Fyrsta „hjólatyllan“ sett upp í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 23:19 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, fagnar nýjunginni í borginni. Mynd/Reykjavíkurborg Fyrsti svokallaði hjólabiðstandurinn hefur verið tekinn í gagnið í Reykjavík. Biðstandurinn er neon-grænn að lit og var settur upp í gær á horni Laugavegar og Nóatúns. Að því er fram kemur í tilkynningu á vef borgarinnar hafa þessir standar almennt þann tilgang að „auka við þægindi hjólreiðamanna þegar þeir stoppa á rauðu ljósi við gatnamót.“ Hjólareiðafólk hafi hingað til þurft að styðja sig við staura eða stíga af hjólum en nú geti það sett fót á stand meðan beðið er. Unnið er að því að koma upp alls sex hjólabiðstöndum við ljósastýrð hjólagatnamót í Reykjavík, það er við gatnamót Laugavegar og Nóatúns, á tveimur stöðum við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar og Reykjavegar og Suðurlandsbrautar, og á gatnamótum Engjavegar og Suðurlandsbrautar. „Það er mjög þægilegt að geta tyllt niður fæti á svona hjólatyllur við gatnamót þannig að það þurfi ekki að stíga niður af hjólinu þegar stoppað er," er haft eftir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formanni skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í tilkynningu á vef borgarinnar. „Margt smátt gerir eitt stórt og við stefnum ótrauð að því að bæta þjónustu fyrir hjólandi vegfarendur til framtíðar," er ennfremur haft eftir henni í tilkynningunni. Hjólabiðstandarnir eru framleiddir og hannaðir af íslenska fyrirtækinu KRUMMA EHF. Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Fyrsti svokallaði hjólabiðstandurinn hefur verið tekinn í gagnið í Reykjavík. Biðstandurinn er neon-grænn að lit og var settur upp í gær á horni Laugavegar og Nóatúns. Að því er fram kemur í tilkynningu á vef borgarinnar hafa þessir standar almennt þann tilgang að „auka við þægindi hjólreiðamanna þegar þeir stoppa á rauðu ljósi við gatnamót.“ Hjólareiðafólk hafi hingað til þurft að styðja sig við staura eða stíga af hjólum en nú geti það sett fót á stand meðan beðið er. Unnið er að því að koma upp alls sex hjólabiðstöndum við ljósastýrð hjólagatnamót í Reykjavík, það er við gatnamót Laugavegar og Nóatúns, á tveimur stöðum við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar og Reykjavegar og Suðurlandsbrautar, og á gatnamótum Engjavegar og Suðurlandsbrautar. „Það er mjög þægilegt að geta tyllt niður fæti á svona hjólatyllur við gatnamót þannig að það þurfi ekki að stíga niður af hjólinu þegar stoppað er," er haft eftir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formanni skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í tilkynningu á vef borgarinnar. „Margt smátt gerir eitt stórt og við stefnum ótrauð að því að bæta þjónustu fyrir hjólandi vegfarendur til framtíðar," er ennfremur haft eftir henni í tilkynningunni. Hjólabiðstandarnir eru framleiddir og hannaðir af íslenska fyrirtækinu KRUMMA EHF.
Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira