Tvíefld Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Edda Sigurðardóttir skrifa 23. september 2020 21:21 Tvíkynhneigt fólk er stærsti einstaki hópur hinsegin fólks á heimsvísu. Þessi staðreynd kemur fólki jafnan á óvart, enda ekki í neinu samhengi við hlut tvíkynhneigðra í opinberri umræðu um hinsegin málefni. En hún er líka ótrúlega skemmtileg og hughreystandi. Það er nefnilega oftast stórskemmtilegt að vera tvíkynhneigð, þó við séum gjarnan hálf ósýnileg. Saga tvíkynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er löng en t.a.m. var Brenda Howard, sem var ein af lykilpersónum við skipulagningu fyrstu Pride göngunnar, tvíkynhneigð. Þrátt fyrir það gleymumst við, eða erum strokuð út, meðvitað og ómeðvitað. Jafnvel þegar rætt er um réttarbætur okkur til handa þykir oft óþarfi að taka okkur sérstaklega fram. Í ósýnileikanum þrífast fordómar. Tvíkynhneigt fólk býr enn við þann furðulega veruleika að samfélagið skilgreinir kynhneigð okkar fyrir okkur, yfirleitt byggt á því með hverjum við erum í sambandi hverju sinni. Margt tvíkynhneigt fólk upplifir skömm af því að vilja skilgreina sig og tala um kynhneigð sína. Mörg okkar eru þess vegna enn í felum og hafa ekki komið út gagnvart vinum, fjölskyldu eða maka. Viðhorfið sem fólk mætir gjarnan þegar það stígur loks fram er skeytingar- og skilningsleysi, jafnvel ásakanir um athyglissýki. „Til hvers þarftu að eiginlega að tala um að þú sért tvíkynhneigð?“ Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að okkar kynhneigð er jafn órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar og hún er meðal gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Hún breytist ekki eftir sambandsstöðu, hún gerir okkur ekki verri maka en aðra og hún er ekki „bara tímabil“. Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að það er ömurlegt og óásættanlegt að geta ekki verið fyllilega maður sjálfur í sínu daglega lífi. Geðheilsa tvíkynhneigðra er almennt verri en hjá bæði gagn- og samkynhneigðum og á Íslandi hefur m.a. verið sýnt fram á að tvíkynhneigðar stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Í erlendum rannsóknum kemur aftur og aftur fram að tvíkynhneigt fólk upplifir meira þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir og verður frekar fyrir kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi. Ekkert af þessu er samt vegna þess að það sé svo skelfilegt að vera tvíkynhneigð, þvert á móti! Helstu ástæður þessarar vanlíðanar eru taldar vera skortur á sýnileika tvíkynhneigðra og fordómar, bæði af hálfu meirihlutasamfélagsins og hinsegin samfélagsins. Þessu þurfum við að taka alvarlega. Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur tvíkynhneigðar. Það er nefnilega full ástæða til þess að auka, en líka fagna sýnileika tvíkynhneigðra, núna og alltaf. Munum eftir tvíkynhneigð, berum virðingu fyrir henni og sýnum stuðning þegar fólk kemur út eða talar um kynhneigð sína. Tvíkynhneigð er falleg og ætti alls ekki að vera ósýnileg. Eftir áralanga veru í skugganum komum við tvíefld og stolt fram. Til hamingju með daginn. Edda Sigurðardóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Höfundar eru alþjóðafulltrúi og formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Tvíkynhneigt fólk er stærsti einstaki hópur hinsegin fólks á heimsvísu. Þessi staðreynd kemur fólki jafnan á óvart, enda ekki í neinu samhengi við hlut tvíkynhneigðra í opinberri umræðu um hinsegin málefni. En hún er líka ótrúlega skemmtileg og hughreystandi. Það er nefnilega oftast stórskemmtilegt að vera tvíkynhneigð, þó við séum gjarnan hálf ósýnileg. Saga tvíkynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er löng en t.a.m. var Brenda Howard, sem var ein af lykilpersónum við skipulagningu fyrstu Pride göngunnar, tvíkynhneigð. Þrátt fyrir það gleymumst við, eða erum strokuð út, meðvitað og ómeðvitað. Jafnvel þegar rætt er um réttarbætur okkur til handa þykir oft óþarfi að taka okkur sérstaklega fram. Í ósýnileikanum þrífast fordómar. Tvíkynhneigt fólk býr enn við þann furðulega veruleika að samfélagið skilgreinir kynhneigð okkar fyrir okkur, yfirleitt byggt á því með hverjum við erum í sambandi hverju sinni. Margt tvíkynhneigt fólk upplifir skömm af því að vilja skilgreina sig og tala um kynhneigð sína. Mörg okkar eru þess vegna enn í felum og hafa ekki komið út gagnvart vinum, fjölskyldu eða maka. Viðhorfið sem fólk mætir gjarnan þegar það stígur loks fram er skeytingar- og skilningsleysi, jafnvel ásakanir um athyglissýki. „Til hvers þarftu að eiginlega að tala um að þú sért tvíkynhneigð?“ Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að okkar kynhneigð er jafn órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar og hún er meðal gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Hún breytist ekki eftir sambandsstöðu, hún gerir okkur ekki verri maka en aðra og hún er ekki „bara tímabil“. Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að það er ömurlegt og óásættanlegt að geta ekki verið fyllilega maður sjálfur í sínu daglega lífi. Geðheilsa tvíkynhneigðra er almennt verri en hjá bæði gagn- og samkynhneigðum og á Íslandi hefur m.a. verið sýnt fram á að tvíkynhneigðar stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Í erlendum rannsóknum kemur aftur og aftur fram að tvíkynhneigt fólk upplifir meira þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir og verður frekar fyrir kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi. Ekkert af þessu er samt vegna þess að það sé svo skelfilegt að vera tvíkynhneigð, þvert á móti! Helstu ástæður þessarar vanlíðanar eru taldar vera skortur á sýnileika tvíkynhneigðra og fordómar, bæði af hálfu meirihlutasamfélagsins og hinsegin samfélagsins. Þessu þurfum við að taka alvarlega. Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur tvíkynhneigðar. Það er nefnilega full ástæða til þess að auka, en líka fagna sýnileika tvíkynhneigðra, núna og alltaf. Munum eftir tvíkynhneigð, berum virðingu fyrir henni og sýnum stuðning þegar fólk kemur út eða talar um kynhneigð sína. Tvíkynhneigð er falleg og ætti alls ekki að vera ósýnileg. Eftir áralanga veru í skugganum komum við tvíefld og stolt fram. Til hamingju með daginn. Edda Sigurðardóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Höfundar eru alþjóðafulltrúi og formaður Samtakanna ‘78.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun