Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 16:30 Bóluefnið sem Johnson & Johnson er með í þróun er aðeins gefið í einum skammti. AP/Cheryl Gerber/Johnson & Johnson Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. Til stendur að fá sextíu þúsund sjálfboðaliða til að taka þátt í rannsókninni á bóluefninu sem er það eina sem er í þróun í Bandaríkjunum sem er gefið í einum skammti. Rannsóknin er á vegum stórfyrirtækisins Johnson & Johnson, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er afar spenntur fyrir henni og hefur tíst og áframtíst ítrekað um hana síðasta sólarhringinn. Krafðist hann þess að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefði hraðar hendur. Ásakanir hafa verið um að Trump og ríkisstjórn hans reyni nú að blása upp möguleikann á að bóluefni við veikinni sé á næsta leiti í aðdraganda forsetakosninga í nóvember. Stephen Hahn, forstjóri FDA, fullyrðir að það verði vísindamenn en ekki stjórnmálamenn sem ákveði hvort að bóluefni standist kröfur um öryggi og virkni. „Vísindin munu lýsa okkur veginn. FDA mun ekki leyfa nokkurn þrýsting frá nokkrum sem breytir því. Ég mun setja hagsmuni bandarísku þjóðarinnar ofar öllum öðrum,“ segir Hahn. Trump hefur beitt stofnanir alríkisins miklum þrýstingi vegna bóluefnis og faraldursins almennt að undanförnu. Þannig setti hann ofan í við forstjóra Sóttvarnastofnunarinnar um mikilvægi grímunotkunar og hvenær bóluefni gæti verið væntanlegt á dögunum. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Trump, segist hóflega bjartsýnn á að öruggt og virkt bóluefni sé væntanlegt þó að ekki sé á vísan að róa með það. Staðhæfir hann að menn muni ekki stytta sér leið við tilraunir með möguleg bóluefni. Fleiri bandarísk lyfjafyrirtæki vinna að þróun bóluefnis, þar á meðal AstraZeneca. Þau bóluefni eru gefin í tveimur skömmtum. Mögulegt bóluefni Johnson & Johnson er aðeins gefið í einum skammti og er sagt byggja á grunni ebólubóluefnis. Paul Stoffels, aðalvísindamaður Johnson & Johnson, segir að niðurstöður gætu legið fyrir snemma á næsta ári. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44 Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. Til stendur að fá sextíu þúsund sjálfboðaliða til að taka þátt í rannsókninni á bóluefninu sem er það eina sem er í þróun í Bandaríkjunum sem er gefið í einum skammti. Rannsóknin er á vegum stórfyrirtækisins Johnson & Johnson, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er afar spenntur fyrir henni og hefur tíst og áframtíst ítrekað um hana síðasta sólarhringinn. Krafðist hann þess að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefði hraðar hendur. Ásakanir hafa verið um að Trump og ríkisstjórn hans reyni nú að blása upp möguleikann á að bóluefni við veikinni sé á næsta leiti í aðdraganda forsetakosninga í nóvember. Stephen Hahn, forstjóri FDA, fullyrðir að það verði vísindamenn en ekki stjórnmálamenn sem ákveði hvort að bóluefni standist kröfur um öryggi og virkni. „Vísindin munu lýsa okkur veginn. FDA mun ekki leyfa nokkurn þrýsting frá nokkrum sem breytir því. Ég mun setja hagsmuni bandarísku þjóðarinnar ofar öllum öðrum,“ segir Hahn. Trump hefur beitt stofnanir alríkisins miklum þrýstingi vegna bóluefnis og faraldursins almennt að undanförnu. Þannig setti hann ofan í við forstjóra Sóttvarnastofnunarinnar um mikilvægi grímunotkunar og hvenær bóluefni gæti verið væntanlegt á dögunum. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Trump, segist hóflega bjartsýnn á að öruggt og virkt bóluefni sé væntanlegt þó að ekki sé á vísan að róa með það. Staðhæfir hann að menn muni ekki stytta sér leið við tilraunir með möguleg bóluefni. Fleiri bandarísk lyfjafyrirtæki vinna að þróun bóluefnis, þar á meðal AstraZeneca. Þau bóluefni eru gefin í tveimur skömmtum. Mögulegt bóluefni Johnson & Johnson er aðeins gefið í einum skammti og er sagt byggja á grunni ebólubóluefnis. Paul Stoffels, aðalvísindamaður Johnson & Johnson, segir að niðurstöður gætu legið fyrir snemma á næsta ári.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44 Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44
Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30