Allt að 200 milljónir í endurhæfingu vegna Covid og annarra kvilla Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 18:57 Þrjátíu eru á biðlista hjá Reykjalundi eftir endurhæfingu vegna Covid-sýkingar. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja um aukna endurhæfingu, meðal annars fyrir fólk sem glímir við eftirköst í kjölfar veikinda af völdum kórónuveirunnar, en einnig fyrir þá sem eru á biðlista eftir endurhæfingu af öðrum ástæðum. Allt að 200 milljónum króna verður varið til verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Ýmsir sem greinst hafa með Covid-19 glíma við eftirköst af völdum sýkingarinnar á borð við verki, þreytu, þrekleysi og fleira og hafa sumir orðið óvinnufærir af þessum sökum. „Talin er hætta á því að eftirköstin geti orðið langvarandi og valdið örorku ef ekkert er að gert. Endurhæfing á réttum tíma í kjölfar veikinda í samræmi við þarfir viðkomandi einstaklinga getur skipt sköpum í þessu sambandi. Reykjalundur hefur tekið við fólki úr þessum hópi og 30 manns eru á biðlista hjá stofnuninni í þörf fyrir endurhæfingu eftir COVID-19 veikindi,“ segir í tilkynningu. Þá bíði fjöldi fólks eftir endurhæfingu af ýmsum ástæðum. Biðtími eftir endurhæfingu á Reykjalundi er frá fjórum vikum og allt að einu ári. Brýnt sé að bregðast við þessari miklu þörf fyrir endurhæfingu með því að auka framboð þjónustunnar. Þar muni m.a. nýtast vel tillögur að endurhæfingarstefnu sem nú liggja fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja um aukna endurhæfingu, meðal annars fyrir fólk sem glímir við eftirköst í kjölfar veikinda af völdum kórónuveirunnar, en einnig fyrir þá sem eru á biðlista eftir endurhæfingu af öðrum ástæðum. Allt að 200 milljónum króna verður varið til verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Ýmsir sem greinst hafa með Covid-19 glíma við eftirköst af völdum sýkingarinnar á borð við verki, þreytu, þrekleysi og fleira og hafa sumir orðið óvinnufærir af þessum sökum. „Talin er hætta á því að eftirköstin geti orðið langvarandi og valdið örorku ef ekkert er að gert. Endurhæfing á réttum tíma í kjölfar veikinda í samræmi við þarfir viðkomandi einstaklinga getur skipt sköpum í þessu sambandi. Reykjalundur hefur tekið við fólki úr þessum hópi og 30 manns eru á biðlista hjá stofnuninni í þörf fyrir endurhæfingu eftir COVID-19 veikindi,“ segir í tilkynningu. Þá bíði fjöldi fólks eftir endurhæfingu af ýmsum ástæðum. Biðtími eftir endurhæfingu á Reykjalundi er frá fjórum vikum og allt að einu ári. Brýnt sé að bregðast við þessari miklu þörf fyrir endurhæfingu með því að auka framboð þjónustunnar. Þar muni m.a. nýtast vel tillögur að endurhæfingarstefnu sem nú liggja fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira