Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2020 12:27 Akureyri Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ný samstjórn allra flokka verður við stjórn Akureyrarbæjar eftir samkomulag meiri- og minnihluta þar um sem greint var frá í hádeginu. Forseti bæjarstjórnar segir nýja kjarasamninga og kórónufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu bæjarins. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Akureyrar. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylking og L-list meirihluta í bæjarstjórn með tvo bæjarfulltrúa hver flokkur. En Sjálfstæðisflokkur með þrjá bæjarfulltrúa, Vinstri græn með einn og Miðflokkurinn með einn voru í minnihluta. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans sem myndaði meirihluta með Samfylkingu og Framsóknarflokki eftir kosningar 2018 segir mikilvægt að allir flokkar komi að lausn mála út kjörtímabilið í bæjarstjórn Akureyrar.Mynd/Akureyrarbær Fjárhagsstaða Akureyrarbæjar hefur verið erfið undanfarin misseri og hafa tekjur dregist saman og útgjöld aukist á þessu ári vegna kórónufaraldursins. Þannig var 1,3 milljarða halli á rekstri bæjarins á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar segir nýgerða kjarasamninga einnig hafa þyngt mjög rekstur bæjarins. „Við erum svo heppin hér á Akureyri að það er áralöng hefð fyrir góðu samstarfi á milli meiri- og minnihluta. Núna hefur skapast sá jarðvegur og traust á milli aðila að við teljum, á þessum fordæmalausu tímum þar sem við erum að takast á við stór verkefni og taka erfiðar ákvarðanir sem hafa áhrif til framtíðar, að það sé mikilvægt að um það náist breið samstaða,“ segir Halla Björk. Fráfarandi meirihluti hafi treyst sér í verkefnin en mikilvægt væri nú að ná breiðri samstöðu um málin. Flokkar sem áður voru í minnihluta muni taka að sér formennsku á ýmsum stöðum. Ellefu bæjarfulltrúar allra flokka fara nú sameiginlega með stjórn Akureyrarbæjar.Mynd/Akureyrarbær „Minnihlutinn mun taka við formennsku í skipulagsráði, frístundaráði, stjórn Menningarfélags Akureyrar og vist- og fallorku,“ segir Halla Björk. Bærinn hafi þurft að grípa til aðgerða til að koma til móts við vinnustaði í bænum og samfélagið í heild. „Og það hefur kallað á fjárútlát og breytta starfshætti. Núna erum við að breyta okkar starfsháttum í bæjarstjórn ásamt starfsfólki bæjarins.“ Tekjur hafa væntanlega dregist saman á móti auknum útgjööldum eða hvað? „Já, tekjur hafa dregist verulega saman. Og við erum að takast á við nýja kjarasamninga sem eru okkur nokkuð þungir,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ný samstjórn allra flokka verður við stjórn Akureyrarbæjar eftir samkomulag meiri- og minnihluta þar um sem greint var frá í hádeginu. Forseti bæjarstjórnar segir nýja kjarasamninga og kórónufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu bæjarins. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Akureyrar. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylking og L-list meirihluta í bæjarstjórn með tvo bæjarfulltrúa hver flokkur. En Sjálfstæðisflokkur með þrjá bæjarfulltrúa, Vinstri græn með einn og Miðflokkurinn með einn voru í minnihluta. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans sem myndaði meirihluta með Samfylkingu og Framsóknarflokki eftir kosningar 2018 segir mikilvægt að allir flokkar komi að lausn mála út kjörtímabilið í bæjarstjórn Akureyrar.Mynd/Akureyrarbær Fjárhagsstaða Akureyrarbæjar hefur verið erfið undanfarin misseri og hafa tekjur dregist saman og útgjöld aukist á þessu ári vegna kórónufaraldursins. Þannig var 1,3 milljarða halli á rekstri bæjarins á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar segir nýgerða kjarasamninga einnig hafa þyngt mjög rekstur bæjarins. „Við erum svo heppin hér á Akureyri að það er áralöng hefð fyrir góðu samstarfi á milli meiri- og minnihluta. Núna hefur skapast sá jarðvegur og traust á milli aðila að við teljum, á þessum fordæmalausu tímum þar sem við erum að takast á við stór verkefni og taka erfiðar ákvarðanir sem hafa áhrif til framtíðar, að það sé mikilvægt að um það náist breið samstaða,“ segir Halla Björk. Fráfarandi meirihluti hafi treyst sér í verkefnin en mikilvægt væri nú að ná breiðri samstöðu um málin. Flokkar sem áður voru í minnihluta muni taka að sér formennsku á ýmsum stöðum. Ellefu bæjarfulltrúar allra flokka fara nú sameiginlega með stjórn Akureyrarbæjar.Mynd/Akureyrarbær „Minnihlutinn mun taka við formennsku í skipulagsráði, frístundaráði, stjórn Menningarfélags Akureyrar og vist- og fallorku,“ segir Halla Björk. Bærinn hafi þurft að grípa til aðgerða til að koma til móts við vinnustaði í bænum og samfélagið í heild. „Og það hefur kallað á fjárútlát og breytta starfshætti. Núna erum við að breyta okkar starfsháttum í bæjarstjórn ásamt starfsfólki bæjarins.“ Tekjur hafa væntanlega dregist saman á móti auknum útgjööldum eða hvað? „Já, tekjur hafa dregist verulega saman. Og við erum að takast á við nýja kjarasamninga sem eru okkur nokkuð þungir,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira