Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2020 12:27 Akureyri Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ný samstjórn allra flokka verður við stjórn Akureyrarbæjar eftir samkomulag meiri- og minnihluta þar um sem greint var frá í hádeginu. Forseti bæjarstjórnar segir nýja kjarasamninga og kórónufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu bæjarins. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Akureyrar. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylking og L-list meirihluta í bæjarstjórn með tvo bæjarfulltrúa hver flokkur. En Sjálfstæðisflokkur með þrjá bæjarfulltrúa, Vinstri græn með einn og Miðflokkurinn með einn voru í minnihluta. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans sem myndaði meirihluta með Samfylkingu og Framsóknarflokki eftir kosningar 2018 segir mikilvægt að allir flokkar komi að lausn mála út kjörtímabilið í bæjarstjórn Akureyrar.Mynd/Akureyrarbær Fjárhagsstaða Akureyrarbæjar hefur verið erfið undanfarin misseri og hafa tekjur dregist saman og útgjöld aukist á þessu ári vegna kórónufaraldursins. Þannig var 1,3 milljarða halli á rekstri bæjarins á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar segir nýgerða kjarasamninga einnig hafa þyngt mjög rekstur bæjarins. „Við erum svo heppin hér á Akureyri að það er áralöng hefð fyrir góðu samstarfi á milli meiri- og minnihluta. Núna hefur skapast sá jarðvegur og traust á milli aðila að við teljum, á þessum fordæmalausu tímum þar sem við erum að takast á við stór verkefni og taka erfiðar ákvarðanir sem hafa áhrif til framtíðar, að það sé mikilvægt að um það náist breið samstaða,“ segir Halla Björk. Fráfarandi meirihluti hafi treyst sér í verkefnin en mikilvægt væri nú að ná breiðri samstöðu um málin. Flokkar sem áður voru í minnihluta muni taka að sér formennsku á ýmsum stöðum. Ellefu bæjarfulltrúar allra flokka fara nú sameiginlega með stjórn Akureyrarbæjar.Mynd/Akureyrarbær „Minnihlutinn mun taka við formennsku í skipulagsráði, frístundaráði, stjórn Menningarfélags Akureyrar og vist- og fallorku,“ segir Halla Björk. Bærinn hafi þurft að grípa til aðgerða til að koma til móts við vinnustaði í bænum og samfélagið í heild. „Og það hefur kallað á fjárútlát og breytta starfshætti. Núna erum við að breyta okkar starfsháttum í bæjarstjórn ásamt starfsfólki bæjarins.“ Tekjur hafa væntanlega dregist saman á móti auknum útgjööldum eða hvað? „Já, tekjur hafa dregist verulega saman. Og við erum að takast á við nýja kjarasamninga sem eru okkur nokkuð þungir,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ný samstjórn allra flokka verður við stjórn Akureyrarbæjar eftir samkomulag meiri- og minnihluta þar um sem greint var frá í hádeginu. Forseti bæjarstjórnar segir nýja kjarasamninga og kórónufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu bæjarins. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Akureyrar. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylking og L-list meirihluta í bæjarstjórn með tvo bæjarfulltrúa hver flokkur. En Sjálfstæðisflokkur með þrjá bæjarfulltrúa, Vinstri græn með einn og Miðflokkurinn með einn voru í minnihluta. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans sem myndaði meirihluta með Samfylkingu og Framsóknarflokki eftir kosningar 2018 segir mikilvægt að allir flokkar komi að lausn mála út kjörtímabilið í bæjarstjórn Akureyrar.Mynd/Akureyrarbær Fjárhagsstaða Akureyrarbæjar hefur verið erfið undanfarin misseri og hafa tekjur dregist saman og útgjöld aukist á þessu ári vegna kórónufaraldursins. Þannig var 1,3 milljarða halli á rekstri bæjarins á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar segir nýgerða kjarasamninga einnig hafa þyngt mjög rekstur bæjarins. „Við erum svo heppin hér á Akureyri að það er áralöng hefð fyrir góðu samstarfi á milli meiri- og minnihluta. Núna hefur skapast sá jarðvegur og traust á milli aðila að við teljum, á þessum fordæmalausu tímum þar sem við erum að takast á við stór verkefni og taka erfiðar ákvarðanir sem hafa áhrif til framtíðar, að það sé mikilvægt að um það náist breið samstaða,“ segir Halla Björk. Fráfarandi meirihluti hafi treyst sér í verkefnin en mikilvægt væri nú að ná breiðri samstöðu um málin. Flokkar sem áður voru í minnihluta muni taka að sér formennsku á ýmsum stöðum. Ellefu bæjarfulltrúar allra flokka fara nú sameiginlega með stjórn Akureyrarbæjar.Mynd/Akureyrarbær „Minnihlutinn mun taka við formennsku í skipulagsráði, frístundaráði, stjórn Menningarfélags Akureyrar og vist- og fallorku,“ segir Halla Björk. Bærinn hafi þurft að grípa til aðgerða til að koma til móts við vinnustaði í bænum og samfélagið í heild. „Og það hefur kallað á fjárútlát og breytta starfshætti. Núna erum við að breyta okkar starfsháttum í bæjarstjórn ásamt starfsfólki bæjarins.“ Tekjur hafa væntanlega dregist saman á móti auknum útgjööldum eða hvað? „Já, tekjur hafa dregist verulega saman. Og við erum að takast á við nýja kjarasamninga sem eru okkur nokkuð þungir,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira