var gert eða neitt í þá veru. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. Móðir stúlku í skólanum segir dóttur sína enn finna fyrir einkennum myglu, þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir við húsnæðið sem lauk í sumar. Framkvæmdirnar áttu að tryggja heilnæm loftgæði. Fjallað er um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Fyrst var farið í framkvæmdir á skólanum í fyrra og var þá meðal annars gert við þak á Vesturlandi, einni byggingu skólans, sem var illa farið vegna raka og myglu. Í vor stigu foreldrar barna fram og lýstu því að börn þeirra fyndu enn fyrir einkennum myglu. Aftur var farið í framkvæmdir í sumar og er nú beðið eftir lokaúttektarskýrslu verkfræðistofunnar Verkís vegna þeirra framkvæmda. „Í Kópavogi var Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda. Ég tel að það þurfi að gera hið sama í tilfelli Fossvogsskóla,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið og leggur áherslu á að fá að vita hvernig mygla fannst. Það sé það sem skipti máli. „Ef þau sýni sem voru tekin voru ekki send til greiningar til Náttúrufræðistofnunar Íslands, líkt og gert var fyrst þegar myglan fannst, þá finnst mér það verulega ámælisvert.“ Þá bendir Valgerður á að tveimur dögum eftir að skólastarf hófs í haust hafi fundist mygla inni á salerni þrátt fyrir allar endurbæturnar. Í Fréttablaðinu er einnig rætt við Jónínu Sigurðardóttur en dóttir hennar er nemandi við Fossvogsskóla. Að sögn Jónínu fann dóttir hennar fyrir miklum einkennum myglu nú í haust. „Ég hef miklar áhyggjur af heilsu hennar til framtíðar,“ segir Jónína. Þá hafi gengið illa að fá svör frá skólanum; enginn vilji svara því hvað var gert eða neitt í þá veru.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira